Öðru hvoru rekast menn á flæðarmúsina á háfjöru, oftast í sendnum fjörum. Hún lifir á grunnsævi en hefur þó fundist á allt að 1000 metra dýpi. Flæðarmýsnar verða um 15-20 cm langar og mesta breidd þeirra er um 5 cm. Flæðarmýs eru einnig kunnar úr íslenskri þjóðtrú sem kynjamýs er draga eiganda sínum peninga úr sjó. Best þótti að geyma slíkar mýs í hveiti. Orðið flæðarmús er einnig notað um menn sem þekkja lítt til sjóferða, en þeir nefnast einnig landkrabbar. Mynd: MarLIN.
Hvað er flæðarmús?
Öðru hvoru rekast menn á flæðarmúsina á háfjöru, oftast í sendnum fjörum. Hún lifir á grunnsævi en hefur þó fundist á allt að 1000 metra dýpi. Flæðarmýsnar verða um 15-20 cm langar og mesta breidd þeirra er um 5 cm. Flæðarmýs eru einnig kunnar úr íslenskri þjóðtrú sem kynjamýs er draga eiganda sínum peninga úr sjó. Best þótti að geyma slíkar mýs í hveiti. Orðið flæðarmús er einnig notað um menn sem þekkja lítt til sjóferða, en þeir nefnast einnig landkrabbar. Mynd: MarLIN.
Útgáfudagur
28.8.2003
Spyrjandi
Jóhann Harðarson
Tilvísun
JMH og JGÞ. „Hvað er flæðarmús?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3689.
JMH og JGÞ. (2003, 28. ágúst). Hvað er flæðarmús? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3689
JMH og JGÞ. „Hvað er flæðarmús?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3689>.