Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 570 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni?

Það er vitað að allt að 200 árum f.Kr. var farið að reyna að koma í veg fyrir bólusótt í Kína eða Indlandi með því að smita fólk af einhverri annarri sýkingu. Á Vesturlöndum er ekki vitað um tilraunir til að nota smit á þennan hátt fyrr en á 18. öld. Breski læknirinn Edward Jenner (1749 - 1823) var frumkvöðull á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka rafhlöður í farsímum?

Algengustu rafhlöður í farsímum og í fjölmörgum handhægum rafknúnum tækjum, eins og myndavélum, vasahljómflutningstækjum og rakvélum, eru núna litínjónarafhlöðurnar (e. lithium-ion batteries). Um þær er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aft...

category-iconVeðurfræði

Hvað skýrir loftslag við strönd Kaliforníu?

Tveir samtengdir þættir ráða mestu um hitafar við strönd Kaliforníu. Annars vegar er árstíðasveifla mismunar lands- og sjávarhita en hins vegar kaldur sjór úti fyrir ströndinni. Á sumrin er þrýstingur minni yfir landi heldur en sjó. Yfirborð lands hitnar mun meira heldur en yfirborð sjávar á sumrin þegar sól e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er taugahnoða?

Taugahnoð (e. ganglion) eða taugahnoðu (hnoða er hvorugkynsorð og beygist eins og auga) eru svæði í úttaugakerfinu, þar sem taugabolir og stundum stuttir taugaþræðir taugunga liggja þétt saman. Taugahnoð eru milliliðir í boðflutningi milli svæða í taugakerfinu, til dæmis milli miðtaugakerfis og úttaugakerfis eða m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er götuheitið Laugavegur alltaf skrifað þannig og af hverju dregur gatan nafn sitt?

Laugavegurinn liggur úr miðbænum inn í Laugardal. Hann tekur við af Bankastræti (sem áður hét Bakarastígur eða Bakarabrekka) og stefnir austur á bóginn. Neðsti hluti Laugavegar hét áður Vegamótastígur en þá lá gatan ekki nema skammt upp holtið. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákvað 1885 að hefja skyldi vegarlagningu inn...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?

Áður en rafalar og raforkukerfið kom til sögunnar var rafmagn aðallega fengið frá rafhlöðum (e. battery). Árið 1780 krufði ítalski eðlis- og efnafræðingurinn Luigi Galvani (1737-1798) frosk sem var fastur við koparkrók. Þegar hann snerti fótinn á frosknum með járnhníf kipptist froskurinn til. Galvani trúði að orka...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Villikettir sem hafa kynslóð eftir kynslóð svo áratugum saman lifað í landinu teljast til hálfvilltra dýra, lætur ekki nærri að telja þá til villtra dýra? Tel það hugsanlega getað hjálpað þeim til að fólk sé ekki að vaða inn í samfélög þeirra til að útrýma þeim. Villt dýr e...

category-iconHugvísindi

Hver er saga leirhersins sem fannst í Kína?

Árið 1974 voru nokkrir kínverskir bændur að grafa eftir vatni í útjaðri Xian-borgar. Í stað vatnsins fundu þeir gröf fyrsta keisarans af Kína. Grafarinnar er gætt af rúmlega átta þúsund leirhermönnum í fullri stærð og hún hefur verið nefnd stærsti fornleifafundur 20. aldarinnar. Eitt af fjölmörgum verkum fyrsta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?

Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga. Vespul...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru steingervingar og hvernig myndast þeir?

Steingervingar eru steinrunnar leifar eða för dýra eða plantna sem varðveittar eru í jarðlögum. Sagt er að Leonardó da Vinci (dagbók frá um 1500) hafi fyrstur manna áttað sig á því að steingerðar skeljar í jarðlögum á Ítalíu séu menjar lifandi dýra – almennt var talið að skeljarnar hefðu vaxið í berginu. Hins v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur ókyrrð í háloftum?

Ókyrrð eða kvika er óregluleg hreyfing lofts og þá er yfirleitt átt við lóðrétta hreyfingu. Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og það er lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg. Þess vegna er ókyrrð í háloftum kölluð heiðkvika, á ensku clear air turbulence, skammstafað...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru gammablossar og hvernig myndast þeir?

Gammablossar nefnast hrinur háorku rafsegulgeislunar sem berast til jarðar utan úr geimnum að jafnaði einu sinni á sólarhring. Hver hrina er skammlíf og getur varað allt frá sekúndubrotum og upp í allmargar mínútur. Nú er almennt talið að flestir gammablossar verði þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína. Ti...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Þessi ráðstöfun léttir pyngju húseiganda og gerir íbúum hússins mengunina þungbærari með óþægilegum hita. Hugmyndin um að varna innstreymi útilofts í hýbýli okkar með hitun innilofts byggir á þeirri röngu forsendu að hús okkar verði sem næst loftþétt þegar við höfum l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að eitra fyrir lúsmýi og bitmýi í sumarbústöðum og koma þannig í veg fyrir bit?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ef meindýraeyðir er fenginn til að eitra fyrir flugu eða skordýrum í sumarbústað? Hefur það mikla virkni? Mundi það hafa þann árangur ég sé ekki bitin af flugu? Þá er ég að tala um eftirfarandi: Lúsmý, mýflugu, könguló? Eitranir í sumarbústöðum koma líklegast ekki í veg fyrir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir fuglar á Íslandi á veturna?

Árstíðaskipti eru mjög eindregin á Íslandi eins og víðast hvar á norðlægum slóðum. Hér á landi verpa að jafnaði ríflega 80 tegundir varpfugla og er meirihluti þeirra (47) farfuglar, annað hvort að öllu (25 tegund) eða að mestu leyti (22 tegundir). Þessir fuglar yfirgefa landið síðsumars eða á haustin og dvelja vet...

Fleiri niðurstöður