Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1241 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er íslenski ritháttur alþjóðaorðsins symphony (symfony)" sinfónía? M hefur breyst í N og Y hefur breyst í I. Rithátturinn sinfónía er nokkuð gamall í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá 1925 en á Tímarit.is frá 1926. Frá svipuðum tím...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni?

Tölubeyging sagnar er einfalt mál ef frumlagið er einfalt, til dæmis snjókoma, en málið getur vandast þegar það er samsett, til dæmis snjókoma og hríð. Svo gæti virst í fljótu bragði sem hér ætti einfaldlega að gilda samlagning („einn plús einn eru tveir“), samanber dæmi á borð við penninn og blýanturinn eru í tös...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Þórhallsdóttir rannsakað?

Guðrún Þórhallsdóttir er dósent í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Sérsvið hennar í námi var indóevrópsk samanburðarmálfræði, einkum samanburður germanskra mála, og fjallaði doktorsritgerð hennar um efni á sviði frumgermanskrar hljóðsögu. Þegar hún tók við starfi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru í allra mestri útrýmingarhættu?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða dýr eru núna í útrýmingarhættu? Höfundur þessa svars hefur þegar svarað nokkrum spurningum á Vísindavefnum um sjaldgæf dýr og dýr í útrýmingarhættu:Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?Hvaða sjávardýr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til einhver séríslensk mannanöfn?

Elstu heimildir um nöfn manna sem fluttust hingað til lands og settust hér að er að finna í Landnámu. Þótt engin vissa sé fyrir því að allir þeir menn sem þar eru nefndir hafi verið til hafa þó landsmenn borið flest þessara nafna um aldir. Til Landnámu og Íslendinga sagna hafa einnig verið sótt nöfn á síðari öldum...

category-iconHugvísindi

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?

Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru enn til ófundin frumefni og gæti eitthvert þeirra verið stöðugt?

Fundin hafa verið 112 frumefni. Svarið við spurningunni er í stuttu máli: Já, líklega er hægt, með miklum tilkostnaði, að búa til ný frumefni en að öllum líkindum væri ekkert þeirra stöðugt. Hér á eftir er fjallað nánar um sögu frumefnanna. Rússneski efnafræðingurinn Mendelejev lagði grunninn að lotukerfi frume...

category-iconLögfræði

Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég var að lesa grein um það af hverju má ekki taka upp ný ættarnöfn og langar í framhaldinu til að spyrja af hverju maður má ekki taka upp ættarnafn ættar sinnar þegar það hefur ekki verið nýtt af 2 ættliðum? Hvaða rök eru fyrir því? Í stuttu máli má segja að rökin fyrir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins krakki?

Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurút...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast matarlím húsblas?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu ...

category-iconVísindi almennt

Hvað er draugaverkur? Er þetta fyrirbæri til eða er þetta bara kerlingasögur?

Þessi spurning hefur reynst okkur allerfið. Við byrjuðum á því að fletta upp í öllum tiltækum orðabókum og í ritmálssafni og talmálssafni Orðabókar Háskólans en fundum orðið hvergi. Af því drógum við þá ályktun að orðið væri að minnsta kosti fágætt og hugsanlega nýtt í málinu. Síðan birtum við drög að þessu svari ...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmynd?

Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Marilyn Monroe?

Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjir sömdu allar málfræðireglur í íslensku og hvers vegna eru þær enn í gildi?

Elstu skrif sem finna má um íslenskt mál eru fjórar ritgerðir sem varðveittar eru í svonefndri Ormsbók Snorra-Eddu, handriti frá því um miðja 14. öld. Í elstu ritgerðinni, sem oft er kölluð „Fyrsta málfræðiritgerðin“ og samin var á 12. öld, er reynt að fella latneska stafrófið að íslensku hljóðkerfi. Í annarri rit...

category-iconVísindi almennt

Hvernig á að setja upp vindhana?

Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...

Fleiri niðurstöður