Margliður eru föll af $x$ sem hægt er að skrifa á forminu$$P(x) = a_0+ a_1\cdot x + a_2\cdot x^2+ ... + a_n\cdot x^n$$ þar sem stuðlarnir $a_1$, $a_2$, ... , $a_n$ eru tölur. Þessi föll eru diffranleg óendanlega oft og raunar eru allar afleiður $0$ frá og með þeirri $(n+1)$-stu. Fallið sem kallað er tölugildi hefur margvíslega þýðingu og er notað á ýmsan hátt. Líta má á það sem sértilvik þess sem kallað er stærð vigurs (vektors) í línulegri algebru eða vigurreikningi. Fjarlægð eða vegalengd milli tveggja punkta á beinni línu (talnalínu) er tölugildi mismunarins á hnitum punktanna. Þegar fjallað er um færslu og hraða í eðlisfræði er ferðin (speed) í rauninni tölugildi eða stærð hraðans.
Er tölugildið af X margliða?
Margliður eru föll af $x$ sem hægt er að skrifa á forminu$$P(x) = a_0+ a_1\cdot x + a_2\cdot x^2+ ... + a_n\cdot x^n$$ þar sem stuðlarnir $a_1$, $a_2$, ... , $a_n$ eru tölur. Þessi föll eru diffranleg óendanlega oft og raunar eru allar afleiður $0$ frá og með þeirri $(n+1)$-stu. Fallið sem kallað er tölugildi hefur margvíslega þýðingu og er notað á ýmsan hátt. Líta má á það sem sértilvik þess sem kallað er stærð vigurs (vektors) í línulegri algebru eða vigurreikningi. Fjarlægð eða vegalengd milli tveggja punkta á beinni línu (talnalínu) er tölugildi mismunarins á hnitum punktanna. Þegar fjallað er um færslu og hraða í eðlisfræði er ferðin (speed) í rauninni tölugildi eða stærð hraðans.
Útgáfudagur
8.11.2000
Spyrjandi
Dagný Jónsdóttir
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er tölugildið af X margliða?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1105.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 8. nóvember). Er tölugildið af X margliða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1105
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er tölugildið af X margliða?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1105>.