Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Villikettir sem hafa kynslóð eftir kynslóð svo áratugum saman lifað í landinu teljast til hálfvilltra dýra, lætur ekki nærri að telja þá til villtra dýra? Tel það hugsanlega getað hjálpað þeim til að fólk sé ekki að vaða inn í samfélög þeirra til að útrýma þeim.

Villt dýr eru þau sem ekki hafa verið tamin.

Þau hafa í gegnum ótal kynslóðir þróast og aðlagast í flóknu vistkerfi og eru algjörlega óháð manninum. Húsdýr hafa hins vegar að mestu tapað þeim hæfileika að lifa sjálfstæð í náttúrunni, til dæmis flest hundakyn. Kettir, og hér er átt við heimilisköttinn (Felis silvestris catus), eru þó viss undantekning. Kettir hafa verið í sambýli við menn í þúsundir ára. Á þeim tíma hafa verið ræktaðir fram ýmsir eiginleikar sem mönnum hafa þótt eftirsóknarverðir og að sama skapi hefur verið reynt að rækta út aðra eiginleika. Á ensku kallast þetta „domestication“. Kettir, fyrir utan nokkur kattakyn, hafa þó enn þann hæfileika að lifa villtir.

Það leikur enginn vafi á því að villikettir eru fjölmargir á Íslandi, en þó leikur vafi á því að til sé traustur íslenskur villikattarstofn.

Oft er talað um villiketti þegar átt er við ketti sem ekki lifa í skjóli manna. Í raun teljast þeir þó vera hálfvilltir þar sem þeir lifa ekki í villtri náttúru líkt og forfeður þeirra, evrópski villikötturinn (Felix sylvestris). Hér á landi lifa nær allir villtir kettir í nánd við mannabyggðir og í reynd er nær ómögulegt fyrir þá að komast af án manna. Þeir eru ekki villtari en svo. Vissulega geta einhverjir dregið fram lífið með fugla- og músaveiðum en fjölmargir einstaklingar bera út æti fyrir þessa ketti. Einnig er mikil erfðablöndun milli húskatta og villikatta auk þess sem einhver dæmi eru um að slíkir kettir hafi komið sér aftur fyrir inni á heimilum. Annað lýsandi heiti á slíkum köttum eru útigangskettir.

Það er sem sagt varla hægt að segja að slíkir kattastofnar séu villtir í eiginlegum skilningi þar sem þeir eru í alltof miklum tengslum við mannskepnuna. Annað mál væri ef slíkum köttum væri leyft að þróast á einangruðum eða afskekktum svæðum og náttúrulegt val myndi móta þá aftur til einhvers konar villts lífernis. Með kynslóðunum gætum við kallað þetta að nýju villt dýr þegar „fingraför“ mannsins væru afmáð úr stofninum.

Sennilega eru útigangskettir í dag taldir vera meindýr vegna stöðu sinnar í borgarlífríkinu og það verður varla breyting þar á hvort sem þeir eru kallaðir villikettir eða hálfvillt dýr. Við verðum einnig að hafa hugfast að eina upprunalega villta rándýrið í fánu Íslands, tófan (Alopex lagopus), nýtur ekki mikillar friðunar þótt villt sé.

Mynd:
  • Feral cats | Flickr. Höfundur myndar Sara Golemon. Birt undir CC BY-SA 2.0 leyfi. (Sótt 31. 10. 2016).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.2.2017

Spyrjandi

Helga Þórunn Sigurðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72802.

Jón Már Halldórsson. (2017, 15. febrúar). Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72802

Jón Már Halldórsson. „Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72802>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Villikettir sem hafa kynslóð eftir kynslóð svo áratugum saman lifað í landinu teljast til hálfvilltra dýra, lætur ekki nærri að telja þá til villtra dýra? Tel það hugsanlega getað hjálpað þeim til að fólk sé ekki að vaða inn í samfélög þeirra til að útrýma þeim.

Villt dýr eru þau sem ekki hafa verið tamin.

Þau hafa í gegnum ótal kynslóðir þróast og aðlagast í flóknu vistkerfi og eru algjörlega óháð manninum. Húsdýr hafa hins vegar að mestu tapað þeim hæfileika að lifa sjálfstæð í náttúrunni, til dæmis flest hundakyn. Kettir, og hér er átt við heimilisköttinn (Felis silvestris catus), eru þó viss undantekning. Kettir hafa verið í sambýli við menn í þúsundir ára. Á þeim tíma hafa verið ræktaðir fram ýmsir eiginleikar sem mönnum hafa þótt eftirsóknarverðir og að sama skapi hefur verið reynt að rækta út aðra eiginleika. Á ensku kallast þetta „domestication“. Kettir, fyrir utan nokkur kattakyn, hafa þó enn þann hæfileika að lifa villtir.

Það leikur enginn vafi á því að villikettir eru fjölmargir á Íslandi, en þó leikur vafi á því að til sé traustur íslenskur villikattarstofn.

Oft er talað um villiketti þegar átt er við ketti sem ekki lifa í skjóli manna. Í raun teljast þeir þó vera hálfvilltir þar sem þeir lifa ekki í villtri náttúru líkt og forfeður þeirra, evrópski villikötturinn (Felix sylvestris). Hér á landi lifa nær allir villtir kettir í nánd við mannabyggðir og í reynd er nær ómögulegt fyrir þá að komast af án manna. Þeir eru ekki villtari en svo. Vissulega geta einhverjir dregið fram lífið með fugla- og músaveiðum en fjölmargir einstaklingar bera út æti fyrir þessa ketti. Einnig er mikil erfðablöndun milli húskatta og villikatta auk þess sem einhver dæmi eru um að slíkir kettir hafi komið sér aftur fyrir inni á heimilum. Annað lýsandi heiti á slíkum köttum eru útigangskettir.

Það er sem sagt varla hægt að segja að slíkir kattastofnar séu villtir í eiginlegum skilningi þar sem þeir eru í alltof miklum tengslum við mannskepnuna. Annað mál væri ef slíkum köttum væri leyft að þróast á einangruðum eða afskekktum svæðum og náttúrulegt val myndi móta þá aftur til einhvers konar villts lífernis. Með kynslóðunum gætum við kallað þetta að nýju villt dýr þegar „fingraför“ mannsins væru afmáð úr stofninum.

Sennilega eru útigangskettir í dag taldir vera meindýr vegna stöðu sinnar í borgarlífríkinu og það verður varla breyting þar á hvort sem þeir eru kallaðir villikettir eða hálfvillt dýr. Við verðum einnig að hafa hugfast að eina upprunalega villta rándýrið í fánu Íslands, tófan (Alopex lagopus), nýtur ekki mikillar friðunar þótt villt sé.

Mynd:
  • Feral cats | Flickr. Höfundur myndar Sara Golemon. Birt undir CC BY-SA 2.0 leyfi. (Sótt 31. 10. 2016).
...