Þar sem auðveldara er að flytja própangas en metangas til Íslands er própangas notað á útigrill og til heimilisnota hérlendis. Erlendis ganga gasgrillin aðallega fyrir própangasi en metangasið er hins vegar vinsælla til eldunar og húshitunar.
Heiti | Efnaformúla | Lykt - áhrif |
Asetýlen | C2H2 | Hvítlaukslykt - brennanleg |
Ammóníak | NH3 | Ógleði, ertandi lykt - ertir skinn |
Argon | Ar | Lyktarlaus - mjög óhvarfgjörn |
Brennisteinstvíildi | SO2 | Bítandi lykt - ertandi |
Brennisteinshexaflúoríð | SF6 | Lyktarlaus - mjög óhvarfgjörn |
Brennisteinsvetni | H2S | Rotið egg - brennanleg, eitruð |
n-Bútan | C4H10 | Óþægileg lykt - brennanleg |
Tvímetýlamín | (CH3)2NH | Fisklykt - brennaleg |
Tvínitureinildi, glaðloft | N2O | Sæt lykt - róandi |
Helín | He | Lyktarlaus - mjög óhvarfgjörn |
Ísóbútan | C4H10 | Örlítið sæt lykt - brennanleg |
Klór | Cl2 | Bítandi lykt - mjög oxandi |
Klórtvíflúormetan, R22, Freon | CHF2Cl | Mild eter lykt - óhvarfgjörn |
Koltvíildi (kolsýra) | CO2 | Lyktarlaus - ekki brennanleg, veik sýra |
Koleinildi | CO | Lyktarlaus - brennanleg, eitruð |
Köfnunarefni, nitur | N2 | Lyktarlaus - frekar óhvarfgjörn |
Loft (blanda) | O2 + N2 | Lyktarlaus - oxandi |
Neon | Ne | Lyktarlaus - mjög óhvarfgjörn |
Niturtvíildi | NO2 | Örlítið ertandi lykt - litur í lofti fer eftir magni og hita |
Nitureinildi | NO | Örlítið ertandi lykt - hvarfgjörn |
Óson | O3 | Bítandi lykt - mjög oxandi |
Própan | C3H8 | Lyktarlaus - brennanleg |
Súrefni | O2 | Lyktarlaus - mjög oxandi |
Vetni | H2 | Lyktarlaus - brennanleg |
Xenon | Xe | Lyktarlaus - mjög óhvarfgjörn |