Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu algengari í ensku en í íslensku. [..] En Vísindavefurinn fylgir í þessu sem flestu öðru hefðbundinni íslenskri stafsetningu þar sem bæði jörðin, sólin og tunglið eru skrifuð með litlum staf. Í íslensku dugir viðskeytti greinirinn (jörðin, sólin, tunglið) til að taka af öll tvímæli um hvað við er átt, en jafnframt hefur hann trúlega fælt menn frá því í öndverðu að hafa þarna stóran staf.Áhugasömum er bent á að lesa svarið í heild sinni.
Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?
Útgáfudagur
4.5.2004
Spyrjandi
Gunnhildur Garðarsdóttir
Tilvísun
EÖÞ. „Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4215.
EÖÞ. (2004, 4. maí). Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4215
EÖÞ. „Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4215>.