Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum?

Helgi Gunnlaugsson

Íslensk fangelsi í samanburði við önnur norræn ríki

Íslenska ríkið á og rekur öll fangelsi hér á landi.[1] Fangelsismálastofnun var stofnuð árið 1989 eftir forskrift systurstofnana á Norðurlöndum og hefur ætíð síðan sótt fyrirmyndir sínar þangað. Samstarf milli norrænu þjóðanna er náið, bæði hvað varðar ný fullnustuúrræði dóma og í tengslum við samnorrænar rannsóknir í málaflokknum. Margt er því líkt með norrænu þjóðunum þótt útfærsla refsinga og afplánunarúrræða sé með ýmsu móti í löndunum fimm. Nýlega var gefin út skýrsla um afbrot og refsingar á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum sem sýnir öflugt samstarf norrænu ríkjanna.[2]

Alls eru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi með tæplega tvö hundruð fangaklefum. Eitt er staðsett í Reykjavík á Hólmsheiði en önnur í öðrum byggðalögum; tvö á Suðurlandi (Litla Hraun og Sogn), þriðja á Vesturlandi (Kvíabryggja) og það fjórða á Akureyri. Aðeins fangelsið á Hólmsheiði var byggt sem fangelsi því að hin fangelsin voru öll ætluð til annarra nota en var síðar breytt til að vista fanga eins og Litla-Hraun sem upphaflega átti að verða sjúkrahús.

Hversu seint Íslendingar sem sjálfstæð þjóð byggðu sérhannað fangelsi segir væntanlega ýmislegt um afstöðu stjórnvalda til málaflokksins í gegnum tíðina. Það var ekki forgangsmál að reisa húsnæði við hæfi eins og dönsk stjórnvöld höfðu áður gert hér á landi - fyrst með stjórnarráðsbyggingunni við Lækjargötu sem hýsti fangelsi í lok 18. aldar og síðar Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á síðari hluta 19. aldar, hvort tveggja glæsilegar byggingar, sem vitnuðu um metnað og stórhug herraþjóðarinnar. Íslensk stjórnvöld virðast hafa metið það sem svo að ekki hafi verið aðkallandi að leggja meira fé í fangelsi, afbrotavandinn ekki beint kallað á það.[3]

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg

Spurningin er hvort enn eimi eftir af þessu viðhorfi til málaflokks refsinga. Skýrslur ríkisendurskoðanda til Alþingis[4] bera með sér að lögbundnum verkefnum í fangelsismálum landsins hafi ekki verið nægilega sinnt á síðustu árum vegna fjárskorts. Sérhæfð þjónusta við fanga er til að mynda minni en býðst víða annars staðar á Norðurlöndum eins og til dæmis í Noregi.[5] Við samanburð á Íslandi og öðrum norrænum ríkjum er því hollt að hafa aðstöðumun af þessu tagi í huga.

Opin og lokuð fangelsi

Sogn og Kvíabryggja vista samanlagt yfir 40 fanga og teljast opin fangelsi þar sem fangar hafa meira frjálsræði en í lokuðum fangelsum. Í opnum fangelsum eru fangar einungis læstir inni í herbergjum sínum á næturna en hafa meira svigrúm á daginn á svæðinu sjálfu og í einhverjum tilfellum utan þess líka. Hin fangelsin þrjú eru lokuð og meira kapp er lagt á hátt öryggisstig og fangar hafa þar til að mynda takmarkaðan aðgang að netinu. Að jafnaði er um fjórðungur fanga í opnu fangelsi hér á landi en aðrir eru í lokaðri fangavist. Samanburð milli norrænu landanna má finna í nýlegri skýrslu þar að lútandi.[6] Hlutfall fanga í opnu fangelsi er aðeins hærra í Noregi en hér á landi[7] og hlutfallið er líka hærra í Danmörku.[8] Fangelsin eru sums staðar blönduð á Norðurlöndum; eru bæði með opnar og lokaðar deildir. Í samanburði milli norrænu landanna verður aftur á móti að taka ýmislegt fleira með í reikninginn en opin og lokuð fangelsi.

Vestre-fangelsið í Kaupmannahöfn, Danmörku.

Afplánun utan fangelsa

Stór hluti þeirra sem hljóta óskilorðsbundinn fangelsisdóm á Íslandi afplána ekki í fangelsi og ekki í minna mæli en tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þeir sem hljóta 12 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm eða minna, geta sótt um til Fangelsismálastofnunar að fullnusta dóminn með samfélagsþjónustu. Um það bil tvö hundruð manns afplána með samfélagsþjónustu hér á landi á hverju ári[9] og fara því ekki í fangelsi ef þeir standast öll skilyrði. Þetta úrræði dregur óneitanlega úr fjölda fanga hér á landi. Einungis á Íslandi geta dómþolar sótt um að afplána með samfélagsþjónustu í stað fangavistar. Annars staðar á Norðurlöndum er það í höndum dómstóla að ákveða hvort samfélagsþjónusta eigi við eða ekki.

Til viðbótar má nefna rafrænt eftirlit sem tekið var upp hér á landi árið 2012. Þeir sem hafa hlotið tólf mánaða eða lengri óskilorðsbundinn fangelsisdóm geta afplánað utan fangelsis undir rafrænu eftirliti. Fangi sem hafði hlotið tveggja ára refsivistardóm gat þannig afplánað síðustu tvo mánuði dómsins undir rafrænu eftirliti (e. back door policy). Í nýju lögunum um fangelsi sem samþykkt voru á Alþingi[10] var heimildin til að hefja afplánun með rafrænu eftirliti rýmkuð enn frekar. Tveggja ára óskilorðsbundin fangelsisrefsing býður nú upp á þann möguleika að losna fjórum mánuðum fyrr úr fangelsi og afplána undir rafrænu eftirliti í stað tveggja áður. Ef tekið er dæmi af þriggja ára óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu getur viðkomandi aðili afplánað dóminn í dag með eftirfarandi hætti ef gert er ráð fyrir reynslulausn eftir helming refsitímans: Afplánað alls sjö mánuði í lokuðu eða opnu fangelsi, fimm mánuði á áfangaheimili Verndar í Reykjavík og sex mánuði undir rafrænu eftirliti. Af 36 mánaða óskilorðsbundnum fangelsisdómi mun dómþoli því aðeins þurfa að afplána sjö mánuði í fangelsi.

Þessi nýju úrræði í stað fangavistar má túlka sem tilhneigingu á Íslandi til að draga úr þyngd refsinga. Á sama tíma bendir ekkert til þess að afplánun utan fangelsa hafi aukið ítrekun brota. Dómþolar þurfa ekki að vistast eins lengi í fangelsi og geta því dvalið lengur með fjölskyldu sinni og stundað vinnu eða nám úti í samfélaginu. Aðlögun að samfélaginu verður auðveldari fyrir vikið og rofið sem vistun í fangelsi óneitanlega hefur í för með sér ætti að minnka. Á sama tíma draga úrræði af þessu tagi úr kostnaði stjórnvalda við rekstur fangelsa og eru því aðlaðandi kostur fyrir þau. Auk þess draga nýjar leiðir af þessu tagi úr þrýstingnum á fangelsin sem hafa verið yfirfull á síðustu árum.

Fangi við vinnu í Kumla-fangelsinu í Svíþjóð, árið 1965. Mynd frá Örebro Kuriren.

Ítrekun afbrota á Norðurlöndum

Hversu margir fangar brjóta aftur af sér á Íslandi eftir fullnustu refsinga í samanburði við hin Norðurlöndin? Í nýlegri norrænni rannsókn kom fram að tæplega fjórðungur fanga í íslenskum fangelsum fékk nýjan fangelsisdóm innan tveggja ára eftir afplánun. Lægsta endurkomuhlutfallið var í Noregi en á Íslandi var það næstlægst af Norðurlöndunum.[11] Samanburður af þessu tagi er þó ætíð vandasamur. Hvað telst ítrekun afbrota getur verið breytilegt milli landa þótt reynt sé að samræma mælinguna eins og kostur er. Hlutfall fanga á Íslandi sem áður hafa verið í fangelsi hefur til að mynda löngum verið nálægt helming sem óneitanlega er hátt hlutfall þótt það sé ekki hærra en við sjáum víða annars staðar á Vesturlöndum.[12]

Ísland og skandinavíska undantekningin

Jafnvel þótt gætt hafi þróunar í átt til ívið lengri dóma hér á landi á síðustu árum[13] býr Ísland enn yfir ýmsum einkennum sem skilja landið frá öðrum vestrænum þjóðum með fáum föngum og tiltölulega vægum refsingum. Nýjum leiðum, sem fela í sér afplánun utan fangelsa, hefur sömuleiðis fjölgað á síðustu árum eins og fram kom hér á undan, og möguleikar á opnu fangelsi aukist.

Einn af virtari afbrotafræðingum samtímans, Ástralinn John Pratt[14][15], hefur í þessu samhengi kallað fangelsiskerfið í Skandinavíu undantekningu (e. Scandinavian exceptionalism). Refsingar séu almennt vægari í Skandinavíu en í enskumælandi löndum og framkvæmd þeirra mannúðlegri en tíðkast víðast hvar annars staðar. Ísland er ekki alltaf tekið með í samanburði af þessu tagi en ýmislegt bendir samt til þess að Ísland geti ekki síður talist til undantekningar á alþjóðasviðinu eins og önnur Norðurlönd.[16] Fangatala á Íslandi er til að mynda með því lægsta sem þekkist og jafnvel ívið lægri en á hinum Norðurlöndunum.[17]

Framtíð fangelsismála á Íslandi

Nýtt nútímalegt öryggisfangelsi á Hólmsheiði var tekið í notkun í lok árs 2016. Aukið fangapláss á ekki að þurfa að koma til á næstu árum og á ekki að vera á stefnuskrá stjórnvalda. Mikilvægt er að huga nánar að innra starfinu í fangelsum landsins og efla úrræðin sem þar eru í boði. Fjárskortur hefur komið í veg fyrir tilhlýðilega sérhæfða þjónustu og hamlað öllu innra starfi eins og skýrslur ríkisendurskoðanda hafa ítrekað bent á.

Nýju lögin um fangelsi sem samþykkt voru á Alþingi árið 2016 fólu í sér nokkur nýmæli, eins og fjölskylduleyfi í 48 klukkustundir til þeirra sem sitja af sér langa dóma, þótt ekki hafi verið stigin stór skref í átt til betrunar. Almennt er staða fanga bágborin. Margir stríða við örðugleika af ýmsu tagi eins og ofvirkni, lesblindu, athyglisbrest, auk misnotkunar vímuefna.[18] Skuldir eru oft miklar og þörf á aukinni aðstoð brýn til að auðvelda farsæla aðlögun að samfélaginu að aflokinni afplánun. Í þessu samhengi ber að fagna auknu aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu sem nýlega var samþykkt.[19] Meiri eftirfylgni með föngum að aflokinni afplánun er annað jákvætt skref sem er í undirbúningi.[20] Afstaða, félag fanga, hefur sömuleiðis unnið mikilvægt starf á undanförnum árum í málefnum fanga og aðstandenda þeirra.[21]

Hærra hlutfall opinna fangelsisrýma má alveg setja í meiri forgang. Einungis lítill hluti fanga er hættulegur og strok hafa aldrei verið tíð hér á landi. Innilokun í öryggisfangelsi til lengri tíma án netaðgangs er ekki uppbyggileg fyrir betrun og farsæla aðlögun að samfélaginu að nýju eftir afplánun dóma. Opin fangelsi geta í ríkari mæli leyst lokuð úrræði af hólmi og verið stærri hluti af umbunarkerfinu innan fangelsanna fyrir góða hegðun en er í dag.

Stjórnvöld eiga á sama tíma óhikað halda áfram að þróa afplánun refsidóma utan fangelsa. Áhersla af því tagi dregur úr útgjöldum hins opinbera vegna afplánunar í fangelsi sem hægt væri að verja til endurhæfingar og aðlögunar að samfélaginu sjálfu utan fangelsa, sem aftur dregur úr þörfinni á meira fangaplássi.

Rannsóknir sýna að afplánunarúrræði utan fangelsa hafa ekki leitt til meiri ítrekunartíðni afbrota en innilokun í fangelsi.[22] Markviss endurhæfing í fangelsum og meira aðgengi að opnum úrræðum utan þeirra hefur þvert á móti reynst vel í að draga úr ítrekun afbrota eins og reynslan hefur sýnt í Noregi. Að því marki eiga stjórnvöld hiklaust að stefna í framtíðinni.

Tilvísanir:
  1. ^ Fangelsismálastofnun ríkisins, (2019). Heimasíða stofnunarinnar. Sótt 4. desember 2019 af: https://www.fangelsi.is/
  2. ^ Lauritsen, A. N. (2019). Crime and Crime Control in Four Nordic Island Societies: The Faroe Islands, Greenland, Iceland and Åland Islands. Århus: The Scandinavian Research Council for Criminology. Sótt 4. desember 2019 af: https://www.nsfk.org/wp-content/uploads/sites/10/2019/10/Report_Crime-punishment-social-marginalization-and-rehabilitation-in-small-societies.pdf
  3. ^ Gunnlaugsson, H. og Galliher, J.F. (2000). Wayward Icelanders: Punishment, Boundary Maintenance, and the Creation of Crime. Madison: University of Wisconsin Press.
  4. ^ Ríkisendurskoðun, (2013). Skýrsla um eftirfylgni: Skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010). Skýrsla til Alþingis. Reykjavík: Ríkisendurskoðun. Sótt 4. desember 2019 af: https://rikisendurskodun.is/wp-content/uploads/2016/01/fangelsismal_eftirfylgni4.pdf
  5. ^ Pakes, F. og Gunnlaugsson, H. (2018). A more Nordic Norway? Examining prisons in 21st century Iceland. The Howard Journal of Crime and Justice. 57(2), 137-151. Sótt 4. desember 2019 af: https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/hojo.12244
  6. ^ Nordisk Statistik, (2019). Nordisk Statistik: För kriminalvården i Danmark, Finland, Island, Norge och Sverige 2013-2017. Norrköbing: Kriminalvården. Sótt 3. desember 2019 af: https://www.fangelsi.is/media/almennt/Nordisk-statistik-2013-2017.pdf
  7. ^ Heimasíða norsku fangelsismálastofnunarinnar, (2019). Type fengsel og sikkerhet. Sótt 3. desember 2019: https://www.kriminalomsorgen.no/type-fengsel-og-sikkerhet.237877.no.html
  8. ^ Heimasíða dönsku fangelsismálastofnunarinnar, (2019). Fængsel. Sótt 3. desember 2019 af: https://www.kriminalforsorgen.dk/straf/faengsel/
  9. ^ Ásdís Ásgeirsdóttir, (2019, 30. nóvember). Að umgangast vald með auðmýkt. Morgunblaðið. Sótt 4. Desember 2019 af: https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1739617%2F%3Ft%3D408738967&page_name=grein&grein_id=1739617
  10. ^ Alþingi, (2016). Lög um fullnustu refsinga. Þingskjal 1025, 145. Löggjafarþing 332. mál fullnusta refsinga (heildarlög). Lög nr. 15. 23. mars 2016. Sótt 3. desember 2019 af: http://www.althingi.is/altext/145/s/1025.html.
  11. ^ Kristoffersen, R., (2013). Relapse study in the correctional services of the Nordic countries:Key results and perspectives. Sótt 3. desember 2019 af: https://krus.brage.unit.no/krus-xmlui/handle/11250/160435
  12. ^ Baumer, E., Wright, R., Kristinsdóttir, K. og Gunnlaugsson, H. (2002). Crime, shame and reintegration: The case of Iceland. British Journal of Criminology, 43(1), 40-59.
  13. ^ Ragnheiður Bragadóttir, (2019). Nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks. Reykjavík: Bókaútgáfan Codex.
  14. ^ Pratt, J. (2008a). Scandinavian exceptionalism in an era of penal excess: Part I: The nature and roots of Scandinavian exceptionalism. British Journal of Criminology 48(2), 119-137.
  15. ^ Pratt, J. (2008b). Scandinavian exceptionalism in an era of penal excess: Part II: Does Scandinavian exceptionalism have a future? British Journal of Criminology 48(3), 275-292.
  16. ^ Sama og númer 4.
  17. ^ World Prison Brief, (2017). Prison Studies. Sótt 3. desember 2019:https://www.prisonstudies.org/highest-to-lowest/prison_population_rate?field_region_taxonomy_tid=All
  18. ^ Hildur Hlöðversdóttir, (2015) „Það er ástæða fyrir endurkomum, engin vinna eða tækifæri og enginn geðlæknir“. Félagslegur bakgrunnur fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu að lokinni afplánun. MA ritgerð í félagsfræði. Reykjavík: Háskóli Íslands.
  19. ^ Jóhann Bjarni Kolbeinsson, (2019, 5. desember). Fangar fá aðgang að geðlæknum: Ég fékk bara tár í augun. RÚV. Sótt 13. desember 2019 af: https://www.ruv.is/frett/fangar-fa-adgang-ad-gedlaeknum-eg-fekk-bara-tar?term=Fangar&rtype=news&slot=1
  20. ^ Lillý Valgerður Pétursdóttir, (2019, 12. desember). Fimmtungur fanga aftur í fangelsi innan tveggja ára. Visir.is. Sótt 13. desember 2019 af: https://www.visir.is/g/2019191219649/fimmtungur-fanga-aftur-i-fangelsi-innan-tveggja-ara
  21. ^ Sjá heimasíðu: Afstada.is.
  22. ^ Yukhnenko, D, Wolf, A, Blackwood, N, og Fazel, S. (2019). Recidivism rates in individuals receiving community sentences: A systematic review. PloS ONE 14(9). Sótt 4. desember, 2019 af: https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0222495

Myndir:

Spurningin í fullri lengd:
Góðan dag, veit ekki hvort þessi spurning eigi heima hér en ég læt hana flakka. Mig langar að vita um munin á opnum fangelsum á Íslandi og á Norðurlöndunum? Ég veit að munurinn er mikill og í sumum Norðurlöndunum er lagt mikið upp með það að skila föngum betri út í samfélagið. Ekki eins og hér þar sem er eingöngu er refsistefna og þá geymsla kannski frekar en betrun. Ég veit að dagsleyfi og eða helgar og vikuleyfi frá fangelsum á Norðurlöndunum eru algeng. Hér á íslandi er það sjaldgæft og helgarleyfi koma bara til skoðunar þegar viðkomandi fangi er búin að vera á venjulegum dagsleyfum i a.m.k 2 ár. Hefur verið tekið saman einhver tölfræði um virkni fangelsa? Eins og t.d. endurkoma þar sem betrunarstefna er og eins og hér á Íslandi þar sem hún er ekki? Mig langar að vita ef þið getið svarað bara svona áherslumuninum og hver munurinn er á fangelsunum hér og á Norðurlöndunum.

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.1.2020

Síðast uppfært

27.1.2020

Spyrjandi

Friðrik Brynjar Friðriksson

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77898.

