Hverjir voru snákaolíusölumenn?Hugakið snákaolía er notað um ýmsar vörur ætlaðar til hjálækninga. Íslenska hugtakið hjálækningar er þýðing á ensku orðunum 'complementary' eða 'alternative medicine'. Til hjálækninga flokkast þær aðferðir til lækninga sem samrýmast ekki eða eru á skjön við hefðbundna læknisfræði. Gróflega er hægt að skipta hjálækningum í þrennt eftir áhrifum þeirra. Sumt innan hjálækninga getur haft jákvæð áhrif á sjúklinga, annað er gagnslaust og sumt beinlínis skaðlegt. Eitt einkenni hjálækninga er að oft eru þær auglýstar og kynntar með gylliboðum. Hugtakið snákaolía hefur á sér neikvæðan blæ og er yfirleitt notað um þann hluta hjálækninga sem er annað hvort gagnslaus eða jafnvel skaðlegur. Fjárplógsstarfsemi er nátengd hugtakinu og talað er um svonefnda sölumenn snákaolíu (e. snake oil salesman)

Kínverskir farandverkamenn sem unnu við lagningu járnbrautarteina í Bandaríkjunum á síðari hluta 19. aldar höfðu sumir með sér olíu unna úr kínverskum vatnasnáki. Olíuna báru þeir meðal annars á sára liði.
- How Snake Oil Got a Bad Rap (Hint: It Wasn’t The Snakes’ Fault) | Collectors Weekly. (Skoðað 5.03.2015).
- Snake oil - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 5.03.2015).
- A History Of 'Snake Oil Salesmen' : Code Switch : NPR. (Skoðað 5.03.2015).
- Hjálækningar, kukl og heilsusvindl | 12. tbl. 99.árg. 2013 | 2013 | Tölublöð | Læknablaðið. (Skoðað 5.03.2015).
- Hjálækningar | Upplýst!. (Skoðað 5.03.2015).
- Um hjálækningar. (Skoðað 5.03.2015).
- Snake Oil: A Guide for Connoisseurs - CSI. (Skoðað 5.03.2015).
- Peddling Snake Oil - CSI. (Sótt 5.03.2015).
- Chinese firm wins $567M contract to build rail cars in Springfield. (Sótt 5.03.2015).
- Just a taste of the health care PR stuff one blogger sees in a year. (Sótt 5.03.2015).