Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru vísindagarðar?

Ritstjórn Vísindavefsins

Hugtakið vísindagarðar vísar til þyrpingar þekkingarfyrirtækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið slíkra garða er að tryggja öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi og ná þannig að skapa fyrirtækjum og viðkomandi háskólum samlegðaráhrif, báðum til hagsbóta.

Elsta dæmið um orðið 'vísindagarðar' á vefnum Timarit.is er að finna í grein í Stúdentablaðinu frá árinu 1985. Í greininni fjallar þáverandi háskólarektor Guðmundur Magnússon um samstarf háskóla við fyrirtæki og sveitarfélög.[1]

Vísindagarðar gegna víða sívaxandi hlutverki við að efla og auka framþróun þekkingarhagkerfisins og þeir draga að sér ungt, menntað vinnuafl sem er mikilvægasta auðlindin í nútíma hagkerfum. Vísindagarðar eru frábrugðnir bæði venjulegu og sérhönnuðu fyrirtækjaumhverfi að því leyti að þeir byggja á samfélagi háskóla, þekkingarfyrirtækja og rannsóknarstofnana sem leggja hvert öðru lið með sambúðinni. Þannig verður styrkleiki heildarumhverfisins meiri en samanlagður styrkleiki þeirra sem einstök fyrirtæki. Alls staðar í þróuðum vestrænum þjóðfélögum er nú litið til slíkra þekkingarþyrpinga sem öflugrar aðferðar til að hraða og efla nýsköpun.

Stanford-háskóli í Bandaríkjunum er efstur á lista Times Higher Education yfir þá háskóla sem standa fremst í nýsköpun. Myndin sýnir tölvuteikningu af nýrri byggingu á háskólalóð hans sem mun hýsa nýsköpun í líflæknisfræði.

Háskóli Íslands er bæði öflugasti og stærsti rannsóknarháskóli landsins. Hann er staðsettur í miðborgarumhverfi og þess vegna hafa menn lengi áttað sig á því í nærumhverfi hans væru kjöraðstæður fyrir þróun nútímalegra vísindagarða. Háskólinn hefur hlutverki að gegna við miðlun þekkingar til atvinnulífs í þeim tilgangi að efla samkeppnishæfni. Markmið með vísindagörðum er að gefa fleiri fyrirtækjum og stofnunum kost á að staðsetja sig í háskólaumhverfi þar sem samlegðaráhrif atvinnulífs og rannsóknastofnana fá að njóta sín. Með vísindagörðum er stuðlað að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, byggð brú milli háskólasamfélagsins og atvinnulífsins og þannig stuðlað að aukinni verðmætasköpun.

Háskóli Íslands stofnaði eignarhaldsfélagið Vísindagarða Háskóla Íslands árið 2004. Félagið starfar í þágu almenningsheilla og er í eigu Háskóla Íslands (94,6%) og Reykjavíkurborgar (5,4%). Tilgangur þess er að efla vísindarannsóknir og nýsköpun með því að skapa kjöraðstæður til slíks í vísindagörðum á lóð Háskóla Íslands.

Uppbygging vísindagarða á lóð Háskóla Íslands.

Hlutverk Vísindagarða Háskóla Íslands er fyrst og fremst að vera alþjóðlega viðurkenndur vettvangur tækni- og þekkingarsamfélags á Íslandi sem á virkan hátt hlúir að og tengir saman frumkvöðla, fyrirtæki, háskóla, stofnanir og aðra hagsmunaaðila sem vinna að því að stórefla hagnýtingu rannsókna, nýsköpun og viðskiptaþróun til hagsældar og heilla fyrir land og þjóð.

Tilvísun:
  1. ^ Stúdentablaðið, 61. árgangur 1985, 3. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 6.06.2019).

Myndir:

Útgáfudagur

13.6.2019

Spyrjandi

Elísabet

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað eru vísindagarðar?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2019, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77680.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2019, 13. júní). Hvað eru vísindagarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77680

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað eru vísindagarðar?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2019. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77680>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru vísindagarðar?
Hugtakið vísindagarðar vísar til þyrpingar þekkingarfyrirtækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið slíkra garða er að tryggja öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi og ná þannig að skapa fyrirtækjum og viðkomandi háskólum samlegðaráhrif, báðum til hagsbóta.

Elsta dæmið um orðið 'vísindagarðar' á vefnum Timarit.is er að finna í grein í Stúdentablaðinu frá árinu 1985. Í greininni fjallar þáverandi háskólarektor Guðmundur Magnússon um samstarf háskóla við fyrirtæki og sveitarfélög.[1]

Vísindagarðar gegna víða sívaxandi hlutverki við að efla og auka framþróun þekkingarhagkerfisins og þeir draga að sér ungt, menntað vinnuafl sem er mikilvægasta auðlindin í nútíma hagkerfum. Vísindagarðar eru frábrugðnir bæði venjulegu og sérhönnuðu fyrirtækjaumhverfi að því leyti að þeir byggja á samfélagi háskóla, þekkingarfyrirtækja og rannsóknarstofnana sem leggja hvert öðru lið með sambúðinni. Þannig verður styrkleiki heildarumhverfisins meiri en samanlagður styrkleiki þeirra sem einstök fyrirtæki. Alls staðar í þróuðum vestrænum þjóðfélögum er nú litið til slíkra þekkingarþyrpinga sem öflugrar aðferðar til að hraða og efla nýsköpun.

Stanford-háskóli í Bandaríkjunum er efstur á lista Times Higher Education yfir þá háskóla sem standa fremst í nýsköpun. Myndin sýnir tölvuteikningu af nýrri byggingu á háskólalóð hans sem mun hýsa nýsköpun í líflæknisfræði.

Háskóli Íslands er bæði öflugasti og stærsti rannsóknarháskóli landsins. Hann er staðsettur í miðborgarumhverfi og þess vegna hafa menn lengi áttað sig á því í nærumhverfi hans væru kjöraðstæður fyrir þróun nútímalegra vísindagarða. Háskólinn hefur hlutverki að gegna við miðlun þekkingar til atvinnulífs í þeim tilgangi að efla samkeppnishæfni. Markmið með vísindagörðum er að gefa fleiri fyrirtækjum og stofnunum kost á að staðsetja sig í háskólaumhverfi þar sem samlegðaráhrif atvinnulífs og rannsóknastofnana fá að njóta sín. Með vísindagörðum er stuðlað að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, byggð brú milli háskólasamfélagsins og atvinnulífsins og þannig stuðlað að aukinni verðmætasköpun.

Háskóli Íslands stofnaði eignarhaldsfélagið Vísindagarða Háskóla Íslands árið 2004. Félagið starfar í þágu almenningsheilla og er í eigu Háskóla Íslands (94,6%) og Reykjavíkurborgar (5,4%). Tilgangur þess er að efla vísindarannsóknir og nýsköpun með því að skapa kjöraðstæður til slíks í vísindagörðum á lóð Háskóla Íslands.

Uppbygging vísindagarða á lóð Háskóla Íslands.

Hlutverk Vísindagarða Háskóla Íslands er fyrst og fremst að vera alþjóðlega viðurkenndur vettvangur tækni- og þekkingarsamfélags á Íslandi sem á virkan hátt hlúir að og tengir saman frumkvöðla, fyrirtæki, háskóla, stofnanir og aðra hagsmunaaðila sem vinna að því að stórefla hagnýtingu rannsókna, nýsköpun og viðskiptaþróun til hagsældar og heilla fyrir land og þjóð.

Tilvísun:
  1. ^ Stúdentablaðið, 61. árgangur 1985, 3. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 6.06.2019).

Myndir:

...