Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1159 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?

Til að byrja með er ágætt að hafa í huga að gera verður greinarmun á því í hvaða samhengi orðið gæði er notað. Til dæmis er unnt að tala um gæði í samhengi gæsku eða góðmennsku og þá mætti segja að einhver sé gæðasál. Aftur á móti vísar spyrjandi hér til gæða í merkingunni eiginleiki (e. quality). Betur fer að ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?

Á kynþroskaskeiðinu verða ákveðnar breytingar í húðinni, fitukirtlar stækka og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne). Eins og annað í líkamanum ræðst gerð húðarinnar og eiginleikar hennar að mi...

category-iconLæknisfræði

Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?

Andhistamín, er hópur lyfja, sem við Íslendingar köllum rangnefninu ofnæmistöflur. Andhistamín keppa um sæti á svo kölluðum histamín-viðtækjum við histamín, sem er eitt aðalboðefnið við ofnæmisviðbrögð og veldur miklum roða, kláða og bjúg í húðinni og bjúg og samdrætti í sléttum vöðvum í innri líffærum. Andhis...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu mikið blóð kemur þegar konur hafa blæðingar?

Þegar konur hafa tíðir missa þær að meðaltali um 35 ml af blóði en allt frá 10 til 80 ml er talið eðlilegt. Blóðið er upprunnið í æðum í legslímunni sem brotnar niður ef engin frjóvgun verður í tíðahringnum. Það kann að koma einhverjum á óvart hversu lítið blóð þetta í raun er. En í því sambandi er rétt að haf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?

Dægurvilla er líkamleg og andleg vanlíðan vegna ferðalags milli tímabelta (í vestur- eða austurátt) sem raskar dægursveiflu líkamans. Dægursveifla líkamans er líkamsstarfsemi sem endurtekur sig á 24 klukkustunda fresti, svokölluð líkamsklukka. Næstum allir lífeðlisfræðilegir ferlar líkamans hafa takt eða mynst...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eftir hverjum heita stóru brandajól?

Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað eru stóru brandajól? Þar er bæði fjallað um brandajól og stóru brandajól en talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands segir þetta um forliðinn „branda-“ í orðinu: Um...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?

Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Tófan settist að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en hingað komst hún á hafís. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er allt í kringum Norðurheimskautið, bæði á meginlöndum og eyjum...

category-iconHeimspeki

Hvað er níhílisti?

Níhilisti er einstaklingur sem aðhyllist níhilisma. Nafnið er dregið af latnenska orðinu 'nihil', ekkert, og gefur til kynna að heimspekilegur níhilismi er heimspeki neitunar. Þannig neitar siðfræðilegur níhilisti því að unnt sé að réttlæta eða gagnrýna siðferðilega dóma, meðal annars á þeirri forsendu að siðferði...

category-iconBókmenntir og listir

Fyrir hvað stendur JRR í nafni Tolkiens?

Tolkien hét fullu nafni John Ronald Reuel Tolkien en af þessum nöfnum var Ronald oftast notað. Reuel var eins konar ættarnafn: Faðir hans hét Arthur Reuel og synir hans báru einnig þetta nafn. Eftirnafn hans er þýskættað en föðurfjölskylda hans mun hafa flutt frá Saxlandi (Sachsen) til Englands á 18. öld. Sjálfur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf í Perú?

Fá lönd í heiminum státa af jafn fjölbreyttu dýralífi og Perú. Í grófum dráttum má skipta Perú í þrennt. Austurhluti landsins tilheyrir Amasonlægðinni en hitabeltisregnskógar hennar þekja um 60% af landinu. Hið fjölskrúðuga dýralíf Perú má mikið til rekja til þessa svæðis. Um miðbik landsins frá norðvestri til su...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig var skessujurt notuð til lækninga?

Skessujurt (Levisticum officinale, e. lovage) er af sveipjurtaætt (Apiacea). Hún er venjulega um 1-1½ metri á hæð en getur þó orðið yfir 2 metrar. Hérlendis ber plantan venjulega blóm í júlí og eru þau gulgræn að lit. Skessujurtin er upprunnin í Suður-Evrópu við Miðjarðarhafið en barst þaðan norður eftir álfun...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?

Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnile...

category-iconEfnafræði

Er hægt að búa til gler úr íslenskum fjörusandi og hvar er hægt að fá kalsín og natrín á Íslandi?

Gler er undirkældur vökvi, nefnilega vökvi sem ekki nær að kristallast þótt hann kólni niður fyrir bræðslumark sitt. Þetta efnisform fæst með snöggkælingu á heitum fljótandi efnismassa. Náttúrlegt gler er til dæmis hrafntinna og basaltgler – efni sem myndu kristallast í granófýr/granít og grágrýti/gabbró ef þau kó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Í hvaða bergtegundum finnst gull?

Eins og önnur efni jarðskorpunnar er gull upphaflega komið með bergbráð úr jarðmöttlinum. Í skorpunni hefur það svo safnast aðallega í kísilríkt (súrt) storkuberg, einkum granít. Þó finnst það einnig í basísku bergi; til dæmis eru uppi áætlanir um að nema gull úr stórum gabbró-hleif á Austur-Grænlandi (Skærgård) þ...

category-iconMálstofa

Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofna...

Fleiri niðurstöður