Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1213 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir vínarbrauð þessu nafni, er það komið frá Vínarborg?

Íslendingar hafa líklegast kynnst vínarbrauðum hérlendis á 19. öld því að Elín Jónsson Briem gefur uppskrift af þeim í Kvennafræðaranum. Hún segir: Vínarbrauð. Sama deig eins og í kökusnúðum smurt á plötu og stráð á það steyttum sykri (1911:189).Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru ekki mörg dæmi um vínarbrauð, e...

category-iconVísindafréttir

Háskólalestin með vísindaveislu á Vestfjörðum

Háskólalestin fór á norðanverða Vestfirði í maí 2017. Vísindaveisla var haldin á Suðureyri laugardaginn 20. maí og þar fengu gestir meðal annars að spreyta sig á ýmsum gátum og þrautum. Mæðgurnar Petra og Kristey voru þær einu sem náðu að leysa allar þrautirnar og óskar Vísindavefurinn þeim innilega til hamingju m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll?

Svarfhóll er nafn á að minnsta kosti níu bæjum í landinu: Bær í Svínadal í Hvalfjarðarsveit í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Stafholtstungum í Mýrarsýslu. Hann stóð á lágum öldóttum klapparhrygg. Bær í Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Bær í Miklaholtshreppi í Snæfellssýslu. Þar þykir hvassviðrasamt. Bær í Miðdölum í D...

category-iconLögfræði

Máttu verja heimili þitt við innbrot?

Í 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 40/1940 er kveðið á um að: [þ]að verk [sé] refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en...

category-iconMálvísindi: íslensk

Merkir edda virkilega langamma?

Í mörgum orðabókum stendur að orðið edda merki ‘langamma’. En hvað segja gögnin í raun og veru? Orðið edda er alls ekki algengt í fornritum. Það kemur aðeins fyrir á einum stað sem almennt orð (fremur en sem heiti á eddunum tveimur). Eina gagnið um orðið edda á miðöldum er Snorra-Edda. Þar segir ekki að edda me...

category-iconFornleifafræði

Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum?

Í heild var spurningin svona: Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum, það er innihaldi þeirra, uppruna, aldri o.s.frv.? Handritafræði er sjálfstæð fræðigrein sem er stunduð víða um heim og á rætur í athugunum og hugmyndum þýskra fræðimanna um miðja 19. öld. Í fyrstu voru skriftareinke...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum? Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar rit er Konungsskuggsjá?

Konungsskuggsjá er norskt rit frá árunum 1250-1260 eða svo. Það er varðveitt í íslenskum og norskum handritum en höfundur þess er ekki kunnur. Lengi vel var talið að Konungsskuggsjá tilheyrði svokallaðri Fürstenspiegel-bókmenntagrein en fræðimaðurinn Einar Már Jónsson sýndi fram á að það stæðist ekki. Fürstensp...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?

Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu, í þeim hluta hennar sem talið er að hafi upphaflega verið saminn sem Þórðar saga kakala en síðan tekinn inn í safnritið Sturlungu. Bardaginn var háður 19. apríl 1246 við Djúpadalsá í Skagafirði þar sem hún rennur að austan niður í Skagafjörð. Bardagi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?

Spyrjandi bætir við:Hvernig vitið þið til dæmis hversu margir nota Windows stýrikerfi?Líklegt er að spyrjandi hafi lesið svar við spurningunni Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? Þar kemur fram að starfsmenn Vísindavefsins hafa meðal annars aðgang að upplýsingum um það hvaða stýrikerfi gestir nota. Þessar ...

category-iconHugvísindi

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?

Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...

category-iconLögfræði

Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?

Í 38. grein laga um kosningar til Alþingis segir meðal annars:Dómsmálaráðuneytið skal þegar tilkynna stjórnmálasamtökum, sem eru á skrá, um ný stjórnmálasamtök sem tilkynnt eru og um ósk þeirra um listabókstaf. Ákveður ráðuneytið bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annar...

category-iconFélagsvísindi

Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir?

Um vefverslanir gilda í grunninn sömu reglur og um aðra verslun. Greiða þarf skatta, til dæmis virðisaukaskatt og eftir atvikum tolla af þeim viðskiptum og vörum sem keyptar eru í gegnum Netið. Fyrirtæki sem halda úti vefverslunum verða einnig að bókfæra viðskiptin með sama hætti og önnur viðskipti. Að sama skapi ...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig starfar þing eftir þingrof?

Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?, Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og Hvaða áhrif hefur þingrof? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör. Eftir að þing hefur verið halda þingmenn umboði sínu en eðlilegt er að velta ...

category-iconFélagsvísindi

Eru skessur tröll?

Já skessur eru tröll, að minnsta kosti ef marka má það sem fram kemur í bók Árna Björnssonar Íslenskt vættatal. Þar segir: „Tröllkarl heitir einnig jötunn, risi og þurs en tröllkerling er kölluð flagð og gýgur en oftast skessa.“ (bls. 23). Í bók Árna er skemmtileg lýsing á tröllum og fer hún hér á eftir í aðein...

Fleiri niðurstöður