Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1934 svör fundust
Hvert er íslenska heitið á blómi sem kallast Belladonna?
Upprunalega spurningin hjóðaði svona: Hvert er íslenska heitið á blómi sem bar heitið Belladonna í Gróðrarstöð Reykjavíkur árið 1923 og til hvaða nytja er það? Sennilega er hér átt við tegund sem á fræðimáli kallast Delphinium belladonna og nefnist á íslensku, riddaraspori. Hún hefur eitthvað verið ræktuð hérlend...
Af hverju er jörðin hnöttótt?
Á Vísindavefnum eru til nokkur svör sem skýra út af hverju jörðin, aðrar plánetur og stjörnur er hnöttóttar en ekki einhvern veginn öðru vísi í laginu, til dæmis kassalaga eða sexhyrndar eins og við teiknum oft stjörnu á blað. Í svari við spurningunni Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnö...
Hvað merkir nafnið Rangá?
Rangá er nafn á nokkrum ám í landinu: Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu.Á í landi Ófeigsstaða í Ljósavatnshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, og nýbýli kennt við hana.Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu (Landnámabók), og bær kenndur v...
„Ef A = B og B = C þá er A = C.“ Hvernig má það vera? Ef um sama hlutinn er að ræða, af hverju skyldum við skipta honum í A, B og C?
Þegar táknið „=“ er notað, þá er það almennt fyrst og fremst í tveimur merkingum. Í fyrsta lagi merkir það „jafnt og“, þ.e. gefið er til kynna að það sem stendur sitt hvoru megin við „=“ sé jafnt eða jafnstórt (í einhverjum skilningi), eða öllu heldur vísi til þess sem er jafnt eða jafnstórt. Þegar sagt er t.d....
Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?
Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...
Af hverju eru orðin "getur ekki" og "mun aldrei" notuð svo títt á Vísindavefnum?
Spyrjandi bætir við:Ef haft er til hliðsjónar: "...maðurinn á ALDREI eftir að fljúga..."Þessi spurning kemur okkur óneitanlega á óvart því að hitt heyrist fullt eins oft að vísindin gefi ekki nógu afdráttarlaus svör og vísindamenn setji svör sín oft fram með miklum fyrirvörum. Ef fullyrðing spyrjanda væri rétt mæt...
Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...
Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?
Áður en þessu er svarað beint er rétt að huga snöggvast að skilgreiningu á krabbameini. Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í bl...
Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi? Ef svo er, hver tekur þá ákvörðun um eignarnámið?Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði um vernd eignarréttarins. Þar segir:Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf kref...
Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum?
Frumheimildir eru „hráefni“ sagnfræðingsins. Það sem allar frumheimildir eiga sameiginlegt er að þær verða til á því tímabili sem verið er að fjalla um. Algengastar eru ritheimildir, til dæmis lög, skýrslur, bréf, dagbækur, sjálfsævisögur, tilskipanir, dagblöð og dómasöfn, en aðrar frumheimildir geta verið bókstaf...
Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?
Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt. Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæm...
Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?
Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað: "Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kr...
Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum?
Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Leysirinn varpar grænu l...
Hvað merkja orðin „strjúpi“ og „drundur“?
Orðið strjúpi er notað um háls á dýri eða manni, einkum ef höfuðið hefur verið höggvið af. Einnig er til kvenkynsmyndin strjúpa í sömu merkingu. Sumir kalla banakringluna strjúpalið en þá er átt við efsta hálsliðinn. Orðið strjúpi virðist ekki hafa neina aðra merkingu. Drundur er notað í þrenns konar merkingu. ...