Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?

Ásta Kristín Benediktsdóttir

Frá aldamótum hefur notkun orðsins hinsegin aukist og þróast hratt en ljóst er að það er notað á mjög margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er það ennþá notað í merkingunni ,öðruvísi‘ og ennþá er talað um að eitthvað sé „svona eða hinsegin“. Í öðru lagi er orðið notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugtak í hinsegin aktívisma og hinsegin fræðum á tíunda áratug síðustu aldar. Þýðinguna „hinsegin fræði“ yfir það sem á ensku kallast queer theory má rekja til skrifa tveggja íslenskra bókmenntafræðinga, Geirs Svanssonar og Dagnýjar Kristjánsdóttur, en greinar þeirra sem birtust á árunum 1998 og 1999 mörkuðu upphaf hinsegin rannsókna (e. queer studies) á Íslandi.

Hið akademíska hugtak hinsegin/queer, sem einnig er notað í pólitík og aktívisma, er róttækt og afbyggjandi. Hinsegin hugmyndafræði gagnrýnir tvíhyggjuhugsun um kyn, kyngervi og kynverund, til dæmis þær hugmyndir að allt fólk sé annaðhvort gagn- eða samkynhneigt, og leitast við að brjóta niður – af-byggja – ríkjandi samfélagsnorm sem draga fólk í dilka og setja því „reglur“ um til dæmis kyntjáningu og kynhegðun. Hinsegin er í þessu samhengi greiningarhugtak sem lýsir því og þeim sem eru, viljandi eða gegn sínum vilja, á skjön við slík norm.

Íslenska orðið hinsegin er m.a. notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugtak í hinsegin aktívisma og hinsegin fræðum á tíunda áratug síðustu aldar.

Í þriðja lagi – og nú flækjast málin – er hinsegin notað um sjálfsmynd (e. identity) einstaklinga og hópa; fólk skilgreinir þá sig og/eða aðra sem hinsegin. Í þessu samhengi er þó líka oft erfitt að átta sig á því hvað hinsegin þýðir nákvæmlega. Stundum vísar það til samkynhneigðra eingöngu, oft er það regnhlífarhugtak yfir samkynhneigt, tvíkynhneigt og pankynhneigt fólk, trans fólk, intersex fólk og svo framvegis – og stundum er merkingin óljós og fljótandi.

Sú margvíslega, mótsagnakennda og kaotíska merking orðsins hinsegin sem hér hefur lítillega verið reifuð getur verið flókin og erfið viðureignar, ekki síst í tengslum við sjálfsmyndir, pólitík og félagastarfsemi og þegar umræða skapast um hvaða fólk tilheyri hinsegin samfélaginu. Ekki eru allir sáttir við að vera kallaðir hinsegin og það er skiljanlegt þar sem orðinu hefur fylgt neikvæður merkingarblær í marga áratugi. Annað fólk nýtur þess að vera hinsegin – ótækt, óviðeigandi, öðruvísi – og kýs að koma fram sem slíkt. Loks er rétt að nefna að oft er talað um „hinsegin fólk“ þótt hugsunin sem býr að baki snúi fyrst og fremst að samkynhneigðu fólki. Slík málnotkun er kannski ekki röng en getur verið misvísandi – gefið til kynna breiðari skírskotun en efni eru fyrir. Hinsegin er því almennt til vandræða og kannski er ,ótækur‘ hin eina sanna merking þess. Getum við yfirhöfuð notað þetta orð? Um leið er það þó heillandi; í því býr einhvers konar kraftur sem erfitt er að hemja. Hinsegin er, hefur verið og mun vonandi verða áfram pólitískt en umfram allt lifandi hugtak sem þróast og breytist með fólkinu sem notar það – og líklega er eina leiðin að sætta sig við að við munum aldrei verða sammála um hvað það þýðir.

Mynd:


Þetta svar birtist fyrst í ritinu Q-félagið í 20 ár: Afmælisrit Q - félags hinsegin stúdenta á Íslandi. (Sótt 11.08.2023). Textinn er styttur og lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Ásta Kristín Benediktsdóttir

lektor í íslenskum samtímabókmenntum

Útgáfudagur

15.8.2023

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ásta Kristín Benediktsdóttir. „Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85369.

