Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á fornleifafræði Norður Atlantshafs – Íslands og Grænlands – á víkingaöld og miðöldum.

Orri hefur stjórnað uppgröftum víða um land, sérílagi á Norðausturlandi, til dæmis Gásum í Eyjafirði og Sveigakoti og Hofstöðum í Mývatnssveit. Hann stjórnaði einnig uppgrefti á biskupssetrinu Görðum á Grænlandi og hefur unnið að skráningu fornleifa bæði á Íslandi og Grænlandi. Rannsóknir hans beinast að landnámi, mótun samfélags í kjölfar landnáms og langtímaþróun hagkerfis og félagsgerðar.

Orri fæst einkum við rannsóknir á fornleifafræði Norður Atlantshafs – Íslands og Grænlands – á víkingaöld og miðöldum. Myndin er tekin í mýrinni á Görðum á Grænlandi.

Doktorsritgerð Orra, The Christianisation of Iceland, sem kom út árið 2000, fjallar um áhrif kristni og kirkju á þróun íslenskra samfélagsstofnanna og valdakerfa á 12. og 13. öld. Orri hefur grafið upp kirkjur á Neðra Ási í Hjaltadal og Gásum í Eyjafirði og rannsakað þróun sóknakerfisins og greftrunar í kristnum sið. Rannsóknir hans á þróun húsagerð og grafsiðar, á viðskiptum og þinghaldi, á örnefnum og byggðasögu, og á sjálfsmynd og valdakerfum skarast allar á sviði landsháttafornleifafræði.

Orri er ritstjóri Archaeologia islandica, alþjóðlegs tímarits um íslenska fornleifafræði.

Orri fæddist í Lundi í Svíþjóð 1967 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1986. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1990, MA-prófi í fornleifafræði frá University College London 1991 og doktorsprófi frá sama skóla 1996. Orri er einn stofnenda Fornleifastofnunar Íslands og var forstöðumaður Rannsókna- og kennslusviðs hennar frá 1995 til 2002 þegar hann varð lektor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið prófessor í fornleifafræði frá 2010.

Mynd:

Útgáfudagur

2.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75181.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 2. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75181

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75181>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað?
Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á fornleifafræði Norður Atlantshafs – Íslands og Grænlands – á víkingaöld og miðöldum.

Orri hefur stjórnað uppgröftum víða um land, sérílagi á Norðausturlandi, til dæmis Gásum í Eyjafirði og Sveigakoti og Hofstöðum í Mývatnssveit. Hann stjórnaði einnig uppgrefti á biskupssetrinu Görðum á Grænlandi og hefur unnið að skráningu fornleifa bæði á Íslandi og Grænlandi. Rannsóknir hans beinast að landnámi, mótun samfélags í kjölfar landnáms og langtímaþróun hagkerfis og félagsgerðar.

Orri fæst einkum við rannsóknir á fornleifafræði Norður Atlantshafs – Íslands og Grænlands – á víkingaöld og miðöldum. Myndin er tekin í mýrinni á Görðum á Grænlandi.

Doktorsritgerð Orra, The Christianisation of Iceland, sem kom út árið 2000, fjallar um áhrif kristni og kirkju á þróun íslenskra samfélagsstofnanna og valdakerfa á 12. og 13. öld. Orri hefur grafið upp kirkjur á Neðra Ási í Hjaltadal og Gásum í Eyjafirði og rannsakað þróun sóknakerfisins og greftrunar í kristnum sið. Rannsóknir hans á þróun húsagerð og grafsiðar, á viðskiptum og þinghaldi, á örnefnum og byggðasögu, og á sjálfsmynd og valdakerfum skarast allar á sviði landsháttafornleifafræði.

Orri er ritstjóri Archaeologia islandica, alþjóðlegs tímarits um íslenska fornleifafræði.

Orri fæddist í Lundi í Svíþjóð 1967 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1986. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1990, MA-prófi í fornleifafræði frá University College London 1991 og doktorsprófi frá sama skóla 1996. Orri er einn stofnenda Fornleifastofnunar Íslands og var forstöðumaður Rannsókna- og kennslusviðs hennar frá 1995 til 2002 þegar hann varð lektor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið prófessor í fornleifafræði frá 2010.

Mynd: