Forliðurinn kemur þegar fyrir í fornu máli í Eddukvæðum. Óðinn er til dæmis nefndur fimbultýr ‘hinn mikli guð’ í 60. erindi Völuspár, fimbulljóð kemur fyrir í 140. erindi Hávamála og fimbulþulur er nefndur í 142. erindi sama kvæðis, fimbulvetur kemur fyrir í 44. erindi Vafþrúðnismála og fimbulfambi í 103. erindi Hávamála.

Fimbul- er svonefndur herðandi forliður og merkir ‘ógnar-, regin-’. Fimbulkuldi er þess vegna ógnarkuldi.
- Winter - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 19.03.2013).