
Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hans er stjórnmála- og trúabragðasaga Mið-Austurlanda á 20. öld. Myndin er tekin á fyrirlestri Magnúsar í Hátíðasal HÍ.

Nýjasta verkefni Magnúsar Þorkels er að skrifa bók um hvenær og hvernig ríkisstjórnir Mið-Austurlanda eyðileggja, eða fórna, eigin sögu í nafni framfara og nútímavæðingar. Myndin sýnir Asvan-stífluna í Egyptalandi.
- © Kristinn Ingvarsson.
- File:Aswan Dam.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 15.02.2018).