Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 612 svör fundust
Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?
Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna: Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgr...
Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði?
Utan hins norræna málsvæðis eru einungis varðveitt örfá eddukvæða brot um fornar hetjur. Drjúgur hluti hins norræna efnis fjallar hins vegar um forna germanska guði sem skýrar vísbendingar eru um að hafi verið tignaðir víða um Evrópu á heiðnum tíma. Nútímamaðurinn vissi þó fátt um þessi goð ef ekki væri fyrir ísle...
Hvað er læsi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er læsi? Hér er átt við læsi í sinni víðustu mynd ekki orðabókarskilgreiningu. Orðið læsi í íslensku er notað bæði sem almennt orð og íðorð. Læsi sem almennt orð Sem almennt orð er læsi notað bæði í bókstaflegri merkinu og í yfirfærðri merkingu: Í bóks...
Hvað éta fiðrildi?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig er lífhringur fiðrilda yfir árið? Fiðrildi eru ættbálkur skordýra sem heitir á latínu Lepidoptera. Lepidoptera þýðir hreisturvængjur, sem vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Þetta verða allir varir við sem snerta fiðrildi. Skipta má fiðrildum í ...
Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?
Esperantó er eins og margir vita tilbúið tungumál og hið útbreiddasta af slíkum málum. Höfundur þess var Ludvic Lazarus Zamenhof (1859–1917), pólskur læknir og málamaður. Nafnið er dregið af dulnefni Zamenhofs en hann skrifaði fyrstu bók sína undir heitinu „D-ro Esperanto“. Esperantó þýðir í raun ‘sá sem vonar’. ...
Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?
Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...
Hvað er að rota jólin?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er orðtakið „að rota jólin“ hugsað? Hvaðan er það komið? Hvernig rotar maður jólin? Er það gamall siður? Orðatiltækið að rota jólin er þekkt að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það var haft um hvers kyns veislu- og hátíðahöld á þrettándanum, sem er ...
Hvað er seiðskratti?
Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...
Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?
Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...
Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0?
Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...
Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Helga Jónsdóttir rannsakað?
Anna Helga Jónsdóttir er tölfræðingur sem stundar rannsóknir á vefstuddri kennslu. Hún gegnir stöðu dósents í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og hefur áhuga á ýmis konar líkanagerð, sér í lagi á sviði kennslumála. Helstu rannsóknarverkefni Önnu Helgu undanfarin ár snúa að rannsóknum á stærðfræði- og ...
„Hvenær kemst ég í þennan skóla?“
Háskólalestin heimsótti Bolungarvík 10. og 11. maí 2019 og seinni daginn var haldin vísindaveisla í félagsheimili staðarins. Þar gátu gestir og gangandi meðal annars leitað að fornleifum, gert ýmsar tilraunir, leikið sér með ljós og rafmagn og leyst fjölmargar þrautir. Óhætt er að segja að hinn 11 ára Oliwier M. U...
Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?
Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...
Hvað er daoismi?
Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...
Af hverju hernámu Bretar Ísland?
Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík snemma morguns og innan skamms var bærinn fullar af hermönnum. Margir bæjarbúar höfðu vaknað um nóttina vegna flugvéladyns en menn áttu því ekki að venjast á þessum tíma. Grunur vaknaði þegar um hvað væri í aðsigi. Óvissan sneri...