Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5109 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um orrustuna við Midway?

Orrustan við Midway var ein örlagaríkasta sjóorrusta seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var háð milli japanska flotans annars vegar og bandaríska flotans hins vegar við kóraleyjuna Midway í norðurhluta Kyrrahafsins dagana 3.-6. júní 1942. Það þótti mjög sérstakt að orrustan var nær eingöngu háð með flugvélum frá ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?

Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...

category-iconHugvísindi

Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli?

Árið 1537 var lútherstrú lögleidd í Danmörku. Danakonungur var þó ekkert að flýta sér að þröngva henni upp á Íslendinga, en biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, varð óvart til þess að flýta þeirri þróun. Þegar hann bjó sig undir að láta af embætti valdi hann sem væntanlegan eftirmann sinn Gissur Einarsson. Gis...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?

Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...

category-iconHugvísindi

Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?

Nobunaga Oda (1534-1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (戦国時代) í japanskri sögu. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er kaupauðgistefna (merkantílismi)?

Kaupauðgistefnan eða merkantílismi fólst fyrst og fremst í því að hvetja til útflutnings en vinna gegn innflutningi. Dregið var úr innflutningi með ýmsum höftum eða tollum. Ætlunin var með þessu að ná að flytja meira út en inn, fá mismuninn greiddan í gulli eða öðrum góðmálmum og ná þannig að safna miklu af slíkum...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er uppruni listarinnar?

Þessari stóru spurningu er ekki auðsvarað í stuttu máli, ef reynt er að skoða málið frá fleiri en einni hlið eins og því hæfir. Frá sögulegu sjónarmiði verður upphaf listarinnar ekki tímasett eins og hver annar merkisatburður, svo sem fundur Vínlands, eða tilkoma einhverrar tækninýjungar, svo sem atómsprengjunnar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er tilraun Millikans framkvæmd?

Árið 1909 gerði bandaríski eðlisfræðingurinn Robert Andrews Millikan (1868-1953) tilraun í þeim tilgangi að ákvarða rafhleðslu rafeindar. Hann uppgötvaði um leið að sú hleðsla væri smæsta eining hleðslu, það er að segja að hleðslur væru skammtaðar. Það þýðir að sérhver rafhleðsla er heilt margfeldi af einingarhleð...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Saladín?

An-Nasir Salah ad-Din ibn Ayyub, betur þekktur á Vesturlöndum sem Saladín var soldán af Egyptalandi og Sýrlandi á árunum 1174-1193 og er ef til vill einn af þekktustu leiðtogum mannkynssögunnar. Í bókum og kvikmyndum Vesturlanda er hann iðulega sýndur sem miskunnsamur leiðtogi og virðingarverður andstæðingur. S...

category-iconLögfræði

Hver er réttarstaða samkynhneigðra í staðfestri samvist eða sambúð og í hverju er hún frábrugðin réttarstöðu gagnkynhneigðra?

Samkvæmt 1 gr. laga nr. 87/1996, sem sett voru árið 1996, geta tveir einstaklingar af sama kyni stofnað til svokallaðrar staðfestrar samvistar. Hugtakið staðfest samvist hafði ekki verið notað áður í lögum og var það tekið upp til aðgreiningar frá óvígðri sambúð og hjúskap. Í 5. gr. laganna kemur fram að aðilar í...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hæsta lifandi vera há?

Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Heyrist eitthvað í norðurljósunum, gefa þau frá sér hljóðbylgjur?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?, þá myndast norðurljósin í aðallega í 100-250 km hæð yfir jörðu. Þar er nánast ekkert loft, þótt nógu mikið sé af súrefni (O2) og köfnunarefni (N2) til að norðurljós geti myndast. Til þess að átta sig betur á þessu má benda á að ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði?

Biljarður eða ballskák er samheiti yfir nokkrar tegundir leikja þar sem kjuði er notaður til að skjóta kúlum á sérstöku biljarðborði. Til þessara leikja heyra til dæmis snóker og pool, sem er útbreiddasti biljarðleikurinn. Pool má síðan flokka í nokkra undirleiki eins og nine ball og eight ball, sem er líklega vin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Felast verðmæti í hvalaskít og gætu Íslendingar selt skítinn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn, ég biðst fyrirfram afsökunar af undarlegu spurningunni sem fylgir en ég las áhugaverða grein í hollensku blaði um tvo stráka sem fundu hvalaskít og seldu hann í ilmvatnsiðnað. Það var talað um skít frá búrhvölum sem var notaður sem efni í ilmvatn. Ég er að s...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?

Flestir sem tekið hafa utan af soðnum eggjum kannast við að miserfitt getur verið að ná skurninni af. Stundum nánast flettist skurnin af með örfáum handtökum en í öðrum tilfellum er hún nánast föst við hvítuna þannig að það þarf að kroppa hana af í litlum bitum og oft fylgir hluti af hvítunni með. Á egginu til...

Fleiri niðurstöður