Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 606 svör fundust
Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?
Sætuhnúðar eða sætukartöflur, Ipomea batatas, eru ættaðar frá Mið- og Suður-Ameríku og þurfa hærri lofthita og lengri vaxtartíma en boðið er upp á hér á norðurhjara. Hugsanlega ætti samt að geta gengið að rækta sætuhnúða hér á landi í upphituðum gróðurhúsum. Kjörhitastig þeirra er einhvers staðar á bilinu 18-28°C ...
Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi?
Við stækkun dómkirkjunnar í Reykjavík á árunum 1847-8 er sement notað í múrhúðun kirkjunnar. Er það í fyrsta sinn sem sement er notað hér á landi svo að vitað sé. Sement er ekki notað aftur fyrr en við byggingu Dóm- og hegningarhússins 1871. Eftir þetta fara að birtast greinar í tímaritum um möguleika steinsteypu ...
Hvað getið þið sagt mér um rauða hunda?
Rauðir hundar eru veirusjúkdómur alveg eins og mislingar og hlaupabóla. Á þriggja til fjögurra ára fresti kemur upp faraldur en ekki stafar eins mikil smithætta af sjúkdómnum eins og af mislingum og hlaupabólu. Flestir fá mislinga snemma á lífsleiðinni en aftur á móti fá margir rauða hunda fram eftir öllum aldr...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Torfi Jónasson rannsakað?
Jón Torfi Jónasson er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs. Rannsóknarsvið Jóns Torfa var í upphafi skynjun og lestur en síðar sneri hann sér að skrifum um skólastarf og m...
Hvaða rannsóknir hefur Magnús Þorkell Bernharðsson stundað?
Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Magnús Þorkell lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og guðfræði frá HÍ 1990, MA í trúarbragðafræði frá Yale-háskólanum 1992, stundaði nám í...
Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?
Herdís Sveinsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við skurðlækningasvið Landspítala. Herdís hefur komið að fjölda rannsókna um efni tengd hjúkrun og heilbrigði en meginviðfangsefni hennar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara...
Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Jakobsdóttir stundað?
Sólveig Jakobsdóttir er dósent í fjarkennslufræðum við Menntavísindasvið (MVS) Háskóla Íslands og hefur verið forstöðumaður Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) frá því að stofan var stofnuð 2008. Rannsóknir hennar hafa beinst að fjarnámi og -kennslu, upplýsingatækni í menntun og skólastarfi og töl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Eyja Margrét Brynjarsdóttir rannsakað?
Eyja Margrét Brynjarsdóttir er prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar á síðustu árum hafa verið innan félagslegrar heimspeki, einkum félagslegrar frumspeki og félagslegrar þekkingarfræði, auk femínískrar heimspeki. Meðal annars hefur hún fengi...
Má húsvörður leita í herbergjum íbúa á heimavist án þeirra samþykkis?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er leyfilegt fyrir húsfreyju/húsvörð að leita í herbergjum leigjenda á heimavist framhaldsskóla? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Starfsfólk heimavista hefur ekki heimild til að leita í herbergjum íbúa án samþykkis þeirra. Grundvallast þessi nið...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?
Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Megináhersla í rannsóknum hennar hefur verið á breytingar sem urðu á Íslandi á sjöunda áratug tuttugustu aldar í kjölfar námstefnu sem haldin var í Royaumont ...
Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?
Frá aldamótum hefur notkun orðsins hinsegin aukist og þróast hratt en ljóst er að það er notað á mjög margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er það ennþá notað í merkingunni ,öðruvísi‘ og ennþá er talað um að eitthvað sé „svona eða hinsegin“. Í öðru lagi er orðið notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugta...
Hvað er bókun og hvaða lagalegt gildi hefur hún?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvert er lagalegt gildi á bókun, t.d. í samanburði við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir? Í lagamáli er hugtakið bókun meðal annars notað um svonefndan viðbótarsamning við þjóðréttarsamning.[1] Bókunin felur þá í sér nánari útfærslu á því sem fram kemur í þjóðréttarsam...
Hver var Ágúst H. Bjarnason og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) var skipaður í embætti prófessors í heimspeki við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og gegndi því embætti í 34 ár. Embættið fól meðal annars í sér kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda, sem þá var skyldugrein fyrir alla nemendur Háskólans. Þegar Ágúst lét af störfum árið 1945 var ...
Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?
Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...
Hver var Theodor W. Adorno og hvert var framlag hans til vísindanna?
Þýski heimspekingurinn, félagsfræðingurinn og menningarrýnirinn Theodor W. Adorno (1903-1969) er einn þeirra lykilhöfunda sem kenndir eru við Frankfurtar-skólann, en nafnið er tengt „Rannsóknarstofnun í félagsvísindum“ sem var stofnuð við Johann Wolfgang Goethe-háskólann í Frankfurt árið 1924. Meðlimir skólans fen...