Villikettir sem hafa kynslóð eftir kynslóð svo áratugum saman lifað í landinu teljast til hálfvilltra dýra, lætur ekki nærri að telja þá til villtra dýra? Tel það hugsanlega getað hjálpað þeim til að fólk sé ekki að vaða inn í samfélög þeirra til að útrýma þeim.Villt dýr eru þau sem ekki hafa verið tamin. Þau hafa í gegnum ótal kynslóðir þróast og aðlagast í flóknu vistkerfi og eru algjörlega óháð manninum. Húsdýr hafa hins vegar að mestu tapað þeim hæfileika að lifa sjálfstæð í náttúrunni, til dæmis flest hundakyn. Kettir, og hér er átt við heimilisköttinn (Felis silvestris catus), eru þó viss undantekning. Kettir hafa verið í sambýli við menn í þúsundir ára. Á þeim tíma hafa verið ræktaðir fram ýmsir eiginleikar sem mönnum hafa þótt eftirsóknarverðir og að sama skapi hefur verið reynt að rækta út aðra eiginleika. Á ensku kallast þetta „domestication“. Kettir, fyrir utan nokkur kattakyn, hafa þó enn þann hæfileika að lifa villtir.

Það leikur enginn vafi á því að villikettir eru fjölmargir á Íslandi, en þó leikur vafi á því að til sé traustur íslenskur villikattarstofn.
- Feral cats | Flickr. Höfundur myndar Sara Golemon. Birt undir CC BY-SA 2.0 leyfi. (Sótt 31. 10. 2016).