Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 354 svör fundust
Er eitthvað til í því að gen frá neanderdalsmönnum valdi verri COVID-19-sjúkdómi?
Sjúkdómurinn COVID-19 stafar af veirusýkingu, en alvarleiki sýkingar og einkenna veltur á mörgum þáttum. Vitað er að aldur, kyn, og ýmsir undirliggjandi sjúkdómar tengjast aukinni áhættu á alvarlegum einkennum og andláti. Nýlegar rannsóknir benda einnig til að erfðir, það er að segja erfðabreytileiki í einstakling...
Hvað getið þið sagt mér um hafís?
Á hafinu flýtur tvenns konar ís, hafís sem er frosinn sjór, og borgarís sem myndast þegar brotnar úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd, eða á henni. Hafís getur myndast í fjörðum hér við land á köldum vetri. Hann kallast þá lagnaðarís og er orðið dregið af því að sagt er að fjörðinn leggi. ...
Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum?
Íslensk fangelsi í samanburði við önnur norræn ríki Íslenska ríkið á og rekur öll fangelsi hér á landi.[1] Fangelsismálastofnun var stofnuð árið 1989 eftir forskrift systurstofnana á Norðurlöndum og hefur ætíð síðan sótt fyrirmyndir sínar þangað. Samstarf milli norrænu þjóðanna er náið, bæði hvað varðar ný full...
Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?
Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...
Hvað var spánska veikin?
Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfe...
Ef líf þróast á annarri plánetu er þá rökrétt að gáfaðasta eða þróaðasta lífveran verði á endanum svipuð mönnum?
Nei, það er ekki rökrétt að þróun stefni að slíku marki. Til þess að sama útgáfa fáist eftir milljón ára þróun á aðskildum stöðum þyrftu ótal mörg skilyrði að vera hin sömu. Og jafnvel þó að slík skilyrði væru til staðar gera flestir ráð fyrir að tilviljanir séu innbyggðar í þróunina. Þannig telur mikill meirihlut...
Getið þið sagt mér allt um gaupur?
Innan ættkvíslar gaupna Lynx eru fjórar tegundir: gaupa eða evrasíugaupa (Lynx lynx), rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Gaupur eru meðalstór kattardýr sem vega venjulega á milli 5-30 kg. Evrasíugaupan er að jafnaði stærst og vegur venjulega að minnsta kosti 18...
Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og er því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast af höfuðlús en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára ...
Hvað getur þú sagt mér um Kerlingarfjöll?
Kerlingarfjöll hafa flest einkenni fullþroska megineldstöðvar, fjölbreytilegar gosmyndanir, reisulega ríólítgúla, öskjubrot og háhitasvæði. Þau eru vel afmörkuð landfræðilega, tignarlegur og litríkur fjallaklasi sem rís upp yfir hálendið við suðvesturhorn Hofsjökuls, milli Kjalar og Þjórsárvera. Ekki er vitað um n...
Hvers konar mat eiga hlauparar og aðrir sem stunda íþróttir helst að borða?
Rétt mataræði getur skipt sköpum fyrir hlaupara og aðra íþróttamenn, ekki síst þegar nær dregur keppni. Kolvetni eru oftast lykilorkugjafi fyrir íþróttamenn og á þetta sérstaklega við um þá sem stunda þolíþróttir. Sérfræðingar mæla yfirleitt með ríkulegri kolvetnaneyslu samfara þjálfun. Mikil kolvetnaneysla st...
Hver var Rousseau og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Óhætt er að telja Jean-Jacques Rousseau í hópi þeirra hugsuða síðari tíma sem hafa haft mest áhrif á heim hugmyndanna og framgang sögunnar. Rousseau var margbrotinn persónuleiki, að mörgu leyti ímynd hins þjakaða snillings. Ævisaga hans er á köflum ævintýri líkust og verkin sem hann lét eftir sig bera í senn vott ...
Hvað er fjórða iðnbyltingin?
Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem vísar til tækniframfara undanfarinn ára og þeirra sem eru í vændum. Þar er aðallega átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bíla, Internet hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og ár...
Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans?
Veirur dreifast með margvíslegum hætti, þar á meðal með hlutum í umhverfinu. Veiran SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, er í fjölskyldu kórónuveira (e. Coronaviridae). Þær eiga það allar sameiginlegt að samanstanda af erfðaefni (búið til úr RNA eða ribonucleic acid), prótínum sem verja erfðaefnið og hjúp sem umlykur ...
Er endurheimt votlendis gagnleg og viðurkennd aðferð til að vinna gegn hlýnun jarðar?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hvernig virkar endurheimt votlendis og er það besta leiðin til að berjast gegn loftslagsvánni? Af hverju að breyta ræktuðu landi í mýrlendi aftur? Hvernig getur mýrlendi "mengað" minna en graslendi sem er þurrt? Er endurheimt votlendis inni í Parísarsamkomulaginu? Er hún ...
Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?
Breviarium Holense. Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði...