Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?

Emelía Eiríksdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni?
  • Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu?

Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni brennisteinsvetni (H2S) og finnur fólk lyktina sérstaklega þegar farið er í sturtu en einnig á hverasvæðum. Brennisteinsvetni á upptök sín í kvikuinnskotum í skorpu jarðar en þaðan getur það borist í jarðhitavatn ofar í skorpunni. Mest allt jarðhitavatn í jarðhitageymunum (þaðan sem við dælum jarðhitavatninu) inniheldur því brennisteinsvetni og er magn þess mismunandi eftir uppruna jarðhitavatnsins.

Jarðhitavatn inniheldur lítið eða ekkert súrefni. Súrefni í vatni er mikill skaðvaldur því það tærir stálvatnsleiðslurnar í dreifikerfum og innanhússkerfum notenda. Þetta á aðallega við um heitt vatn og upphitað vatn. Það er því afar mikilvægt að eyða öllu súrefni í heitavatnskerfinu. Brennisteinsvetni hvarfast einnig við járn í stálvatnsleiðslunum en myndefnið, brennisteinssúlfíð (FeS), myndar varnarhúð innan á stálpípunum og hefur því ekki tærandi áhrif.

Lyktin sem stundum finnst af heitu vatni á Íslandi stafar af loftegundinni brennisteinsvetni sem á upptök sín í kvikuinnskotum í skorpu jarðar.

Svo heppilega vill til að þegar brennisteinsvetni og súrefni mætast hvarfast þau á örskömmum tíma þar til annað þeirra er uppurið. Ef jarðhitavatn inniheldur nægilega mikið af brennisteinsvetni til að hvarfast við allt súrefnið er hægt að dreifa vatninu beint til neytenda. Ef jarðhitavatnið inniheldur hins vegar ekkert eða of lítið af brennisteinsvetni er örlitlu magni af því bætt í jarðhitavatnið til að eyða mögulegu súrefni sem er til staðar í vatninu eða súrefni sem getur borist í vatnið í dreifikerfunum eða innanhússkerfum notenda.

Kalt vatn inniheldur ekki brennisteinsvetni en er mettað af súrefni. Þetta vatn hefur hverfandi tærandi áhrif á dreifikerfið meðan það er kalt en ef vatnið væri hitað upp og dreift til neytenda (eða dreift til neytenda og hitað upp með varmaskipti í hverju húsi fyrir sig) myndi það vera mjög tærandi fyrir vatnsleiðslurnar. Því er brugðið á það ráð að fjarlægja súrefnið úr kalda vatninu, sem á að hita upp, áður en því er dreift til neytenda. Það er gert með svonefndri afloftun. Til viðbótar er örlitlu brennisteinsvetni eða natrínsúlfíti (Na2SO3, sem hvarfast einnig hratt við súrefni), bætt út í vatnið til að eyða öllu súrefni sem getur borist í vatnið áður en það nær áfangastað.

Mismikil brennisteinsvetnislykt af heitu vatni getur stafað af uppruna heita vatnsins og líka hitastigi vatnsins; brennisteinsvetnið losnar nefnilega betur úr vatninu því heitara sem vatnið er. Ef við dveljum einhverja stund þar sem brennisteinsvetni er finnum við minni lykt af því með tímanum því lyktarnemar okkar mettast.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.9.2022

Spyrjandi

Margrét Rósa Einarsdóttir, Georg Finnur Wiencke Pétursson, Hjördís Anna Haraldsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?“ Vísindavefurinn, 27. september 2022, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76796.

Emelía Eiríksdóttir. (2022, 27. september). Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76796

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2022. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76796>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni?
  • Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu?

Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni brennisteinsvetni (H2S) og finnur fólk lyktina sérstaklega þegar farið er í sturtu en einnig á hverasvæðum. Brennisteinsvetni á upptök sín í kvikuinnskotum í skorpu jarðar en þaðan getur það borist í jarðhitavatn ofar í skorpunni. Mest allt jarðhitavatn í jarðhitageymunum (þaðan sem við dælum jarðhitavatninu) inniheldur því brennisteinsvetni og er magn þess mismunandi eftir uppruna jarðhitavatnsins.

Jarðhitavatn inniheldur lítið eða ekkert súrefni. Súrefni í vatni er mikill skaðvaldur því það tærir stálvatnsleiðslurnar í dreifikerfum og innanhússkerfum notenda. Þetta á aðallega við um heitt vatn og upphitað vatn. Það er því afar mikilvægt að eyða öllu súrefni í heitavatnskerfinu. Brennisteinsvetni hvarfast einnig við járn í stálvatnsleiðslunum en myndefnið, brennisteinssúlfíð (FeS), myndar varnarhúð innan á stálpípunum og hefur því ekki tærandi áhrif.

Lyktin sem stundum finnst af heitu vatni á Íslandi stafar af loftegundinni brennisteinsvetni sem á upptök sín í kvikuinnskotum í skorpu jarðar.

Svo heppilega vill til að þegar brennisteinsvetni og súrefni mætast hvarfast þau á örskömmum tíma þar til annað þeirra er uppurið. Ef jarðhitavatn inniheldur nægilega mikið af brennisteinsvetni til að hvarfast við allt súrefnið er hægt að dreifa vatninu beint til neytenda. Ef jarðhitavatnið inniheldur hins vegar ekkert eða of lítið af brennisteinsvetni er örlitlu magni af því bætt í jarðhitavatnið til að eyða mögulegu súrefni sem er til staðar í vatninu eða súrefni sem getur borist í vatnið í dreifikerfunum eða innanhússkerfum notenda.

Kalt vatn inniheldur ekki brennisteinsvetni en er mettað af súrefni. Þetta vatn hefur hverfandi tærandi áhrif á dreifikerfið meðan það er kalt en ef vatnið væri hitað upp og dreift til neytenda (eða dreift til neytenda og hitað upp með varmaskipti í hverju húsi fyrir sig) myndi það vera mjög tærandi fyrir vatnsleiðslurnar. Því er brugðið á það ráð að fjarlægja súrefnið úr kalda vatninu, sem á að hita upp, áður en því er dreift til neytenda. Það er gert með svonefndri afloftun. Til viðbótar er örlitlu brennisteinsvetni eða natrínsúlfíti (Na2SO3, sem hvarfast einnig hratt við súrefni), bætt út í vatnið til að eyða öllu súrefni sem getur borist í vatnið áður en það nær áfangastað.

Mismikil brennisteinsvetnislykt af heitu vatni getur stafað af uppruna heita vatnsins og líka hitastigi vatnsins; brennisteinsvetnið losnar nefnilega betur úr vatninu því heitara sem vatnið er. Ef við dveljum einhverja stund þar sem brennisteinsvetni er finnum við minni lykt af því með tímanum því lyktarnemar okkar mettast.

Heimildir og mynd:...