Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 564 svör fundust
Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?
Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilin...
Hvað eru póstmódernískar bókmenntir?
Hugtakið póstmódernískar bókmenntir hefur verið notað til að lýsa textum sem bregðast við síðnútímanum og hinu póstmóderna ástandi; í þeim er heildræn merking og leitin að henni gefin upp á bátinn eða tekin sérstaklega til umfjöllunar. Póstmódernísk verk birta samkvæmt slíkum viðmiðum ekki bara brotakenndan heim, ...
Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...
Móðir mín sagði að nafn mitt, Hrafn, væri fengið úr orðatiltækinu 'Guð launar fyrir hrafninn'. Hver er merking þess?
Orðasambandið 'Guð launar/borgar fyrir hrafninn' er sagt um eða við þann sem gerir öðrum greiða, gerir eitthvað fyrir einhvern. Hrafnar hafa þann sið að halda þing á haustin, svokallað hrafnaþing, og skipta sér niður á bæi yfir veturinn, tveir og tveir saman. Þeir leita á náðir manna þegar hart er í ári og snj...
Hver er munurinn á takmarki og markmiði?
Ekki er mikill merkingarmunur á orðunum takmark og markmið. Í Íslenskri orðabók er markmið skýrt sem ‛eitthvað sem keppt er að, tilgangur’ en takmark ‛mark, mið, eitthvað til að keppa að’. Menn setja sér markmið, markmiðið getur verið skammt (eða langt) undan og að lokum ná menn markmiðinu eða ná því e...
Hvers konar kuldi er fimbulkuldi?
Orðið fimbulkuldi er sett saman úr fyrri liðnum fimbul- og kuldi. Fimbul- er svonefndur herðandi forliður og merkir ‘ógnar-, regin-’. Fimbulkuldi er þess vegna ógnarkuldi. Forliðurinn þekkist í fornu máli. Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað merkir orðið fimbulfamb? segir þetta um fimbul-:Forliðurinn kem...
Hvernig draga menn seiminn?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það? Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er...
Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir? Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grei...
Hvaðan kemur orðið skrípó?
Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Það er myndað með viðskeytinu –ó sem oftast er notað til að stytta lýsingarorð sem enda á –legur, einkum í talmáli, til dæmis púkó af púkalegur, huggó af huggulegur, sveitó af sveitalegur, en einnig önnur lýsingarorð eins og spennó af spennandi og rómó af róma...
Hvers konar dí er í því sem er dísætt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí? Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og ben...
Hvað þýðir orðið galgopi?
Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu. Það er sett saman af áhersluforliðnum gal-, sem elst dæmi eru um frá 18. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:224), og nafnorðinu gopi sem hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘munnop, lítill (gráðugur) munnur; op; stutt, skjól...
Hvað merkir orðið makráður eiginlega og hvernig er það hugsað?
Orðið makráður merkir ‘latur, værukær’. Það er leitt af lýsingarorðinu makur ‘viðeigandi, hæfandi; þægilegur’ og skylt orðinu makindi ‘ró, kyrrð’. Síðara liðurinn -ráður er notaður til að mynda lýsingarorð af nafnorðum. Hann er dreginn af nafnorðinu ráð ‘ráðlegging, ákvörðun’ og sögninni ráða ‘ráðleggja, ákva...
Hvort segir maður: „Ég sakna þess að hafa þig hjá mér,“ eða „ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér“?
Hvora setninguna á að nota fer alfarið eftir hvaða merkingu á að gefa til kynna. Segjum sem svo að maður hafi farið til útlanda, þá gæti konan hans sagt: "Ég sakna þess að hafa þig hjá mér!" Í þessu samhengi væri hún að segja að hún saknaði þess að hafa manninn sinn ekki hjá sér, það er hann er í útlöndum og þess ...
Hvaðan kemur orðið grameðla, á flestum öðrum tungumálum heitir þessi risaeðla tyrannosaurus?
Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að taka ekki beint upp erlend heiti heldur íslenska þau. Það á einnig við við um heiti dýra. Þegar að er gáð er alls ekki út í hött að nota heitið grameðla yfir risaeðlutegundina sem á latínu kallast Tyrannosaurus rex. Grameðla (Tyrannosaurus rex). Gramur er gamalt orð yfir...
Á nýju skilti fyrir neðan golfvöllinn á Korpúlfsstöðum er örnefnið Gorvík, tengist það virkilega slátrun dýra?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Nýlega var sett upp skilti með nafninu "Gorvík" við víkina sem liggur milli Geldinganess og Blikastaðaness (fyrir neðan golfvöllinn við Korpúlfsstaði). Er eitthvað vitað um uppruna þessa örnefnis? Ég veit að "gor" þýðir hálfmelt fæða úr innyflum dýra. Hefur örnefnið þá einhverja t...