Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1002 svör fundust
Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?
Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð semMDCCCCLXXXXVIIIISpyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tö...
Hvað tóku siglingar á landnámsöld langan tíma?
Tíminn sem það tók að sigla tiltekna leið á landnámsöld var mjög breytilegur. Menn hafa verið fljótastir þegar þeir höfðu hæfilegan meðbyr en mestan tíma tók ferðin ef mótvindur var eða svo hvasst að öldugangur knúði menn til að slá af ferðinni. Stundum tók ferðin þá mjög langan tíma, til dæmis nær allt sumarið. E...
Hvað eru tíu mílur margir km?
Ef spyrjandi hefði viljað vita hve margar tommur væru í kílómetra eða hve margar mínútur væru í viku hefðum við ekki átt í neinum vandræðum með að svara honum. En þar sem mílan er misjafnlega löng eftir því hvort maður er staddur á sjó eða landi, og jafnvel mislöng eftir því í hvaða landi maður er, reynist svarið ...
Hver var Erik H. Erikson?
Erik Erikson var fyrsti kenningasmiðurinn sem varð þekktur fyrir að setja fram kenningu um allt æviskeiðið frá vöggu til grafar. Fram að því taldi fólk að þroskanum lyki þegar fólk kæmist á fullorðinsár og eftir það lægi leiðin niður á við. Einnig varð hann kunnur fyrir að setja fram þá kenningu að verkefni fólks ...
Hvert er hlutverk páfans?
Samkvæmt kaþólskri kenningu er Pétur talinn fremstur postulanna og biskuparnir eru eftirmenn þeirra. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að það hafi verið vilji Krists að meðal biskupanna skuli vera einn sem verði eftirmaður Péturs og hafi því á hendi mannlega stjórn biskupanna og þar með allrar kirkjunnar. Það er...
Eru einhver fjöll á Bretlandi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Hvert er hæsta fjall á Bretlandi? Fjöll eru ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Bretland er nefnt á nafn, en þar eru þó vissulega bæði fjöll og fjallgarðar. Gróflega má skipta Bretlandi í hálendis- og láglendissvæði með því að draga línu frá ánni Ex...
Hvað eru til mörg eldfjöll?
Það þarf að taka tillit til ýmissa þátta þegar telja á hversu mörg eldfjöll eru í heiminum. Til að mynda þarf að ákveða hvort aðeins er átt við eldfjöll sem gosið hafa á sögulegum tíma, öll eldfjöll sem talin eru virk (það er hafa gosið á nútíma - síðustu 10.000 ár) eða öll fjöll sem hafa gosið einhvern tímann í j...
Ef ég á helmingseign í húsi með kunningja mínum, get ég þá gert honum kauptilboð sem hann verður að taka eða kaupa mig ella út á sama verði?
Það er meginregla í íslenskum rétti að samningafrelsi gildir. Menn geta samið um það sem þeim dettur í hug á því formi sem þeim finnst hentugast, svo lengi sem báðir eru sammála. Á sama hátt er það meginregla að almennt er ekki hægt að krefjast þess einhliða að einhver geri við mann samning og því síður hægt að ák...
Af hverju eru byssur til?
Þessari spurningu er ekki endilega auðsvarað ef haft er í huga að byssur eru meðal annars notaðar til að drepa eða meiða fólk. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi að menn skuli yfirleitt vilja búa slíka hluti til? Hins vegar má líka nota þær til annarra hluta, svo sem fæðuöflunar, og það á einnig við um ýmis ...
Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?
Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...
Geta kettir verið andvaka?
Þeir sem eru andvaka þjást af svefnleysi og vaka um nætur. Svefnleysið getur verið tímabundið og varað eina nótt eða síendurtekið og þrálátt. Orsakir svefnleysis hjá mönnum geta verið af ýmsum toga, svo sem vegna verkja frá stoðkerfi, hitakófs á breytingaskeiði, tíðra næturþvagláta, andþyngsla vegna hjarta- eða lu...
Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina?
Sumarstarfsmaður Vísindavefsins var mjög áfjáður í að komast til botns í þessu máli, svo áfjáður, að hann svaf lítið nóttina eftir að umhugsunin hófst. Fyrsta vandamálið var vissulega að velja vin við hæfi, ekki voru allir tilbúnir að vera diffraðir. Sem betur fer fyrir vísindaheiminn þekkjast einstaklingar sem ha...
Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?
Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess...
Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?
Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...
Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?
Eldingar eru ekki algengar á Íslandi en þær geta myndast hér á landi í þrumuveðri eða við eldgos. Hægt er að lesa meira um eldingar í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Venjuleg elding ber um 30.000 amper og flytur um 5 coulomb hleðslu. Orkan sem slík ...