Vínarbrauð. Sama deig eins og í kökusnúðum smurt á plötu og stráð á það steyttum sykri (1911:189).Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru ekki mörg dæmi um vínarbrauð, einungis 17 og þar af hefur eitt slæðst inn ritað með -e-, það er, vínerbrauð. Það er úr sögunni Brúðarkjóllinn eftir Kristmann Guðmundsson en ekki má kenna höfundi um þennan danskættaða rithátt. Sagan var skrifuð á dönsku og gefin út 1927 (Brudekjolen) en þýdd á íslensku 1933 af Ármanni Halldórssyni.

Íslendingar hafa líklegast kynnst vínarbrauðum hérlendis á 19. öld. Orðið er lagað að danska orðinu wienerbrød en það hefur verið tengt Vínarborg sem á máli heimamanna heitir Wien. Rétt er þó að geta að vínarbrauð eru ekki borðuð í Vín.
En hún gaf mér ekki vínirbrauð, heldur snúð. Ég hefði að vísu heldur kosið vínirbrauð með grænni sykurkvoðu og hindberjamauki;Í Guðsgjafarþulu sat höfundur ásamt konu á kaffihúsi. Þau höfðu pantað kaffi en vildu nú fá með því. Ekki átti veitingamaðurinn rúgbrauð og egg en (1972:54):
Þó ótrúlegt megi virðast kom þessi hjartalausi páfi aftur með tvö vínirbrauð volg og ángandi, svotil útúr ofninum, og maður hlaut að undrast framþróun mannkynsins að nú skyldi vera búið að finna upp alt það kruðirí, sultutau og marglita sykurkvoðu sem til þarf að hræra saman þessa fæðutegund.Og Bersi Hjálmarsson spurði sögumanninn (1972:75):
Er það satt að vínirbrauðin séu orðin svo vond á Blöndósi síðan danir hættu að baka þar, að hestar vilji þau ekki?Halldór virðist hafa haft dálæti á að skrifa fremur vínir- en vínar- því að í bókum hans finnast bæði orðin vínirber og vínirkruss. Í Nudansk ordbog (1999:1567) er flettan wienerbrød og hefur orðið vínarbrauð verið lagað að því. Danska orðið hefur verið tengt Vínarborg sem á máli heimamanna heitir Wien. Rétt er þó að geta að vínarbrauð eru ekki borðuð í Vín. Heimildir:
- Elín Jónsson fædd Briem. 1911. Kvennafræðarinn. Fjórða prentun aukin og endurbætt. Reykjavík, Sigurður Kristjánsson.
- Halldór Laxness. 1957. Brekkukotsannáll. Reykjavík, Helgafell.
- Halldór Laxness. 1972. Guðsgjafarþula. Reykjavík, Helgafell.Halldór Laxness. 1989. Salka Valka. 5. Útgáfa. Reykjavík, Vaka–Helgafell.
- Politikens Nudansk ordbog med etymologi. 1999. I–II. København, Politikens forlag.
- Nu blir det wienerbröd… | Flickr - Photo Sharing!. (Sótt 7.10.2013).