Þú ættir að líta á þetta myndband, gæðin eru mikil, annað en myndbandið sem ég sýndi þér í gær, þar voru gæðin aldeilis lítil.Eins er talað um 'meiri eða minni gæði' fremur en 'betri eða verri gæði'. Segja má að gæði séu alltaf góð og þannig sé ekki hægt að tala um 'góð eða vond gæði', heldur einungis 'mismikil gæði'. Heimildir:
- Málfarsbanki Íslenskrar málstöðvar. (Skoðað 15.5.2012).
- Íslensk orðabók. 4. útg., byggð á 3. prentun frá 2005 með allnokkrum breytingum. Mörður Árnason ritstjóri. Edda, Reykjavík 2007.
- Television - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 15.5.2012).
Er til eitthvað sem heitir 'góð eða léleg gæði'? Þetta orðalag hefur mikið verið notað á vefsíðum til að lýsa myndgæðum myndbanda sem hlaðið er niður. Er til íslenskt orð til að lýsa þessu eða er þetta eitthvað sem mun enda í orðabókum?