Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta kettir verið andvaka?

Jón Már Halldórsson

Þeir sem eru andvaka þjást af svefnleysi og vaka um nætur. Svefnleysið getur verið tímabundið og varað eina nótt eða síendurtekið og þrálátt. Orsakir svefnleysis hjá mönnum geta verið af ýmsum toga, svo sem vegna verkja frá stoðkerfi, hitakófs á breytingaskeiði, tíðra næturþvagláta, andþyngsla vegna hjarta- eða lungnasjúkdóma eða vélindabakflæðis, svo eitthvað sé nefnt.

Svefntruflanir fylgja oft geðsjúkdómum, til dæmis þunglyndi, kvíða og heilabilun. Þá hafa mörg lyf áhrif á svefninn. Félagslegir þættir trufla einnig svefn, eins og hljóð frá öðru fólki, svo sem grátur ungbarna um nætur, gleðilæti eða hrotur. Áhyggjur, til dæmis af fjölskyldu, fjármálum eða öðru, geta auðveldlega rænt fólk svefni og einnig er vel þekkt að vaktavinna getur haft áhrif á svefn. Þá ber að hafa í huga að ýmis vímuefni valda svefntruflunum.

Kettir sofa yfirleitt 13 til 16 tíma á dag og eru að jafnaði virkastir í ljósaskiptunum. Þetta háttalag er vafalaust aðlögun að atferli þeirra dýra sem kettir veiða helst í villtri náttúru.

En þjást kettir af svefnleysi? Þeir sem eiga ketti hafa væntanlega margir tekið eftir því að ósjaldan eru þeir vakandi um nætur og virðast að jafnaði vera virkastir í ljósaskiptunum, bæði kvölds og morgna (e. crepuscular). Ástæðan fyrir þessu háttalagi er eflaust aðlögun að atferli þeirra dýra sem kettir veiða helst í villtri náttúru. Þessi hegðun hefur síðan fylgt köttunum inn á heimili manna, eins og raunar margt annað úr þróunarfræðilegri fortíð þeirra.

Um nætur eða í ljósaskiptunum vilja kettir helst fara út, ef þeir eiga þess kost, annars eru þeir á ferli innandyra. Kettir sofa aðallega á daginn og eyða í raun drjúgum hluta sólahringsins sofandi, eða frá 13 upp í 16 klukkutíma. Sennilega er þetta svipað hjá öðrum kattadýrum og fá spendýr sofa jafn mikið og kettir. Aðeins vestrænar pokarottur og leðurblökur sofa að jafnaði meira en kettir.

Ef kattareigandinn ætlar að ganga úr skugga um hvort kötturinn hans þjáist af svefnleysi verður hann að kanna hvernig kötturinn hvílist á þeim tíma sólarhringsins sem hann ætti að sofa á, það er á daginn. Undirritaður hefur engar upplýsingar um rannsóknir sem hafa verið gerðar á svefnleysi katta og eða dýra almennt. Sennilega er það afar fátítt. Ef dýrin þjást af svefnleysi er líklegasta skýringin einhver einkenni frá taugakerfi. Svefnvana villt dýr tapa fljótt hæfni sinni til að bjarga sér í náttúrunni. Valkraftur náttúrunnar mundi því sjá til þess að slík dýr kæmust ekki á legg og það skýrir ástæðuna fyrir því hversu sjaldgæft fyrirbæri svefnleysi er hjá öðrum spendýrum en manninum.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.5.2012

Spyrjandi

Svanhildur Hólm Valsdóttir, Logi Bergmann

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir verið andvaka?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62509.

Jón Már Halldórsson. (2012, 4. maí). Geta kettir verið andvaka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62509

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir verið andvaka?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62509>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta kettir verið andvaka?
Þeir sem eru andvaka þjást af svefnleysi og vaka um nætur. Svefnleysið getur verið tímabundið og varað eina nótt eða síendurtekið og þrálátt. Orsakir svefnleysis hjá mönnum geta verið af ýmsum toga, svo sem vegna verkja frá stoðkerfi, hitakófs á breytingaskeiði, tíðra næturþvagláta, andþyngsla vegna hjarta- eða lungnasjúkdóma eða vélindabakflæðis, svo eitthvað sé nefnt.

Svefntruflanir fylgja oft geðsjúkdómum, til dæmis þunglyndi, kvíða og heilabilun. Þá hafa mörg lyf áhrif á svefninn. Félagslegir þættir trufla einnig svefn, eins og hljóð frá öðru fólki, svo sem grátur ungbarna um nætur, gleðilæti eða hrotur. Áhyggjur, til dæmis af fjölskyldu, fjármálum eða öðru, geta auðveldlega rænt fólk svefni og einnig er vel þekkt að vaktavinna getur haft áhrif á svefn. Þá ber að hafa í huga að ýmis vímuefni valda svefntruflunum.

Kettir sofa yfirleitt 13 til 16 tíma á dag og eru að jafnaði virkastir í ljósaskiptunum. Þetta háttalag er vafalaust aðlögun að atferli þeirra dýra sem kettir veiða helst í villtri náttúru.

En þjást kettir af svefnleysi? Þeir sem eiga ketti hafa væntanlega margir tekið eftir því að ósjaldan eru þeir vakandi um nætur og virðast að jafnaði vera virkastir í ljósaskiptunum, bæði kvölds og morgna (e. crepuscular). Ástæðan fyrir þessu háttalagi er eflaust aðlögun að atferli þeirra dýra sem kettir veiða helst í villtri náttúru. Þessi hegðun hefur síðan fylgt köttunum inn á heimili manna, eins og raunar margt annað úr þróunarfræðilegri fortíð þeirra.

Um nætur eða í ljósaskiptunum vilja kettir helst fara út, ef þeir eiga þess kost, annars eru þeir á ferli innandyra. Kettir sofa aðallega á daginn og eyða í raun drjúgum hluta sólahringsins sofandi, eða frá 13 upp í 16 klukkutíma. Sennilega er þetta svipað hjá öðrum kattadýrum og fá spendýr sofa jafn mikið og kettir. Aðeins vestrænar pokarottur og leðurblökur sofa að jafnaði meira en kettir.

Ef kattareigandinn ætlar að ganga úr skugga um hvort kötturinn hans þjáist af svefnleysi verður hann að kanna hvernig kötturinn hvílist á þeim tíma sólarhringsins sem hann ætti að sofa á, það er á daginn. Undirritaður hefur engar upplýsingar um rannsóknir sem hafa verið gerðar á svefnleysi katta og eða dýra almennt. Sennilega er það afar fátítt. Ef dýrin þjást af svefnleysi er líklegasta skýringin einhver einkenni frá taugakerfi. Svefnvana villt dýr tapa fljótt hæfni sinni til að bjarga sér í náttúrunni. Valkraftur náttúrunnar mundi því sjá til þess að slík dýr kæmust ekki á legg og það skýrir ástæðuna fyrir því hversu sjaldgæft fyrirbæri svefnleysi er hjá öðrum spendýrum en manninum.

Mynd:

...