- Hvíta kúlan er stærri en lituðu kúlurnar. Hún passar því ekki ofan í geymslurýmið og rennur niður í opna rýmið.
- Allar kúlurnar eru jafn stórar en hvíta kúlan er útbúin segli sem stjórnar hlera sem aðskilur opna rýmið og geymslurýmið. Í hleranum er málmur sem dregst að seglinum í hvítu kúlunni og lokar þannig aðganginum að geymslurýminu; hvíta kúlan endar því í opna rýminu.
- Þyngd hvítu kúlunnar er önnur en þyngd lituðu kúlnanna. Hvíta kúlan getur verið þyngri eða léttari en lituðu kúlurnar og því geta verið tvenns konar útgáfur af biljarðborðinu; a) borð sem opnar hlera að opna rýminu þegar hvíta kúlan er þyngri en lituðu kúlurnar eða b) borð sem opnar hlera að geymslurýminu þegar lituðu kúlurnar eru þyngri en hvíta kúlan.
- Biljarðborðið er útbúið leysiútbúnaði sem skynjar muninn á endurkasti leysiljóssins frá hvítu kúlunni og lituðu kúlunum, en hvíta kúlan endurkastar mestu ljósi.
- Hvað eru margar holur á golfkúlum? eftir Örn Helgason
- Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvers vegna er hagstætt fyrir sundmenn að synda í kafi og nota jafnvel ekki handleggina til að knýja sig áfram? eftir Kristján Rúnar Kristjánsson
- Geta hástökkvarar stokkið hærra ef þeir eru hátt yfir sjávarmáli? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- ehow.com - white ball. Skoðað 27.05.11
- wikipedia.org - cue sports. Skoðað 27.05.11
- wikipedia.org - billiard ball. Skoðað 27.05.11
- Biljarðborð - Sótt 27.05.11