Ásta Kristín Benediktsdóttir. (2023, 15. ágúst). Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85369

Ásta Kristín Benediktsdóttir. „Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85369>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?
Frá aldamótum hefur notkun orðsins hinsegin aukist og þróast hratt en ljóst er að það er notað á mjög margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er það ennþá notað í merkingunni ,öðruvísi‘ og ennþá er talað um að eitthvað sé „svona eða hinsegin“. Í öðru lagi er orðið notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugtak í hinsegin aktívisma og hinsegin fræðum á tíunda áratug síðustu aldar. Þýðinguna „hinsegin fræði“ yfir það sem á ensku kallast queer theory má rekja til skrifa tveggja íslenskra bókmenntafræðinga, Geirs Svanssonar og Dagnýjar Kristjánsdóttur, en greinar þeirra sem birtust á árunum 1998 og 1999 mörkuðu upphaf hinsegin rannsókna (e. queer studies) á Íslandi.

Hið akademíska hugtak hinsegin/queer, sem einnig er notað í pólitík og aktívisma, er róttækt og afbyggjandi. Hinsegin hugmyndafræði gagnrýnir tvíhyggjuhugsun um kyn, kyngervi og kynverund, til dæmis þær hugmyndir að allt fólk sé annaðhvort gagn- eða samkynhneigt, og leitast við að brjóta niður – af-byggja – ríkjandi samfélagsnorm sem draga fólk í dilka og setja því „reglur“ um til dæmis kyntjáningu og kynhegðun. Hinsegin er í þessu samhengi greiningarhugtak sem lýsir því og þeim sem eru, viljandi eða gegn sínum vilja, á skjön við slík norm.

Íslenska orðið hinsegin er m.a. notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugtak í hinsegin aktívisma og hinsegin fræðum á tíunda áratug síðustu aldar.

Í þriðja lagi – og nú flækjast málin – er hinsegin notað um sjálfsmynd (e. identity) einstaklinga og hópa; fólk skilgreinir þá sig og/eða aðra sem hinsegin. Í þessu samhengi er þó líka oft erfitt að átta sig á því hvað hinsegin þýðir nákvæmlega. Stundum vísar það til samkynhneigðra eingöngu, oft er það regnhlífarhugtak yfir samkynhneigt, tvíkynhneigt og pankynhneigt fólk, trans fólk, intersex fólk og svo framvegis – og stundum er merkingin óljós og fljótandi.

Sú margvíslega, mótsagnakennda og kaotíska merking orðsins hinsegin sem hér hefur lítillega verið reifuð getur verið flókin og erfið viðureignar, ekki síst í tengslum við sjálfsmyndir, pólitík og félagastarfsemi og þegar umræða skapast um hvaða fólk tilheyri hinsegin samfélaginu. Ekki eru allir sáttir við að vera kallaðir hinsegin og það er skiljanlegt þar sem orðinu hefur fylgt neikvæður merkingarblær í marga áratugi. Annað fólk nýtur þess að vera hinsegin – ótækt, óviðeigandi, öðruvísi – og kýs að koma fram sem slíkt. Loks er rétt að nefna að oft er talað um „hinsegin fólk“ þótt hugsunin sem býr að baki snúi fyrst og fremst að samkynhneigðu fólki. Slík málnotkun er kannski ekki röng en getur verið misvísandi – gefið til kynna breiðari skírskotun en efni eru fyrir. Hinsegin er því almennt til vandræða og kannski er ,ótækur‘ hin eina sanna merking þess. Getum við yfirhöfuð notað þetta orð? Um leið er það þó heillandi; í því býr einhvers konar kraftur sem erfitt er að hemja. Hinsegin er, hefur verið og mun vonandi verða áfram pólitískt en umfram allt lifandi hugtak sem þróast og breytist með fólkinu sem notar það – og líklega er eina leiðin að sætta sig við að við munum aldrei verða sammála um hvað það þýðir.

Mynd:


Þetta svar birtist fyrst í ritinu Q-félagið í 20 ár: Afmælisrit Q - félags hinsegin stúdenta á Íslandi. (Sótt 11.08.2023). Textinn er styttur og lítillega aðlagaður Vísindavefnum....