Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er dýralíf í Perú?

Jón Már Halldórsson

Fá lönd í heiminum státa af jafn fjölbreyttu dýralífi og Perú. Í grófum dráttum má skipta Perú í þrennt. Austurhluti landsins tilheyrir Amasonlægðinni en hitabeltisregnskógar hennar þekja um 60% af landinu. Hið fjölskrúðuga dýralíf Perú má mikið til rekja til þessa svæðis. Um miðbik landsins frá norðvestri til suðausturs liggur hinn mikli Andesfjallgarður þar sem dýralífið er mjög frábrugðið tegundaauðugu skóglendi Amasonsvæðisins. Vestan Andesfjalla, við Kyrrahafsströndina, eru eyðimerkursvæði þar sem fánan er gerólík hinum svæðunum tveimur.

Það yrði allt of langt mál að telja upp allar dýrategundir sem lifa í Perú. Sem dæmi má nefna að alls verpa þar um 1780 fuglategundir, þar af eru um 120 einlendar (e. endemic) tegundir, sem merkir að þær finnast ekki annars staðar. Talið er að spendýrategundir í og við Perú séu 466, þar af eru 32 tegundir prímata og 33 tegundir sjávarspendýra sem lifa úti fyrir strönd landsins.

Á Amasonsvæði Perú er dýralífið mjög fjölskrúðugt. Enginn veit með vissu hversu margar dýrategundir lifa þar og sjálfsagt mun það aldrei koma í ljós þar sem hratt gengur á skógana og fjöldi óþekktra dýrategunda hverfur með honum. Sumir dýrafræðingar hafa giskað á að yfir 100 þúsund tegundir lifi á svæðinu en aðrir nefna mun hærri tölur, jafnvel eina milljón tegunda.

Einkennisdýr skógarsvæðisins eru meðal annars fjallaljón, jagúar, tapírar, otrar og fuglategundir eins og arnpáfar (e. macaw), piparfuglar (e. toucan) og hinn mikilfenglegi harpörn (Harpia harpyja). Skordýrafræðingar telja að allt að fjögur þúsund fiðrildategundir finnist á svæðinu en slíkur aragrúi fiðrildategunda þekkist ekki annars staðar.



Allt að 13% af flatarmáli Perú er verndað á einhvern hátt. Meðal annars eru 10 þjóðgarðar (e. national parks) og 9 verndarsvæði (e. national reserves). Stærst þessara svæða er Pacaya-Samiria sem er stórfenglegt regnskógarsvæði í norðurhluta Perú með mörgum af sjaldséðustu dýrum Amasonsvæðisins. Svæðið er rúmlega 2 milljónir hektara að stærð. Næst því að stærð er Manuþjóðgarðurinn sem er regnskógarsvæði og Bahuaja-Sonone djúpt í Amasonsvæðinu en vistfræðingar hafa nefnt það tegundaríkasta svæði jarðar.

Manuþjóðgarðurinn er vinsæll áfangastaður ferðamanna vegna fjölda fugla og stórra spendýra. Þar er að finna um 1200 tegundir af fiðrildum, 1000 tegundir fugla og 200 tegundir spendýra auk fjölda skriðdýra-, froskdýra- og skordýrategunda. Meðal þeirra rándýra sem finnast í Manuþjóðgarðinum og víðar á Amasonsvæðinu eru fimm tegundir katta (Felidae) og tvær tegundir hunda (Canidae). Stærsta nagdýr heimsins, Capybara, er tiltölulega algengt á votlendisflákum svæðisins og þétt inni í skógunum lifa fjölmargar tegundir apa og perlusvína.



Dýralíf í Andesfjöllum er mjög frábrugðið Amasonsvæðinu. Þó svæðið sé ekki eins tegundaauðugt og regnskógarnir þá er dýralífið engu að síður fjölbreytt. Einkennisdýr fjalllendisins eru lamadýr. Nokkrar hjarðir lamadýra lifa villtar en langflest dýrin tilheyra bændum Andesfjallanna og veita íbúum svæðisins mjólk, ull og kjöt. Konungur Andesfjallanna er þó kondórinn en hann er stærsti fleygi fugl í heimi og svífur þöndum vængjum um fjallasalina. Fjallaljón finnast í fjalllendinu í talsverðum mæli.



Austan Andesfjalla ríkir eyðimerkurloftslag og setur það mark sitt á dýralíf þess svæðis. Við Kyrrahafsströnd Perú er þó mjög fjölskrúðugt fuglalíf og úti fyrir ströndinni er að finna margar tegundir sjávarspendýra og fjöldann allan af fisktegundum.

Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi dýralíf í Perú en eins og svarið gefur til kynna eru þar ógrynni af tegundum og ógerningur að telja þær allar upp.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.6.2004

Spyrjandi

Valdís Þorgeirsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralíf í Perú?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4309.

