[þ]að verk [sé] refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til.Öllum er því heimilt að verjast ólögmætri árás ef neyðarvörnin uppfyllir skilyrði ákvæðisins. Hugtakið ólögmæt árás hefur í þessu ákvæði verið túlkað rúmt svo árásin getur beinst að eignum manns og heimili. Innbrot væri því ólögmæt árás og því mættu heimilismenn og eigendur verjast slíkri árás svo lengi sem vörnin sé ekki augsýnilega hættulegri en árásin og tjónið sem vænta mátti vegna hennar.

Hér á landi er heimilt að verjast ólögmætri árás ef neyðarvörnin uppfyllir skilyrði 12. gr. almennra hegningarlaga. Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna er rétturinn mun rýmri.
- Brian Stansberry. No Trespassing signs - Wikimedia Commons. Sótt 31.03.21 og birt undir CC BY 3.0 leyfinu.
- Jónatan Þórmundsson. Afbrot og refsiábyrgð III. bls. 119.
- Ólafur Egill Jónsson. Neyðarvörn í skjóli heimilisins. Sótt 31.03.21.