Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju deyja fuglar sem lenda í olíu eftir olíuslys?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað gerist við fiska og fugla þegar olíuslys gerast í sjó?

Olíuslys nefnist það þegar mikið af olíu sleppur út í umhverfið með tilheyrandi skaða fyrir náttúruna. Fréttum af slíkum viðburðum fylgja gjarnan myndir af olíublautum fuglum sem geta sér enga björg veitt. En hvers vegna eru fuglar svona viðkæmir fyrir olíu?

Margir olíublautir fuglar deyja úr kulda, ofþornun, hungri eða verða einfaldlega úrvinda við það að reyna að bjarga sér.

Fjaðrir fugla gegna mikilvægu hlutverki, þær einanga og halda hita á fuglunum og koma í veg fyrir að vatn komist að húð þeirra. Þegar olía sest í fiður klessast fjaðrirnar saman, þær hætta að hrinda frá sér vatni og tapa einangrunargildi sínu. Afleiðingarnar eru þær að fuglarnir geta ekki lengur haldið á sér hita og hætta er á ofkælingu. Fuglarnir bregðast við með því að reyna að snyrta sig og laga fjaðrirnar en það er vonlaust verk ef þeir eru gegnblautir af olíu. Brunasár geta myndast á húð fuglanna og ætisleit leggst af því allur tími og orka fuglanna fer í það að þrífa sig.

Margir olíublautir fuglar deyja því úr kulda, ofþornun, hungri eða verða einfaldlega úrvinda við það að reyna að bjarga sér. Einnig er hætta á að fuglarnir drepist ef þeir innbyrða eitruð efni, til dæmis ef þeir éta olíumengaðan sand og fjörudýr eða fá þau ofan í sig við snyrtingu fjaðranna. Efnin geta valdið brunasárum á innyflum þeirra og valdið bilun í nýrum, lungum, lifur og fleiri líffærum. Þá geta olíublautir fuglar einnig drukknað, því þeir eiga ekki eins auðvelt með að fljóta á vatni þegar fiðrið er gegnsósa af olíu. Dauðinn er því vís nema björgunarmenn nái fljótt til fuglanna og geti hreinsað þá.

Eitt af allra verstu olíuslysum sögunnar varð við sprengingu í olíuborpallinum Deepwater Horizon á Mexíkóflóa árið 2010 með þeim afleiðingum að það kviknaði í pallinum og hann síðan sökk. Olía streymdi úr borholunni á hafsbotninum í 87 daga og er talið að um 4,9 milljón tunnur (780.000 m3) af olíu hafi farið út í Mexíkóflóa. Umhverfisskaðinn sem þetta olli hefur ekki að fullu komið í ljós en ljóst er að hann var og er gríðarlegur. Talið er að rúmlega 800 þúsund fuglar hafi drepist auk þess sem áhrifin á sjávarlífverur eins og fiska, sjávarhryggleysingja og hvali voru mjög mikil.

Pelíkanar gegnblautir af olíu. Afleiðing olíuslyssins á Mexíkóflóa 2010.

Annað stórt olíuslys varð þegar olíuflutningaskipið Exxon Valdez strandaði á rifi í Prince William-sundi við Alaska í mars 1989, en talið er að um 260 þúsundir tunnur (41.000 m3) af olíu hafi þá farið í hafið. Áhrifin komu mjög fljótt í ljós en talið er að allt að 250 þúsund sjófuglar hafi orðið olíunni að bráð auk þess sem olíumengunin drap 2.800 sæotra, 300 landseli, 250 skallaerni, 22 háhyrninga og heilmikið af laxi og öðrum fiskum.

Þrjátíu árum eftir þetta mikla slys má enn sjá áhrif mengunarinnar við Prince William-sund og enn finnst þar olía frá slysinu. Algjört hrun varð í fiskstofnum svæðisins sem eru mikilvæg fæða fyrir afræningja á borð við skógarbirni og skallaerni og hefur þeim fækkað á svæðinu. Fæstar tegundir sem vísindamenn hafa fylgst með á svæðinu hafa náð sér að fullu eða eru jafn sterkar og fyrir slysið eða aðeins 13 af 32 hópum dýra sem vísindamenn eru að fylgst með.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.3.2019

Spyrjandi

Díana Mist Heiðarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju deyja fuglar sem lenda í olíu eftir olíuslys?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2019, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76998.

