Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er eþos?

Geir Þ. Þórarinsson

Gríska orðið eþos merkir siður eða venja eða karakter. Það var mikilvægt hugtak í mælskufræði Aristótelesar og er þaðan komið í bókmenntafræði nútímans.

Í mælskufræði sinni gerir Aristóteles greinarmun á ólíkum tegundum sannana sem ræðumaðurinn getur notað til að styðja mál sitt og sannfæra áheyrendur. Annars vegar eru sönnunargögn eins og vitnisburður eða skjöl og annað þess háttar en ræðumaðurinn hefur ekki stjórn á því hvort eða hvaða sönnunargögn af þessu tagi eru fyrir hendi. Hins vegar getur ræðumaðurinn sjálfur tínt til ýmsar sannanir í ræðu sinni máli sínu til stuðnings. Þessum sönnunum skiptir Aristóteles í þrjá flokka:

  1. þær sem byggja á karakter (eþos)
  2. þær sem byggja á röksemdafærslum (logos)
  3. þær sem höfða til tilfinninga áheyrenda (paþos)


Samkvæmt Aristótelesi getur ræðumaðurinn byggt mál sitt á sönnunum sem skipta má í þrennt: Þær sem byggja á karakter, þær sem byggja á röksemdafærslum og þær sem höfða til tilfinninga áheyrenda.

Ræðumaðurinn getur byggt mál sitt á karakter bæði leynt og ljóst, til dæmis á sinni eigin persónu eða annarra, þar á meðal sakborningsins, kærandans eða vitnanna í dómsmáli. Hann getur til dæmis fært fyrir því rök að sakborningurinn sé kunnur heiðursmaður eða að vitnið sé þekktur lygari og þrjótur. Hann getur líka reynt að bregða upp ákveðinni mynd af sjálfum sér til dæmis sem reyndum stjórnmálamanni sem hefur hagsmuni borgaranna að leiðarljósi. Aristóteles fjallar í löngu máli um hvaða tegund sönnunar er við hæfi við hvert tækifæri.

Í ensku getur orðið ethos verið notað um einhvers konar lífsreglu sem einstaklingur eða hópur einstaklinga fylgir.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

14.2.2008

Spyrjandi

Signý Leifsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er eþos?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7066.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 14. febrúar). Hvað er eþos? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7066

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er eþos?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7066>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er eþos?
Gríska orðið eþos merkir siður eða venja eða karakter. Það var mikilvægt hugtak í mælskufræði Aristótelesar og er þaðan komið í bókmenntafræði nútímans.

Í mælskufræði sinni gerir Aristóteles greinarmun á ólíkum tegundum sannana sem ræðumaðurinn getur notað til að styðja mál sitt og sannfæra áheyrendur. Annars vegar eru sönnunargögn eins og vitnisburður eða skjöl og annað þess háttar en ræðumaðurinn hefur ekki stjórn á því hvort eða hvaða sönnunargögn af þessu tagi eru fyrir hendi. Hins vegar getur ræðumaðurinn sjálfur tínt til ýmsar sannanir í ræðu sinni máli sínu til stuðnings. Þessum sönnunum skiptir Aristóteles í þrjá flokka:

  1. þær sem byggja á karakter (eþos)
  2. þær sem byggja á röksemdafærslum (logos)
  3. þær sem höfða til tilfinninga áheyrenda (paþos)


Samkvæmt Aristótelesi getur ræðumaðurinn byggt mál sitt á sönnunum sem skipta má í þrennt: Þær sem byggja á karakter, þær sem byggja á röksemdafærslum og þær sem höfða til tilfinninga áheyrenda.

Ræðumaðurinn getur byggt mál sitt á karakter bæði leynt og ljóst, til dæmis á sinni eigin persónu eða annarra, þar á meðal sakborningsins, kærandans eða vitnanna í dómsmáli. Hann getur til dæmis fært fyrir því rök að sakborningurinn sé kunnur heiðursmaður eða að vitnið sé þekktur lygari og þrjótur. Hann getur líka reynt að bregða upp ákveðinni mynd af sjálfum sér til dæmis sem reyndum stjórnmálamanni sem hefur hagsmuni borgaranna að leiðarljósi. Aristóteles fjallar í löngu máli um hvaða tegund sönnunar er við hæfi við hvert tækifæri.

Í ensku getur orðið ethos verið notað um einhvers konar lífsreglu sem einstaklingur eða hópur einstaklinga fylgir.

Mynd:...