Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 778 svör fundust
Á hverju lifa hettumávsungar?
Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri. Algengast er að he...
Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi?
Mismunandi aðferðir eru notaðar við virkjun sjávarfalla. Gróflega má flokka sjávarfallavirkjanir í tvo flokka, virkjanir sem nýta fallhæð og virkjanir sem nýta straumhraða. Meira má lesa um þessar tegundir virkjana í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir? Einn af ú...
Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?
Sandlóa (Charadrius hiaticula) er af ætt fjörufugla (Charadriidae). Hún er algeng hér á landi og finnst á gróðurlitlum svæðum á láglendi um allt land. Sandlóan er lítill og feitlaginn fugl nokkuð svipuð heiðlóu að vexti. Hún er frá 18 til 20 cm á lengd og vegur um 60 grömm. Vænghaf hennar er allt upp í 55 cm á l...
Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?
Það er stundum haft á orði að strákar hugsi með klofinu. Þetta ber þó vitanlega ekki að skilja bókstaflega enda hugsum við öll með heilanum. Hér er átt við að karlmenn hafi meiri áhuga á kynlífi en konur. Spurningin snýst þess vegna í grunninn um það af hverju strákar og stelpur hugsi ekki eins. Kannski mundu m...
Hvernig varð heimurinn til?
Vísindamenn telja að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Edwin Hubble komst að því á 3. áratug síðustu aldar að heimurinn væri að þenjast út en hann tók eftir því að ljósið sem barst frá fjarlægum vetrarbrautum virtist fjarlægjast okkur. En ef alheimurinn er að þenjast út er ljóst að efnið í heiminum hefur á...
Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?
Atelopus pinangoi og Atelopus nanay eru smávaxnar körtutegundir af ættkvíslinni Atelopus. Til þessarar ættkvíslar teljast að minnsta kosti 84 tegundir. Helsta einkenni þeirra er skært og áberandi litafar. Þær eru dagförular, það er að segja virkar að degi til en halda sig til hlés í myrkri. Þessar tegundir finnast...
Hvað voru mammútar þungir?
Vísindamenn hafa greint að minnsta kosti 14 tegundir loðfíla eða mammúta. Flestar þessara tegunda voru áþekkar asíska fílnum (Elephantus maximus) að stærð, um 2,5-4 m á herðakamb, en nokkru þyngri en sá asíski eða 6-8 tonn. Lesa má meira um asíska fílinn í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt m...
Hvað er svarthol?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...
Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?
Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...
Hver var Nikolaas Tinbergen og hvaða rannsóknir stundaði hann á atferli dýra?
Niko Tinbergen (Nikolaas Tinbergen) fæddist í Haag í Hollandi þann 15. apríl 1907. Hann andaðist árið 1988. Hann var lítill námshestur sem barn en naut þess að vera í útiíþróttum, leika sér í fjörunni og að sulla í vatni. Tinbergen var með fiskabúr heima hjá sér og í menntaskóla sá hann um slík búr í skólanum. Þet...
Af hverju er ekki hægt að rökræða við konur?
Í spurningunni sjálfri kemur fram margt af því sem eitrar umræður og gerir þannig rökræður ómögulegar. Hún er til dæmis leiðandi, með því að svara spurningunni beint er hætt við að svarandi viðurkenni að spyrjandi hafi eitthvað til síns máls. Í henni felst alhæfing sem engin gögn eru fyrir og svo er hún fordómaful...
Fyrir hvaða rannsóknir er Ævar vísindamaður þekktastur?
Ævar vísindamaður er einn best þekkti og fjölhæfasti vísindamaður Íslands. Hann hefur einkum einbeitt sér að rannsóknum sem aðrir vísindamenn hafa ekki treyst sér til að sinna. Ævar vísindamaður hefur stundað rannsóknir á ystu jöðrum ýmissa fræðasviða, þar á meðal stjarneðlisfræði, líffræði, efnafræði, fornleif...
Af hverju deyja fuglar sem lenda í olíu eftir olíuslys?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað gerist við fiska og fugla þegar olíuslys gerast í sjó? Olíuslys nefnist það þegar mikið af olíu sleppur út í umhverfið með tilheyrandi skaða fyrir náttúruna. Fréttum af slíkum viðburðum fylgja gjarnan myndir af olíublautum fuglum sem geta sér enga björg veitt. En hve...
Er heimspeki tilgangslaus?
Stutta svarið við spurningunni er: Nei, en það veltur samt eiginlega á þér. Þegar maður veltir spurningunni fyrir sér vakna fleiri spurningar: Hvað er tilgangur? Hvaðan kemur tilgangur? Hvers konar hlutir geta haft tilgang? Það virðist vera grundvallarmunur á að spyrja um tilgang til dæmis smíðisgripa annars ve...
Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...