Helgi Gunnlaugsson. (2020, 20. janúar). Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77898

Helgi Gunnlaugsson. „Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77898>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum?

Íslensk fangelsi í samanburði við önnur norræn ríki

Íslenska ríkið á og rekur öll fangelsi hér á landi.[1] Fangelsismálastofnun var stofnuð árið 1989 eftir forskrift systurstofnana á Norðurlöndum og hefur ætíð síðan sótt fyrirmyndir sínar þangað. Samstarf milli norrænu þjóðanna er náið, bæði hvað varðar ný fullnustuúrræði dóma og í tengslum við samnorrænar rannsóknir í málaflokknum. Margt er því líkt með norrænu þjóðunum þótt útfærsla refsinga og afplánunarúrræða sé með ýmsu móti í löndunum fimm. Nýlega var gefin út skýrsla um afbrot og refsingar á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum sem sýnir öflugt samstarf norrænu ríkjanna.[2]

Alls eru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi með tæplega tvö hundruð fangaklefum. Eitt er staðsett í Reykjavík á Hólmsheiði en önnur í öðrum byggðalögum; tvö á Suðurlandi (Litla Hraun og Sogn), þriðja á Vesturlandi (Kvíabryggja) og það fjórða á Akureyri. Aðeins fangelsið á Hólmsheiði var byggt sem fangelsi því að hin fangelsin voru öll ætluð til annarra nota en var síðar breytt til að vista fanga eins og Litla-Hraun sem upphaflega átti að verða sjúkrahús.

Hversu seint Íslendingar sem sjálfstæð þjóð byggðu sérhannað fangelsi segir væntanlega ýmislegt um afstöðu stjórnvalda til málaflokksins í gegnum tíðina. Það var ekki forgangsmál að reisa húsnæði við hæfi eins og dönsk stjórnvöld höfðu áður gert hér á landi - fyrst með stjórnarráðsbyggingunni við Lækjargötu sem hýsti fangelsi í lok 18. aldar og síðar Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á síðari hluta 19. aldar, hvort tveggja glæsilegar byggingar, sem vitnuðu um metnað og stórhug herraþjóðarinnar. Íslensk stjórnvöld virðast hafa metið það sem svo að ekki hafi verið aðkallandi að leggja meira fé í fangelsi, afbrotavandinn ekki beint kallað á það.[3]

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg

Spurningin er hvort enn eimi eftir af þessu viðhorfi til málaflokks refsinga. Skýrslur ríkisendurskoðanda til Alþingis[4] bera með sér að lögbundnum verkefnum í fangelsismálum landsins hafi ekki verið nægilega sinnt á síðustu árum vegna fjárskorts. Sérhæfð þjónusta við fanga er til að mynda minni en býðst víða annars staðar á Norðurlöndum eins og til dæmis í Noregi.[5] Við samanburð á Íslandi og öðrum norrænum ríkjum er því hollt að hafa aðstöðumun af þessu tagi í huga.

Opin og lokuð fangelsi

Sogn og Kvíabryggja vista samanlagt yfir 40 fanga og teljast opin fangelsi þar sem fangar hafa meira frjálsræði en í lokuðum fangelsum. Í opnum fangelsum eru fangar einungis læstir inni í herbergjum sínum á næturna en hafa meira svigrúm á daginn á svæðinu sjálfu og í einhverjum tilfellum utan þess líka. Hin fangelsin þrjú eru lokuð og meira kapp er lagt á hátt öryggisstig og fangar hafa þar til að mynda takmarkaðan aðgang að netinu. Að jafnaði er um fjórðungur fanga í opnu fangelsi hér á landi en aðrir eru í lokaðri fangavist. Samanburð milli norrænu landanna má finna í nýlegri skýrslu þar að lútandi.[6] Hlutfall fanga í opnu fangelsi er aðeins hærra í Noregi en hér á landi[7] og hlutfallið er líka hærra í Danmörku.[8] Fangelsin eru sums staðar blönduð á Norðurlöndum; eru bæði með opnar og lokaðar deildir. Í samanburði milli norrænu landanna verður aftur á móti að taka ýmislegt fleira með í reikninginn en opin og lokuð fangelsi.

Vestre-fangelsið í Kaupmannahöfn, Danmörku.

Afplánun utan fangelsa

Stór hluti þeirra sem hljóta óskilorðsbundinn fangelsisdóm á Íslandi afplána ekki í fangelsi og ekki í minna mæli en tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þeir sem hljóta 12 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm eða minna, geta sótt um til Fangelsismálastofnunar að fullnusta dóminn með samfélagsþjónustu. Um það bil tvö hundruð manns afplána með samfélagsþjónustu hér á landi á hverju ári[9] og fara því ekki í fangelsi ef þeir standast öll skilyrði. Þetta úrræði dregur óneitanlega úr fjölda fanga hér á landi. Einungis á Íslandi geta dómþolar sótt um að afplána með samfélagsþjónustu í stað fangavistar. Annars staðar á Norðurlöndum er það í höndum dómstóla að ákveða hvort samfélagsþjónusta eigi við eða ekki.

