Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Esperantó er eins og margir vita tilbúið tungumál og hið útbreiddasta af slíkum málum. Höfundur þess var Ludvic Lazarus Zamenhof (1859–1917), pólskur læknir og málamaður. Nafnið er dregið af dulnefni Zamenhofs en hann skrifaði fyrstu bók sína undir heitinu „D-ro Esperanto“. Esperantó þýðir í raun ‘sá sem vonar’.

Málfræði esperantós er án undantekninga sem léttir vissulega fyrir þeim sem vilja læra tungumálið og beita því. Einstök orð eru mynduð með aðskeytum, það er forskeytum og viðskeytum, og auðvelt er að mynda og skilja ný orð.

Ídó varð til snemma á 20. öld og byggir að talsverðu leyti á esperantó. Hugmyndin var að sníða helstu galla af esperantó sem áhangendur ídó töldu að stæðu útbreiðslu fyrir þrifum.

Esperantó og ídó eiga ýmislegt sameiginlegt. Tungumálin tvö eru þannig úr garði gerð að mönnum reynist auðvelt að tileinka sér þau. Í ídó er að mestu notuð málfræði esperantós og er í báðum málum reynt að hafa hana einfalda. Orðaforðinn er sömuleiðis keimlíkur, og bæði esperantó og ídó nota fjölda tökuorða úr ýmsum Evrópumálum.

Í ídó felast svo nokkrar breytingar frá esperantó. Esperantó hefur 28 bókstafi, þar af sex sem ekki eru í latneska stafrófinu, ĉ, ĝ, ĥ, ĵ, ŝ og ŭ. Í ídó nota menn aftur á móti 26 stafi úr latneska stafrófinu og tvo til viðbótar, ch og sh í stað ĉ og ŝ í esperantó. Í esperantó þarf lýsingarorð að standa í sömu tölu og sama falli og nafnorðið sem það stendur með. Þannig er þessu ekki farið í ídó. Í esperantó er ending þolfalls –n en þolfall er endingarlaust í ídó.

Með því að bera saman málin tvö virðist ídó hafa einfaldað nokkur atriði en að öðru leyti eru málin afar svipuð. Því er líklega heldur auðveldara að tileinka sér ídó en esperantó. Mun fleiri eru samt sem áður í þeim hópi manna sem notar esperantó sem samskiptamál við aðra, og eru þeir þó ekkert sérlega margir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.3.2007

Spyrjandi

Guðrún Magnúsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6559.

Guðrún Kvaran. (2007, 28. mars). Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6559

Guðrún Kvaran. „Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6559>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?
Esperantó er eins og margir vita tilbúið tungumál og hið útbreiddasta af slíkum málum. Höfundur þess var Ludvic Lazarus Zamenhof (1859–1917), pólskur læknir og málamaður. Nafnið er dregið af dulnefni Zamenhofs en hann skrifaði fyrstu bók sína undir heitinu „D-ro Esperanto“. Esperantó þýðir í raun ‘sá sem vonar’.

Málfræði esperantós er án undantekninga sem léttir vissulega fyrir þeim sem vilja læra tungumálið og beita því. Einstök orð eru mynduð með aðskeytum, það er forskeytum og viðskeytum, og auðvelt er að mynda og skilja ný orð.

Ídó varð til snemma á 20. öld og byggir að talsverðu leyti á esperantó. Hugmyndin var að sníða helstu galla af esperantó sem áhangendur ídó töldu að stæðu útbreiðslu fyrir þrifum.

Esperantó og ídó eiga ýmislegt sameiginlegt. Tungumálin tvö eru þannig úr garði gerð að mönnum reynist auðvelt að tileinka sér þau. Í ídó er að mestu notuð málfræði esperantós og er í báðum málum reynt að hafa hana einfalda. Orðaforðinn er sömuleiðis keimlíkur, og bæði esperantó og ídó nota fjölda tökuorða úr ýmsum Evrópumálum.

Í ídó felast svo nokkrar breytingar frá esperantó. Esperantó hefur 28 bókstafi, þar af sex sem ekki eru í latneska stafrófinu, ĉ, ĝ, ĥ, ĵ, ŝ og ŭ. Í ídó nota menn aftur á móti 26 stafi úr latneska stafrófinu og tvo til viðbótar, ch og sh í stað ĉ og ŝ í esperantó. Í esperantó þarf lýsingarorð að standa í sömu tölu og sama falli og nafnorðið sem það stendur með. Þannig er þessu ekki farið í ídó. Í esperantó er ending þolfalls –n en þolfall er endingarlaust í ídó.

Með því að bera saman málin tvö virðist ídó hafa einfaldað nokkur atriði en að öðru leyti eru málin afar svipuð. Því er líklega heldur auðveldara að tileinka sér ídó en esperantó. Mun fleiri eru samt sem áður í þeim hópi manna sem notar esperantó sem samskiptamál við aðra, og eru þeir þó ekkert sérlega margir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

...