Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1664 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?

Erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu er meðal annars sá að skjótt er ríkjandi eiginleiki en slettuskjótt er víkjandi. Af þessu leiðir að það er nóg fyrir folaldið að fá erfðavísi fyrir skjóttu frá öðru foreldrinu, þá verður það skjótt. Á ríkjandi skjóttum hrossum eru hvítu skellurnar oftast á ofan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?

Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi?

Jaðrakan (Limosa limosa) er stór og háfættur votlendisfugl af snípuætt sem verpir meðal annars á Íslandi og víða í Mið-Evrópu og í Rússlandi allt austur að ströndum Kyrrahafs. Þeir jaðrakanar sem verpa hér á landi eru flokkaðir í deilitegundina islandica eins og þeir sem verpa í Færeyjum. Talið er að heimsstofninn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru hlutverk heilakönguls og heiladinguls?

Bæði heilaköngull og heiladingull eru innkirtlar og framleiða því hormón. Heilaköngull (e. pineal gland, lat. epiphysis) er lítið líffæri, um 1 cm á lengd, sem er í laginu eins og furuköngull. Það er staðsett rétt fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum?

Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og braut hennar liggur að meðaltali í um 2,9 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni eða 19,22 AU. Að þvermáli er Úranus 51.800 km um miðbaug og er því þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins, fjórum sinnum stærri og 14,5 sinnum massameiri en jörðin. Þvermál Úranusar er...

category-iconHeimspeki

Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?

Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...

category-iconHeimspeki

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Fyrir hvaða rannsóknir voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2019 veitt?

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2019 voru veitt annars vegar fyrir rannsóknir sem snúa að heimsfræði og hins vegar fyrir mælingar á fjarreikistjörnum. Störf verðlaunahafanna eiga það sameiginlegt að auka skilning okkar á þróun alheimsins og sérstöðu jarðarinnar. Prófessor James E. Peebles fékk verðlaunin fyr...

category-iconHugvísindi

Hver dó fyrstur vegna byssu?

Það er engin leið að segja til um það hver sá var sem fyrstur dó vegna byssu. Ástæðan er sú að við vitum ekki hvenær fyrst var skotið úr byssu, hvar nákvæmlega það átti sér stað eða hverjir þar voru að verki. Eins vitum við ekki hvort sá sem fyrstur dó vegna byssu hafi látist vegna þess að byssunni var beint a...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina?

Jón gamli var bóndi í Árnessýslu og gamaldags í háttum. Hann rak bú sitt líkt og faðir hans hafði gert forðum og hélt fast í gamla siði. Jón hafði til dæmis aldrei komist upp á lagið með að nota mjólkurvélar, en mjólkaði þess í stað sjálfur í könnur og bar í hús. Það var svo einn fagran Hvítasunnudag að Jón gam...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?

Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?

Eðlis- og efnafræðingurinn Alessandro Volta fæddist í borginni Como á Langbarðalandi á Norður-Ítalíu árið 1745 og lést í bænum Camnago árið 1827. Hann er þekktur sem einn af brautryðjendum rafsegulfræðinnar og því til áréttingar er einingin um rafspennu, volt, einmitt kennd við hann. Árið 1774 var hann ráðinn s...

category-iconEfnafræði

Hvað er fitusprenging og hvernig er mjólk fitusprengd?

Hér er einnig svarað spurningunum:Tíu ára syni mínum langar svo að vita hvað fitusprenging í mjólk er. Hvernig virkar fitusprenging í mjólkurafurðum? Þ.e.a.s hvernig fer hún fram? Mjólk sem kemur beint úr spenum kúa inniheldur um 3,8-4,2% fituefni á formi fitukúla (e. fat globules). Þessar fitukúlur eru um 0,1...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?

Í fornu máli voru tölurnar frá 30 til 90 myndaðar á þann hátt að við tölurnur 3, 4 og svo framvegis var skeytt orðinu tigr eða tugr (einnig ritað tegr, tøgr), það er þrír tiger, fiórir tiger og beygðust þá báðir liðir talnanna, til dæmis þrjá tigu, fióra tigu (þf.). Aðrar tölur, eins og fimm, sex, sjö og svo framv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru staraungar lengi í hreiðri? Er að fara klæða utan um húsið mitt og það er starahreiður í því, þarf helst að losna við það í gær! Starinn (Sturnus vulgaris) byrjar venjulega að verpa um mánaðamótin apríl/maí og tekur útungun eggja um 13 daga. Þá tekur við stíf vinna...

Fleiri niðurstöður