Til viðbótar má nefna rafrænt eftirlit sem tekið var upp hér á landi árið 2012. Þeir sem hafa hlotið tólf mánaða eða lengri óskilorðsbundinn fangelsisdóm geta afplánað utan fangelsis undir rafrænu eftirliti. Fangi sem hafði hlotið tveggja ára refsivistardóm gat þannig afplánað síðustu tvo mánuði dómsins undir rafrænu eftirliti (e. back door policy). Í nýju lögunum um fangelsi sem samþykkt voru á Alþingi[10] var heimildin til að hefja afplánun með rafrænu eftirliti rýmkuð enn frekar. Tveggja ára óskilorðsbundin fangelsisrefsing býður nú upp á þann möguleika að losna fjórum mánuðum fyrr úr fangelsi og afplána undir rafrænu eftirliti í stað tveggja áður. Ef tekið er dæmi af þriggja ára óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu getur viðkomandi aðili afplánað dóminn í dag með eftirfarandi hætti ef gert er ráð fyrir reynslulausn eftir helming refsitímans: Afplánað alls sjö mánuði í lokuðu eða opnu fangelsi, fimm mánuði á áfangaheimili Verndar í Reykjavík og sex mánuði undir rafrænu eftirliti. Af 36 mánaða óskilorðsbundnum fangelsisdómi mun dómþoli því aðeins þurfa að afplána sjö mánuði í fangelsi.

Þessi nýju úrræði í stað fangavistar má túlka sem tilhneigingu á Íslandi til að draga úr þyngd refsinga. Á sama tíma bendir ekkert til þess að afplánun utan fangelsa hafi aukið ítrekun brota. Dómþolar þurfa ekki að vistast eins lengi í fangelsi og geta því dvalið lengur með fjölskyldu sinni og stundað vinnu eða nám úti í samfélaginu. Aðlögun að samfélaginu verður auðveldari fyrir vikið og rofið sem vistun í fangelsi óneitanlega hefur í för með sér ætti að minnka. Á sama tíma draga úrræði af þessu tagi úr kostnaði stjórnvalda við rekstur fangelsa og eru því aðlaðandi kostur fyrir þau. Auk þess draga nýjar leiðir af þessu tagi úr þrýstingnum á fangelsin sem hafa verið yfirfull á síðustu árum.

Fangi við vinnu í Kumla-fangelsinu í Svíþjóð, árið 1965. Mynd frá Örebro Kuriren.

Ítrekun afbrota á Norðurlöndum

Hversu margir fangar brjóta aftur af sér á Íslandi eftir fullnustu refsinga í samanburði við hin Norðurlöndin? Í nýlegri norrænni rannsókn kom fram að tæplega fjórðungur fanga í íslenskum fangelsum fékk nýjan fangelsisdóm innan tveggja ára eftir afplánun. Lægsta endurkomuhlutfallið var í Noregi en á Íslandi var það næstlægst af Norðurlöndunum.[11] Samanburður af þessu tagi er þó ætíð vandasamur. Hvað telst ítrekun afbrota getur verið breytilegt milli landa þótt reynt sé að samræma mælinguna eins og kostur er. Hlutfall fanga á Íslandi sem áður hafa verið í fangelsi hefur til að mynda löngum verið nálægt helming sem óneitanlega er hátt hlutfall þótt það sé ekki hærra en við sjáum víða annars staðar á Vesturlöndum.[12]

Ísland og skandinavíska undantekningin

Jafnvel þótt gætt hafi þróunar í átt til ívið lengri dóma hér á landi á síðustu árum[13] býr Ísland enn yfir ýmsum einkennum sem skilja landið frá öðrum vestrænum þjóðum með fáum föngum og tiltölulega vægum refsingum. Nýjum leiðum, sem fela í sér afplánun utan fangelsa, hefur sömuleiðis fjölgað á síðustu árum eins og fram kom hér á undan, og möguleikar á opnu fangelsi aukist.

Einn af virtari afbrotafræðingum samtímans, Ástralinn John Pratt[14][15], hefur í þessu samhengi kallað fangelsiskerfið í Skandinavíu undantekningu (e. Scandinavian exceptionalism). Refsingar séu almennt vægari í Skandinavíu en í enskumælandi löndum og framkvæmd þeirra mannúðlegri en tíðkast víðast hvar annars staðar. Ísland er ekki alltaf tekið með í samanburði af þessu tagi en ýmislegt bendir samt til þess að Ísland geti ekki síður talist til undantekningar á alþjóðasviðinu eins og önnur Norðurlönd.[16] Fangatala á Íslandi er til að mynda með því lægsta sem þekkist og jafnvel ívið lægri en á hinum Norðurlöndunum.[17]

Framtíð fangelsismála á Íslandi

Nýtt nútímalegt öryggisfangelsi á Hólmsheiði var tekið í notkun í lok árs 2016. Aukið fangapláss á ekki að þurfa að koma til á næstu árum og á ekki að vera á stefnuskrá stjórnvalda. Mikilvægt er að huga nánar að innra starfinu í fangelsum landsins og efla úrræðin sem þar eru í boði. Fjárskortur hefur komið í veg fyrir tilhlýðilega sérhæfða þjónustu og hamlað öllu innra starfi eins og skýrslur ríkisendurskoðanda hafa ítrekað bent á.