Jón Már Halldórsson. (2004, 2. júní). Hvernig er dýralíf í Perú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4309

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralíf í Perú?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4309>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er dýralíf í Perú?
Fá lönd í heiminum státa af jafn fjölbreyttu dýralífi og Perú. Í grófum dráttum má skipta Perú í þrennt. Austurhluti landsins tilheyrir Amasonlægðinni en hitabeltisregnskógar hennar þekja um 60% af landinu. Hið fjölskrúðuga dýralíf Perú má mikið til rekja til þessa svæðis. Um miðbik landsins frá norðvestri til suðausturs liggur hinn mikli Andesfjallgarður þar sem dýralífið er mjög frábrugðið tegundaauðugu skóglendi Amasonsvæðisins. Vestan Andesfjalla, við Kyrrahafsströndina, eru eyðimerkursvæði þar sem fánan er gerólík hinum svæðunum tveimur.

Það yrði allt of langt mál að telja upp allar dýrategundir sem lifa í Perú. Sem dæmi má nefna að alls verpa þar um 1780 fuglategundir, þar af eru um 120 einlendar (e. endemic) tegundir, sem merkir að þær finnast ekki annars staðar. Talið er að spendýrategundir í og við Perú séu 466, þar af eru 32 tegundir prímata og 33 tegundir sjávarspendýra sem lifa úti fyrir strönd landsins.

Á Amasonsvæði Perú er dýralífið mjög fjölskrúðugt. Enginn veit með vissu hversu margar dýrategundir lifa þar og sjálfsagt mun það aldrei koma í ljós þar sem hratt gengur á skógana og fjöldi óþekktra dýrategunda hverfur með honum. Sumir dýrafræðingar hafa giskað á að yfir 100 þúsund tegundir lifi á svæðinu en aðrir nefna mun hærri tölur, jafnvel eina milljón tegunda.

Einkennisdýr skógarsvæðisins eru meðal annars fjallaljón, jagúar, tapírar, otrar og fuglategundir eins og arnpáfar (e. macaw), piparfuglar (e. toucan) og hinn mikilfenglegi harpörn (Harpia harpyja). Skordýrafræðingar telja að allt að fjögur þúsund fiðrildategundir finnist á svæðinu en slíkur aragrúi fiðrildategunda þekkist ekki annars staðar.



Allt að 13% af flatarmáli Perú er verndað á einhvern hátt. Meðal annars eru 10 þjóðgarðar (e. national parks) og 9 verndarsvæði (e. national reserves). Stærst þessara svæða er Pacaya-Samiria sem er stórfenglegt regnskógarsvæði í norðurhluta Perú með mörgum af sjaldséðustu dýrum Amasonsvæðisins. Svæðið er rúmlega 2 milljónir hektara að stærð. Næst því að stærð er Manuþjóðgarðurinn sem er regnskógarsvæði og Bahuaja-Sonone djúpt í Amasonsvæðinu en vistfræðingar hafa nefnt það tegundaríkasta svæði jarðar.

Manuþjóðgarðurinn er vinsæll áfangastaður ferðamanna vegna fjölda fugla og stórra spendýra. Þar er að finna um 1200 tegundir af fiðrildum, 1000 tegundir fugla og 200 tegundir spendýra auk fjölda skriðdýra-, froskdýra- og skordýrategunda. Meðal þeirra rándýra sem finnast í Manuþjóðgarðinum og víðar á Amasonsvæðinu eru fimm tegundir katta (Felidae) og tvær tegundir hunda (Canidae). Stærsta nagdýr heimsins, Capybara, er tiltölulega algengt á votlendisflákum svæðisins og þétt inni í skógunum lifa fjölmargar tegundir apa og perlusvína.



Dýralíf í Andesfjöllum er mjög frábrugðið Amasonsvæðinu. Þó svæðið sé ekki eins tegundaauðugt og regnskógarnir þá er dýralífið engu að síður fjölbreytt. Einkennisdýr fjalllendisins eru lamadýr. Nokkrar hjarðir lamadýra lifa villtar en langflest dýrin tilheyra bændum Andesfjallanna og veita íbúum svæðisins mjólk, ull og kjöt. Konungur Andesfjallanna er þó kondórinn en hann er stærsti fleygi fugl í heimi og svífur þöndum vængjum um fjallasalina. Fjallaljón finnast í fjalllendinu í talsverðum mæli.



Austan Andesfjalla ríkir eyðimerkurloftslag og setur það mark sitt á dýralíf þess svæðis. Við Kyrrahafsströnd Perú er þó mjög fjölskrúðugt fuglalíf og úti fyrir ströndinni er að finna margar tegundir sjávarspendýra og fjöldann allan af fisktegundum.

Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi dýralíf í Perú en eins og svarið gefur til kynna eru þar ógrynni af tegundum og ógerningur að telja þær allar upp.

Heimildir og myndir:...