Stjörnurnar eru kúlulaga af því að þyngdarkraftur milli efnisagnanna í þeim togar þær saman og þær eru í rauninni "mest saman" með því að mynda kúlu. Þannig verður til dæmis orka þeirra minnst.Um þetta má einnig lesa í ýtarlegu svari við spurningunni Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.