Nýju lögin um fangelsi sem samþykkt voru á Alþingi árið 2016 fólu í sér nokkur nýmæli, eins og fjölskylduleyfi í 48 klukkustundir til þeirra sem sitja af sér langa dóma, þótt ekki hafi verið stigin stór skref í átt til betrunar. Almennt er staða fanga bágborin. Margir stríða við örðugleika af ýmsu tagi eins og ofvirkni, lesblindu, athyglisbrest, auk misnotkunar vímuefna.[18] Skuldir eru oft miklar og þörf á aukinni aðstoð brýn til að auðvelda farsæla aðlögun að samfélaginu að aflokinni afplánun. Í þessu samhengi ber að fagna auknu aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu sem nýlega var samþykkt.[19] Meiri eftirfylgni með föngum að aflokinni afplánun er annað jákvætt skref sem er í undirbúningi.[20] Afstaða, félag fanga, hefur sömuleiðis unnið mikilvægt starf á undanförnum árum í málefnum fanga og aðstandenda þeirra.[21]

Hærra hlutfall opinna fangelsisrýma má alveg setja í meiri forgang. Einungis lítill hluti fanga er hættulegur og strok hafa aldrei verið tíð hér á landi. Innilokun í öryggisfangelsi til lengri tíma án netaðgangs er ekki uppbyggileg fyrir betrun og farsæla aðlögun að samfélaginu að nýju eftir afplánun dóma. Opin fangelsi geta í ríkari mæli leyst lokuð úrræði af hólmi og verið stærri hluti af umbunarkerfinu innan fangelsanna fyrir góða hegðun en er í dag.

Stjórnvöld eiga á sama tíma óhikað halda áfram að þróa afplánun refsidóma utan fangelsa. Áhersla af því tagi dregur úr útgjöldum hins opinbera vegna afplánunar í fangelsi sem hægt væri að verja til endurhæfingar og aðlögunar að samfélaginu sjálfu utan fangelsa, sem aftur dregur úr þörfinni á meira fangaplássi.

Rannsóknir sýna að afplánunarúrræði utan fangelsa hafa ekki leitt til meiri ítrekunartíðni afbrota en innilokun í fangelsi.[22] Markviss endurhæfing í fangelsum og meira aðgengi að opnum úrræðum utan þeirra hefur þvert á móti reynst vel í að draga úr ítrekun afbrota eins og reynslan hefur sýnt í Noregi. Að því marki eiga stjórnvöld hiklaust að stefna í framtíðinni.

Tilvísanir:
  1. ^ Fangelsismálastofnun ríkisins, (2019). Heimasíða stofnunarinnar. Sótt 4. desember 2019 af: https://www.fangelsi.is/
  2. ^ Lauritsen, A. N. (2019). Crime and Crime Control in Four Nordic Island Societies: The Faroe Islands, Greenland, Iceland and Åland Islands. Århus: The Scandinavian Research Council for Criminology. Sótt 4. desember 2019 af: https://www.nsfk.org/wp-content/uploads/sites/10/2019/10/Report_Crime-punishment-social-marginalization-and-rehabilitation-in-small-societies.pdf
  3. ^ Gunnlaugsson, H. og Galliher, J.F. (2000). Wayward Icelanders: Punishment, Boundary Maintenance, and the Creation of Crime. Madison: University of Wisconsin Press.
  4. ^ Ríkisendurskoðun, (2013). Skýrsla um eftirfylgni: Skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010). Skýrsla til Alþingis. Reykjavík: Ríkisendurskoðun. Sótt 4. desember 2019 af: https://rikisendurskodun.is/wp-content/uploads/2016/01/fangelsismal_eftirfylgni4.pdf
  5. ^ Pakes, F. og Gunnlaugsson, H. (2018). A more Nordic Norway? Examining prisons in 21st century Iceland. The Howard Journal of Crime and Justice. 57(2), 137-151. Sótt 4. desember 2019 af: https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/hojo.12244
  6. ^ Nordisk Statistik, (2019). Nordisk Statistik: För kriminalvården i Danmark, Finland, Island, Norge och Sverige 2013-2017. Norrköbing: Kriminalvården. Sótt 3. desember 2019 af: https://www.fangelsi.is/media/almennt/Nordisk-statistik-2013-2017.pdf
  7. ^ Heimasíða norsku fangelsismálastofnunarinnar, (2019). Type fengsel og sikkerhet. Sótt 3. desember 2019: https://www.kriminalomsorgen.no/type-fengsel-og-sikkerhet.237877.no.html
  8. ^ Heimasíða dönsku fangelsismálastofnunarinnar, (2019). Fængsel. Sótt 3. desember 2019 af: https://www.kriminalforsorgen.dk/straf/faengsel/
  9. ^ Ásdís Ásgeirsdóttir, (2019, 30. nóvember). Að umgangast vald með auðmýkt. Morgunblaðið. Sótt 4. Desember 2019 af: https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1739617%2F%3Ft%3D408738967&page_name=grein&grein_id=1739617
  10. ^ Alþingi, (2016). Lög um fullnustu refsinga. Þingskjal 1025, 145. Löggjafarþing 332. mál fullnusta refsinga (heildarlög). Lög nr. 15. 23. mars 2016. Sótt 3. desember 2019 af: http://www.althingi.is/altext/145/s/1025.html.
  11. ^ Kristoffersen, R., (2013). Relapse study in the correctional services of the Nordic countries:Key results and perspectives. Sótt 3. desember 2019 af: https://krus.brage.unit.no/krus-xmlui/handle/11250/160435
  12. ^ Baumer, E., Wright, R., Kristinsdóttir, K. og Gunnlaugsson, H. (2002). Crime, shame and reintegration: The case of Iceland. British Journal of Criminology, 43(1), 40-59.
  13. ^ Ragnheiður Bragadóttir, (2019). Nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks. Reykjavík: Bókaútgáfan Codex.
  14. ^ Pratt, J. (2008a). Scandinavian exceptionalism in an era of penal excess: Part I: The nature and roots of Scandinavian exceptionalism. British Journal of Criminology 48(2), 119-137.
  15. ^ Pratt, J. (2008b). Scandinavian exceptionalism in an era of penal excess: Part II: Does Scandinavian exceptionalism have a future? British Journal of Criminology 48(3), 275-292.
  16. ^ Sama og númer 4.
  17. ^ World Prison Brief, (2017). Prison Studies. Sótt 3. desember 2019:https://www.prisonstudies.org/highest-to-lowest/prison_population_rate?field_region_taxonomy_tid=All
  18. ^ Hildur Hlöðversdóttir, (2015) „Það er ástæða fyrir endurkomum, engin vinna eða tækifæri og enginn geðlæknir“. Félagslegur bakgrunnur fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu að lokinni afplánun. MA ritgerð í félagsfræði. Reykjavík: Háskóli Íslands.
  19. ^ Jóhann Bjarni Kolbeinsson, (2019, 5. desember). Fangar fá aðgang að geðlæknum: Ég fékk bara tár í augun. RÚV. Sótt 13. desember 2019 af: https://www.ruv.is/frett/fangar-fa-adgang-ad-gedlaeknum-eg-fekk-bara-tar?term=Fangar&rtype=news&slot=1
  20. ^ Lillý Valgerður Pétursdóttir, (2019, 12. desember). Fimmtungur fanga aftur í fangelsi innan tveggja ára. Visir.is. Sótt 13. desember 2019 af: https://www.visir.is/g/2019191219649/fimmtungur-fanga-aftur-i-fangelsi-innan-tveggja-ara
  21. ^ Sjá heimasíðu: Afstada.is.
  22. ^ Yukhnenko, D, Wolf, A, Blackwood, N, og Fazel, S. (2019). Recidivism rates in individuals receiving community sentences: A systematic review. PloS ONE 14(9). Sótt 4. desember, 2019 af: https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0222495

Myndir:

Spurningin í fullri lengd:
Góðan dag, veit ekki hvort þessi spurning eigi heima hér en ég læt hana flakka. Mig langar að vita um munin á opnum fangelsum á Íslandi og á Norðurlöndunum? Ég veit að munurinn er mikill og í sumum Norðurlöndunum er lagt mikið upp með það að skila föngum betri út í samfélagið. Ekki eins og hér þar sem er eingöngu er refsistefna og þá geymsla kannski frekar en betrun. Ég veit að dagsleyfi og eða helgar og vikuleyfi frá fangelsum á Norðurlöndunum eru algeng. Hér á íslandi er það sjaldgæft og helgarleyfi koma bara til skoðunar þegar viðkomandi fangi er búin að vera á venjulegum dagsleyfum i a.m.k 2 ár. Hefur verið tekið saman einhver tölfræði um virkni fangelsa? Eins og t.d. endurkoma þar sem betrunarstefna er og eins og hér á Íslandi þar sem hún er ekki? Mig langar að vita ef þið getið svarað bara svona áherslumuninum og hver munurinn er á fangelsunum hér og á Norðurlöndunum.
...