Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5747 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er þessi rauði þráður?

Orðið þráður hefur fleiri en eina merkingu. Það merkir ‘band, ullarband, tvinni’, ‘taug, strengur’ og ‘uppistaða, burðarás, samhengi’. Sú síðasta á sennilega best við í samböndunum að eitthvað sé rauði þráðurinn í einhverju eða að eitthvað gangi eins og rauður þráður gegnum eitthvað ef litið er til upprunans. Í dö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni íslenska fjárhundsins?

Íslenski hundurinn er talinn skyldastur norska búhundinum og hann barst líklega til Íslands með landnámsmönnum. Hann var lengi notaður í smalamennsku en er núna vinsæll fjölskylduhundur. Íslenski fjárhundurinn nýtur töluverðar sérstöðu enda var afbrigðið lengi einangrað frá öðrum afbrigðum. Íslenski fjárhun...

category-iconHugvísindi

Hver dó fyrstur vegna byssu?

Það er engin leið að segja til um það hver sá var sem fyrstur dó vegna byssu. Ástæðan er sú að við vitum ekki hvenær fyrst var skotið úr byssu, hvar nákvæmlega það átti sér stað eða hverjir þar voru að verki. Eins vitum við ekki hvort sá sem fyrstur dó vegna byssu hafi látist vegna þess að byssunni var beint a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni íslenska hestsins?

Íslenski hesturinn er kominn frá Noregi og þaðan frá Mongólíu. Þetta kemur fram í ýtarlegu svari Stefáns Aðalsteinssonar við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? Íslenskur hestur í haga. Sameindalíffræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á þennan skyldleika og hann kemur líklega ekki á óvart ef v...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er skilgreiningin á parodíu?

Orðið parodía er komið úr grísku og merkir bókstaflega 'hliðarsöngur'. Það er yfirleitt notað um eftirlíkingar á alvarlegum skáldverkum þar sem fyrirmyndin er skopstæld. Íslenska orðið skopstæling nær bæði yfir parodíu og hugtakið travestíu en það er dregið af ítalska orðinu travestire sem merkir að 'dulbúa'. E...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver bjó til fyrstu orðin?

Við vitum ekki hver bjó til fyrstu orðin en það er óralangt síðan þau urðu til. Flestir gera ráð fyrir að fyrstu orðin hafi verið einhvers konar hljóðlíkingar þar sem maðurinn reyndi að líkja eftir því sem hann heyrði í náttúrunni umhverfis sig, rennsli vatns, hljóðum fugla og svo framvegis. Síðan hafi þessi hljó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var síðasta setning Fermats?

Síðasta setning Fermats segir að jafnan an + bn = cn hafi engar heiltölulausnir ef að talan n er stærri eða jöfn 3. Auðvitað má fyrir hvaða n sem er finna tölur a, b og c þannig að jafnan gildi, en þá er að minnsta kosti ein þeirra ekki heiltala. Að vísu er auðvelt að finna heiltölulausnir á jöfnunni ef að minns...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er stærsta þekkta frumtalan?

Frumtölur eru þær náttúrlegu tölur sem eru aðeins deilanlegar með 1 og sjálfri sér. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7 og 11. Þegar þetta er skrifað er stærsta þekkta frumtalan talan 232.582.657 - 1 og til að skrifa hana út í tugakerfinu þarf tæpa 10 milljón tölustafi. Það var staðfest að þessi tala væri frumtal...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp fyrsta reiðhjólið?

Ekki er vitað um neitt farartæki sem líkist reiðhjólum fyrir árið 1700. Hjólið sem slíkt er þó ævaforn uppfinning en fornleifafræðingar telja að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það...

category-iconHugvísindi

Hver var Jóhanna af Örk?

Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu einkenni skriðdýra?

Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda m...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðsins "mella"?

Orðið mella hefur fleiri en eina merkingu og er uppruninn mismunandi. Það getur merkt ‘loka, slagbrandur; lykkja’ og er þá tökuorð úr dönsku malle eða nýnorsku melle ‘hringja, sylgja’ sem aftur hafa tekið orðið að láni úr fornfrönsku maille ‘möskvi, reimargat’. Önnur merking orðsins er ‘dýr með afkvæmi sitt;...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Heródótos frá Halikarnassos?

Heródótos frá Halikarnassos var forngrískur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Persastríðanna og hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar. Heródótos fæddist um 484 f.Kr. í Halikarnassos, sem var dórísk nýlenduborg í Litlu-Asíu. Hann ferðaðist víða, meðal annars til Samos og grískra nýlendna umhverfis Svartahaf, til ...

category-iconHagfræði

Hver er tilgangurinn með kennitölu?

Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem einstaklingar, félög, samtök, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi nota til auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er einstök, það er að segja engar tvær kennitölur eru eins, enda er kennitala notuð til að geta gert greinarmun á til dæmis ei...

category-iconSálfræði

Hver er Jerome S. Bruner?

Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...

Fleiri niðurstöður