Í þýsku er einnig talað um rauða þráðinn (der rote Faden) og ýtti mjög undir notkun orðasambandsins að skáldið og rithöfundurinn Wolfgang Goethe (1749–1832) gerði grein fyrir uppruna þess í bók sinni Wahlverwandschaften (öðrum hluta annars kafla). Þar segir hann frá því að í breska flotanum hafi tíðkast að flétta rauðan þráð í alla kaðla og öll stög af öllum stærðum og gerðum um borð í skipum sjóhersins til þess að ekki færi milli mála að allt væri eign bresku krúnunnar. Sjálfur notaði hann síðan líkinguna í bók sinni og þaðan er talið að komin sé merkingin ‘leiðarstef’ í rauða þræðinum. Mynd:
Í þýsku er einnig talað um rauða þráðinn (der rote Faden) og ýtti mjög undir notkun orðasambandsins að skáldið og rithöfundurinn Wolfgang Goethe (1749–1832) gerði grein fyrir uppruna þess í bók sinni Wahlverwandschaften (öðrum hluta annars kafla). Þar segir hann frá því að í breska flotanum hafi tíðkast að flétta rauðan þráð í alla kaðla og öll stög af öllum stærðum og gerðum um borð í skipum sjóhersins til þess að ekki færi milli mála að allt væri eign bresku krúnunnar. Sjálfur notaði hann síðan líkinguna í bók sinni og þaðan er talið að komin sé merkingin ‘leiðarstef’ í rauða þræðinum. Mynd: