Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1034 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er kraftur sama og orka?

Nei, kraftur og orka eru ólík fyrirbæri eins og þeim er lýst í eðlisfræði. Ef verkað er með krafti á hlut breytist hraði hans, hann fær hröðun eins og það er kallað. Þegar bolta er kastað upp í loft verkar höndin sem kastar með krafti á boltann, hann fær hraða upp og flýgur upp í loft. En þyngdarkrafturinn verkar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til margar gerðir af marglyttum? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim?

Til eru fjölmargar tegundir af marglyttum, sennilega um 200. Sumar tegundir geta orðið allt að 2 metrar í þvermál. Brennihvelja (Cyanea capillata) er ein stærsta marglyttutegund heims, getur orðið allt að 2 metrar í þvermál. Þessi tegund finnst við Ísland en ekki svona stórir einstaklingar. Ástæðan fyrir þv...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er kóbraslanga?

Kóbraslanga er samheiti yfir slöngur sem hafa þannig beinabyggingu að hálssvæðið getur flast út og myndað nokkurs konar hringlaga form. Þær búa í heitustu hlutum Afríku, Ástralíu og Asíu og eru sérstakt eftirlæti slöngutemjara vegna þess hversu hættulegar þær eru; það gerir atriðið spennandi. Allar kóbraslöngur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?

Svokallaðir gullfiskar eru strangt til tekið aðeins ein tegund, Carassius auratus, en sú venja hefur skapast að kalla alla gulllitaða fiska í fiskabúrum og tjörnum þessu nafni. Gullfiskar tilheyra ætt karpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu. Náttúrulegir gullfiskar eru ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef varmi/hiti leitar upp, leitar kuldi þá eitthvað?

Eins og fram kemur í svari ÞV við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? þá er kuldi eiginlega ekki sjálfstæður eiginleiki, heldur eingöngu skortur á hita. Því má líka segja að kuldi leiti í öfuga stefnu við hita. En eins og fram kemur hér á eftir er það ekki nákvæmlega rétt ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?

Það sem við köllum bruna er ákveðin tegund efnahvarfa þar sem eldsneytið eða efnið sem brennur tekur upp súrefni, öðru nafni ildi, og ný efnasambönd myndast. Við venjulegar aðstæður kemur súrefnið úr andrúmsloftinu enda er súrefni um fimmtungur í venjulegu lofti hér á jörðinni. Ef við erum stödd langt úti í geimnu...

category-iconLandafræði

Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?

Snæfellsnes, eða nánar tiltekið Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, er að flatarmáli samtals 2.198 ferkílómetrar (km2). Af því eru 1674,5 km2 (76,2%) gróið land, 76 km2 (3,5%) eru þaktir vatni (að meðtöldum nokkrum innfjarðarósum), 15,5 km2 (0,7%) eru undir jökli, en 432 km2 (19,6%) er land sem er minna en hálfgróið,...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?

Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum...

category-iconUmhverfismál

Hversu mikið vatn notar hver Íslendingur á ári að meðaltali?

Endurnýjanlegar ferskvatnsauðlindir Íslendinga eru umtalsverðar eða um 666.667 rúmmetrar á mann á ári. Til samanburðar eru vatnsauðlindir í mörgum Afríkuríkjum minni en 1000 rúmmetrar á mann á ári. Helstu ferskvatnsbirgðir Íslendinga eru í jöklum en úrkoma er einnig veruleg við suðurströnd landsins eða allt...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara?

Beltisþari (Laminaria saccharina) telst til brúnþörunga (Fucophyceae). Hann finnst allt í kringum landið og vex neðst í fjöru og allt niður á 25 metra dýpi. Kjörbotngerð beltisþarans er malarbotn. Á heimsvísu vex hann allt í kringum norðurhvel jarðar frá Norður-Rússlandi og Skandinavíu suður til Galisíu á Spáni. B...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur haförn drepið álft?

Undir ákveðnum kringumstæðum getur haförn vissulega drepið álft, til dæmis ef álftin er aðframkomin vegna meiðsla eða annars sem haft hefur áhrif á heilbrigði hennar og styrk. Það er hins vegar afar ólíklegt að haförn leggi í fullvaxna og fullfríska álft þar sem þær eru geysilega sterkir fuglar. Hætt er við að slí...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er eþos?

Gríska orðið eþos merkir siður eða venja eða karakter. Það var mikilvægt hugtak í mælskufræði Aristótelesar og er þaðan komið í bókmenntafræði nútímans. Í mælskufræði sinni gerir Aristóteles greinarmun á ólíkum tegundum sannana sem ræðumaðurinn getur notað til að styðja mál sitt og sannfæra áheyrendur. Annars v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af hestum?

Tegund er hópur lífvera sem eru eins í meginatriðum og geta átt saman frjó afkvæmi. Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea og tilheyra allir sömu tegundinni. Því er venjan að tala frekar um mismunandi hestakyn en hestategundir, rétt eins og talað er um hundakyn og kattakyn frekar en hunda- eða katta...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?

Kalksvifþörungar (Coccolithophore) finnast í efstu lögum sjávar. Þeir teljast til svokallaðra frumframleiðenda, það er þeir mynda flókin lífræn efni úr einföldum ólífrænum efnum við ljóstillífun. Lífverur eins og kalksvifþörungar og aðrir hópar sviflægra þörunga, til dæmis skoruþörungar (Dinophyceae) og kísilþörun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst?

Holugeitungar (Paravespula vulgaris) stinga þegar þeim finnst sér ógnað. Sá sem verður fyrir stungu holugeitungs þarf ekki endilega að ógna honum á neinn hátt, frá sínum bæjardyrum séð, þótt geitungurinn meti aðstæður á annan hátt. Skilningur á kringumstæðum getur verið mjög misjafn eftir því hver á í hlut, hvort ...

Fleiri niðurstöður