Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 561 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins?

Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er tilgangurinn með hvalveiðum Íslendinga í rannsóknaskyni?

Á síðastliðnu vori kynnti Hafrannsóknastofnunin tveggja ára áætlun um veiðar þriggja hvalategunda í rannsóknaskyni. Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að rannsóknaveiðarnar stæðu í tvö ár og hvort ár yrðu veiddar 100 hrefnur á tímabilinu maí-september. Auk þess var gert ráð fyrir veiðum á 100 langreyðum og 50...

category-iconLæknisfræði

Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?

Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta vísindin spáð eldgosum?

Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni ...

category-iconSálfræði

Getum við munað eftir einhverju sem gerðist í lífi okkar fyrir þriggja ára aldur?

Ólíklegt er að fullorðið fólk muni eftir atburðum sem gerðust fyrir þriggja eða fjögurra ára aldur. Þetta kallast bernskuóminni (e. infantile amnesia, childhood amnesia) og hefur lengi verið þekkt. Á seinni árum hafa bæði hugrænir sálfræðingar (e. cognitive psychologists) og hugfræðingar (e. cognitive scientis...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er síðnýlendustefna?

Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?

Jurtir hafa verið notaðar frá örófi alda í bæði í hefðbundinni og óhefðbundinni lyfja- og læknisfræði. Innihaldsefni plantna eru breytileg í mismunandi plöntulíffærum (til dæmis rót, fræ, blöð og börkur) og einnig eftir vaxtarstað, uppskerutíma, meðhöndlun eftir uppskeru og vinnsluaðferð. Á síðustu áratugum hef...

category-iconLæknisfræði

Getur DNA-próf sagt til um réttan föður ef bræður og faðir þeirra koma allir til greina?

Hér er einnig fleiri spurningum svarað: Hvað er það í erfðarefninu sem greinir óskylda frá skyldum og er það öruggt? (spyrjandi Jóhannes Jensson). Varðandi DNA-greiningu? Er hægt að greina með DNA-rannsóknum hvort systkini eru í raun og veru alsystkini eður ei? (spyrjandi Hilmar Snorrason). Í erfðaefni okka...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Arnalds rannsakað?

Ólafur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann fæst við rannsóknir á íslenskum jarðvegi og á ferlum sem móta yfirborð og ástand vistkerfa. Jarðvegur er mikilvæg grunneining vistkerfa. Vegna mikillar eldvirkni og áfoks myndast afar sérstakur jarðvegur hérlendis. Grunnrannsóknir á eðli, myndun o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?

Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í...

category-iconFornleifafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað?

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á fornleifafræði Norður Atlantshafs – Íslands og Grænlands – á víkingaöld og miðöldum. Orri hefur stjórnað uppgröftum víða um land, sérílagi á Norðausturlandi, til d...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?

Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna. Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?

Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað ...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru vísindagarðar?

Hugtakið vísindagarðar vísar til þyrpingar þekkingarfyrirtækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið slíkra garða er að tryggja öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi og ná þannig að skapa fyrirtækjum og viðkomandi háskólum samlegðaráhrif, báðum til hagsbóta. Elsta dæmið um orðið 'vísindagarðar' ...

Fleiri niðurstöður