Jón Már Halldórsson. (2019, 7. mars). Af hverju deyja fuglar sem lenda í olíu eftir olíuslys? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76998

Jón Már Halldórsson. „Af hverju deyja fuglar sem lenda í olíu eftir olíuslys?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2019. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76998>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju deyja fuglar sem lenda í olíu eftir olíuslys?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað gerist við fiska og fugla þegar olíuslys gerast í sjó?

Olíuslys nefnist það þegar mikið af olíu sleppur út í umhverfið með tilheyrandi skaða fyrir náttúruna. Fréttum af slíkum viðburðum fylgja gjarnan myndir af olíublautum fuglum sem geta sér enga björg veitt. En hvers vegna eru fuglar svona viðkæmir fyrir olíu?

Margir olíublautir fuglar deyja úr kulda, ofþornun, hungri eða verða einfaldlega úrvinda við það að reyna að bjarga sér.

Fjaðrir fugla gegna mikilvægu hlutverki, þær einanga og halda hita á fuglunum og koma í veg fyrir að vatn komist að húð þeirra. Þegar olía sest í fiður klessast fjaðrirnar saman, þær hætta að hrinda frá sér vatni og tapa einangrunargildi sínu. Afleiðingarnar eru þær að fuglarnir geta ekki lengur haldið á sér hita og hætta er á ofkælingu. Fuglarnir bregðast við með því að reyna að snyrta sig og laga fjaðrirnar en það er vonlaust verk ef þeir eru gegnblautir af olíu. Brunasár geta myndast á húð fuglanna og ætisleit leggst af því allur tími og orka fuglanna fer í það að þrífa sig.

Margir olíublautir fuglar deyja því úr kulda, ofþornun, hungri eða verða einfaldlega úrvinda við það að reyna að bjarga sér. Einnig er hætta á að fuglarnir drepist ef þeir innbyrða eitruð efni, til dæmis ef þeir éta olíumengaðan sand og fjörudýr eða fá þau ofan í sig við snyrtingu fjaðranna. Efnin geta valdið brunasárum á innyflum þeirra og valdið bilun í nýrum, lungum, lifur og fleiri líffærum. Þá geta olíublautir fuglar einnig drukknað, því þeir eiga ekki eins auðvelt með að fljóta á vatni þegar fiðrið er gegnsósa af olíu. Dauðinn er því vís nema björgunarmenn nái fljótt til fuglanna og geti hreinsað þá.

Eitt af allra verstu olíuslysum sögunnar varð við sprengingu í olíuborpallinum Deepwater Horizon á Mexíkóflóa árið 2010 með þeim afleiðingum að það kviknaði í pallinum og hann síðan sökk. Olía streymdi úr borholunni á hafsbotninum í 87 daga og er talið að um 4,9 milljón tunnur (780.000 m3) af olíu hafi farið út í Mexíkóflóa. Umhverfisskaðinn sem þetta olli hefur ekki að fullu komið í ljós en ljóst er að hann var og er gríðarlegur. Talið er að rúmlega 800 þúsund fuglar hafi drepist auk þess sem áhrifin á sjávarlífverur eins og fiska, sjávarhryggleysingja og hvali voru mjög mikil.

Pelíkanar gegnblautir af olíu. Afleiðing olíuslyssins á Mexíkóflóa 2010.

Annað stórt olíuslys varð þegar olíuflutningaskipið Exxon Valdez strandaði á rifi í Prince William-sundi við Alaska í mars 1989, en talið er að um 260 þúsundir tunnur (41.000 m3) af olíu hafi þá farið í hafið. Áhrifin komu mjög fljótt í ljós en talið er að allt að 250 þúsund sjófuglar hafi orðið olíunni að bráð auk þess sem olíumengunin drap 2.800 sæotra, 300 landseli, 250 skallaerni, 22 háhyrninga og heilmikið af laxi og öðrum fiskum.

Þrjátíu árum eftir þetta mikla slys má enn sjá áhrif mengunarinnar við Prince William-sund og enn finnst þar olía frá slysinu. Algjört hrun varð í fiskstofnum svæðisins sem eru mikilvæg fæða fyrir afræningja á borð við skógarbirni og skallaerni og hefur þeim fækkað á svæðinu. Fæstar tegundir sem vísindamenn hafa fylgst með á svæðinu hafa náð sér að fullu eða eru jafn sterkar og fyrir slysið eða aðeins 13 af 32 hópum dýra sem vísindamenn eru að fylgst með.

Heimildir og myndir:

...