Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5292 svör fundust
Eru til apar í Evrópu?
Ef spyrjandi á við villta apa þá er svarið já. Lítill staðbundinn stofn svokallaðra serkjaapa eða gíbraltarapa (Macaca sylvana) lifir á Gíbraltarkletti, syðst á Íberíuskaga. Serkjaapar eru af ætt makakíapa sem telur um 20 tegundir og lifa þær allar í Asíu að þessari einu tegund undanskilinni. Fyrir utan Gíbra...
Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?
Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúðlaxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg h...
Af hverju þarf maður að borða?
Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...
Hver var Ólafur Dan Daníelsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) kennari, vísindamaður og menntafrömuður var fæddur í Viðvík í Skagafirði, 31. október 1877. Eftir stúdentspróf 1897 hélt hann til Danmerkur til stærðfræðináms þar sem aðalkennarar hans voru H. Zeuthen og J. Petersen, báðir sérfræðingar í rúmfræði. Ritgerðir Ólafs eru undir sterkum...
Er það satt að allt gas sé lyktarlaust og lykt sé bætt í til að finna gasleka?
Gas eða lofttegund er efni í gasham við aðstæður sem ríkja í andrúmslofti jarðar, það er um einnar loftþyngdar þrýsting og hitastig milli - 50°C til + 50°C. Orðið gas hefur lengi verið notað einungis yfir brennanlegar gastegundir. Iðnaðarmenn hafa kallað asetýlengas og súrefni, gas og súr, en það er notað við logs...
Hver var Stefán Stefánsson og hvert var hans helsta framlag til íslenskrar grasafræði?
Stefán Stefánsson, fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Heiði. Stefán naut hefðbundins uppeldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á ve...
Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja?
Tré deyja af ýmsum ástæðum. Ung tré geta drepist vegna skugga frá eldri og stærri trjám. Skógareldar og skordýraplágur drepa tré, stundum á stórum samfelldum svæðum. Ef tré ná að verða gömul er algengt að stofnar þeirra fúni í miðjunni, sem að lokum leiðir þau til dauða. Dánarorsökin hefur talsverð áhrif á það hvo...
Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?
Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuávöxt?
Carambolatréð (Averrhoa carambola) er upprunnið í Austur-Indónesíu (Sri Lanka og Mólúkkaeyjum). Þetta er þétt, sumargrænt tré sem nær um það bil 6-9 metra hæð og gefur af sér ávöxt sem einnig er nefndur Carambola. Tréð vex á heitum og rökum slóðum þar sem rigning er nokkuð jöfn allt árið. Stálpuð tré þola vægt fr...
Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?
Fornfræðingar rannsaka menningu Forngrikkja og Rómverja, allt sem snertir sögu þeirra, bókmenntir og heimspeki; arfur menningarinnar og vensl við síðari tíma eru ekki undanskilin. Fornfræði er því afskaplega víðfeðm og teygir sig inn á öll helstu svið hugvísinda; það sem sameinar ólíka fornfræðinga er í raun kunná...
Hvaðan kom hefðin að halda upp á afmælið sitt og hvað hefur hún tíðkast lengi?
Fyrsta afmælishald sem spurnir eru af voru burðardagar konunga og annarra leiðtoga austur við Miðjarðarhaf þar sem menn komust fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga og fóru að geta búið til almanök. Vitneskja um nákvæma dagsetningu fæðingar sinnar varð til þess að konungar og aðrir höfðingjar á þessum ...
Hvernig verkar þessi skynvilla?
Upphaflega var spurningin svona: Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar? Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið...
Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...
Er hægt að laga skemmd í geisladiski?
Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...
Af hverju er brjóstakrabbamein kvenna svona algengt og hver eru meðferðarúrræðin?
Það er rétt að ein af algengustu dánarorsökum vegna krabbameins meðal kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku er brjóstakrabbamein. Í þessum heimshluta hefur tíðni sjúkdómsins farið vaxandi á undanförnum áratugum. Á árabilinu 2019-2023 greindust árlega að meðaltali 266 konur með brjósakrabbamein og að meðaltali létust 5...