Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1390 svör fundust
Erum við heima hjá okkur þegar við sitjum undir stýri?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er skilgreiningin á einkabifreið? Hefur maður sömu réttindi þar eins og heima hjá sér (er maður „heima hjá sér" undir stýri)? Bifreið er skilgreind svo í 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987: a. Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða ...
Hvað er leif í sagnfræði?
Leif er grundvallarhugtak í heimildafræði sagnfræðinga. Leifar eru öll bein ummerki fortíðarinnar, allar varðveittar menjar liðins tíma sem bera uppruna sínum vitni. Þar með eru allar heimildir sagnfræðinnar óhjákvæmilega leifar. Hvaða gagn er þá að þessu sérstaka hugtaki, frekar en tala bara um heimildir? Jú, ...
Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?
Það er reyndar ekki svo að það kvikni í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana. Ef olían er hins vegar logandi þá gerir aðeins illt verra að hella vatni á eldinn til að reyna að slökkva hann. Við 150-270°C (eftir því hver olían er) geta olíurnar gefið frá sér reyk og kallast það á ensku smoke point. ...
Hvað er snákaolía og hverjir seldu hana?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjir voru snákaolíusölumenn? Hugakið snákaolía er notað um ýmsar vörur ætlaðar til hjálækninga. Íslenska hugtakið hjálækningar er þýðing á ensku orðunum 'complementary' eða 'alternative medicine'. Til hjálækninga flokkast þær aðferðir til lækninga sem samrýmast e...
Hvað eru háloftavindar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru háloftavindar? Hvernig verða þeir til? Í hvaða hæð eru þeir? Í stuttu máli þá eru háloftavindar vindar í lofthjúpnum þar sem viðnám yfirborðs jarðarinnar gætir ekki. Þeir myndast vegna þrýstimunar, líkt og allur vindur. Í háloftunum eru vindrastir þar sem vindur er mu...
Hver er munurinn á risasvartholi og venjulegum svartholum?
Vangaveltur um tilvist svarthola ná aftur til 18. aldar en það var ekki fyrr en eftir miðja 20. öld að stjörnufræðingar byrjuðu að finna fyrstu vísbendingar um tilvist þeirra. Í dag eru ótal sönnunargögn fyrir tilvist svarthola sem hafa orðið eitt helsta viðfangsefni stjarnvísinda og kennilegrar eðlisfræði. En það...
Hvað er vitað um örnefnið Meradalir á Reykjanesskaga?
Í landi Hrauns austan við Grindavík, í fjalllendinu austan við hina heimsfrægu Geldingadali, er djúp dalkvos sem ber heitið Meradalir. Þegar þetta er ritað er hraun tekið að renna þangað eftir að nýjar gossprungur mynduðust norðaustan við Geldingadali. Hvorugir dalanna eru raunar miklir dalir eins og heitið gæti b...
Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um helluhraun? Hvað er það, hvar er það helst að finna og hverjar eru helstu upplýsingar um slík hraun? Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Eins og nafnið gefur til kynna, auðkennist yfirborð helluhrauna af samfelld...
Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?
Ítarlegar ritheimildir um stríð birtast fyrst um 2500 f.Kr. hjá Súmerum í Mesópótamíu þar sem nú er Írak. Súmerar voru fyrstir til að þróa skrift þegar þeir mótuðu fleygrúnir um 3500 f.Kr. Oft er talað um vöggu siðmenningar á þessu svæði og þar hófst fyrst öflug borgmenning. Þegar leitað er svara við spurningun...
Hvaða ártöl notuðu víkingar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða ártal notuðu víkingar? Til dæmis það sem við köllum núna árið 870 hvað kölluðu landnámsmenn það ár? Kristnir menn voru ekki fyrstir til að telja ár í einni röð frá einum upphafspunkti. Í Rómaveldi voru ár talin frá stofnun Rómaborgar, sem var árið 753 fyrir Krist samkvæmt...
Hvað er El Niño?
Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um El Niño. Aðrir spyrjendur eru: Ragnheiður Hrönn, Steinunn Ingvarsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hildur Anna Karlsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hildur Ósk Pétursdóttir, Jórunn Helgadóttir, Esther Bergsdóttir, Hanne...
Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?
Það eru einkum svokallaðir uppsjávarfiskar sem safnast oft í torfur er geta verið mjög misstórar. Algengustu uppsjávarfiskarnir og þeir sem mest veiðast eru loðna og síld. Allt fram á 7. áratuginn voru miklar síldargöngur við Norður- og Austurland sem komu alla leið frá hrygningarstöðvum sínum við Noreg til Ís...
Hver er sjávardýpt á norðurpólnum?
Dýpi Íshafsins á norðurpólnum er um 4130 m. Þessi tala segir okkur að mikið dýpi sé undir hafísnum þar en hún segir hins vegar ekki margt um botnlögun Norður-Íshafsins. Upplýsingar um dýpi í Norður-Íshafi hafa smám saman safnast saman, frá ísbrjótum sem og öðrum skipum og frá mælingum sem gerðar eru frá ísey...
Er tölugildið af X margliða?
Svarið er nei; tölugildið af $x$ er ákveðið fall sem fellur ekki undir margliður. Tölugildið (enska absolute value, numerical value) af $x$ er yfirleitt táknað sem $|x|$. Það er fall sem tekur jákvæð gildi og gildið $0$ en getur ekki tekið neikvæð gildi. Sem kunnugt er má líta á tölur sem punkta á talnalínunni ...
Hvers vegna vildi eða lét eiginkona Rússakeisara banna Kreutzer-sónötuna eftir Beethoven?
Við höfum lagt þessa spurningu fyrir fróða menn en enginn kannast við bannið sem á að vera tilefni hennar, hvað þá að menn geti svarað til um orsakir bannsins. Rækileg leit á vefnum hefur ekki heldur skilað okkur neinu. Spurningin gæti snúið að sögu eftir Tolstoj sem hét Kreutzer-sónatan. Hún kom út árið 1891 o...