Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kóbraslanga?

Klara J. Arnalds

Kóbraslanga er samheiti yfir slöngur sem hafa þannig beinabyggingu að hálssvæðið getur flast út og myndað nokkurs konar hringlaga form. Þær búa í heitustu hlutum Afríku, Ástralíu og Asíu og eru sérstakt eftirlæti slöngutemjara vegna þess hversu hættulegar þær eru; það gerir atriðið spennandi.

Allar kóbraslöngur eru með stuttar vígtennur fremst í munninum en þær innihalda eitur sem getur eyðilagt taugakerfið. Þegar kóbraslöngur hafa bitið menn hefur hefur það reynst banvænt í tíu prósentum tilvika. Þetta á við almennt um allar tegundir en fyrir sumar tegundir er hlutfallið mun hærra.

Kóbraslöngur nærast aðallega á litlum hryggdýrum. Þær eignast ýmist lifandi unga eða verpa eggjum.

Stærsta slangan úr þessum flokki er kóngakóbran (Ophiophagus hannah) sem fyrirfinnst allt frá Suður-Kína til Filippseyja og Indónesíu. Hún er oft 3,6 metra löng en sú stærsta sem skráð hefur verið var 5,6 metrar. Slöngur af þessari tegund verpa 20-30 eggjum í hreiður úr laufblöðum. Þær ráðast langmest á aðrar slöngur og snáka og eiga það til að ráðast á fólk, þrátt fyrir að það leiði sjaldan til dauðsfalla.

Aðrar tegundir úr þessum flokki eru til dæmis: Indversk kóbra (Naja naja), svarthálskóbra (Naja nigrollis) og egypsk Kóbra (Naja haje)

Heimild: Britannica

Myndir: National Geographic

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

nemandi í Landakotsskóla

Útgáfudagur

27.4.2001

Spyrjandi

Símon Már Sturluson

Tilvísun

Klara J. Arnalds. „Hvað er kóbraslanga?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1540.

Klara J. Arnalds. (2001, 27. apríl). Hvað er kóbraslanga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1540

Klara J. Arnalds. „Hvað er kóbraslanga?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1540>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kóbraslanga?
Kóbraslanga er samheiti yfir slöngur sem hafa þannig beinabyggingu að hálssvæðið getur flast út og myndað nokkurs konar hringlaga form. Þær búa í heitustu hlutum Afríku, Ástralíu og Asíu og eru sérstakt eftirlæti slöngutemjara vegna þess hversu hættulegar þær eru; það gerir atriðið spennandi.

Allar kóbraslöngur eru með stuttar vígtennur fremst í munninum en þær innihalda eitur sem getur eyðilagt taugakerfið. Þegar kóbraslöngur hafa bitið menn hefur hefur það reynst banvænt í tíu prósentum tilvika. Þetta á við almennt um allar tegundir en fyrir sumar tegundir er hlutfallið mun hærra.

Kóbraslöngur nærast aðallega á litlum hryggdýrum. Þær eignast ýmist lifandi unga eða verpa eggjum.

Stærsta slangan úr þessum flokki er kóngakóbran (Ophiophagus hannah) sem fyrirfinnst allt frá Suður-Kína til Filippseyja og Indónesíu. Hún er oft 3,6 metra löng en sú stærsta sem skráð hefur verið var 5,6 metrar. Slöngur af þessari tegund verpa 20-30 eggjum í hreiður úr laufblöðum. Þær ráðast langmest á aðrar slöngur og snáka og eiga það til að ráðast á fólk, þrátt fyrir að það leiði sjaldan til dauðsfalla.

Aðrar tegundir úr þessum flokki eru til dæmis: Indversk kóbra (Naja naja), svarthálskóbra (Naja nigrollis) og egypsk Kóbra (Naja haje)

Heimild: Britannica

Myndir: National Geographic

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....