Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 838 svör fundust
Hvað er sykurstuðull?
Sykurstuðull kallast á ensku 'glycemic index' (GI). Hann var skilgreindur af dr. David D. Jenkins og félögum við Háskólann í Toronto árið 1981 en þeir unnu þá við rannsóknir á hvaða mataræði væri best fyrir sjúklinga með sykursýki. Sykurstuðull er töluleg stærð sem lýsir því hvaða áhrif mismunandi gerðir kolvetna ...
Hver var Bessi sem Bessastaðir á Álftanesi heita eftir?
Ekki er vitað með vissu hver sá Bessi (Bersi) var sem Bessastaðir á Álftanesi eru kenndir við. Dönsk fræðikona, Jenny Jochens, telur að Snorri Sturluson hafi nefnt staðinn eftir Bersa Vermundarsyni hinum auðga á Borg, tengdaföður sínum (d. 1202) (Jenny Jochens, 85-86). Danska fræðikonan Jenny Jochens telur að S...
Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?
Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen v...
Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?
Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra e...
Hvað er sorg?
Hugtakið sorg er skilgreint sem viðbrögð við missi. Venjulega er átt við missi ástvinar en annar missir getur einnig valdið sorg. Sorgin og sorgarferlið er tilfinningaleg tenging og úrvinnsla á því sem gerðist. Að syrgja tekur tíma og orku en hefur þann tilgang að viðurkenna missinn, aðlagast og endurskilgreina ti...
Hver er munurinn á þeirri sorg sem fylgir skilnaði annars vegar og dauðsfalli hins vegar?
Flestar kenningar um sorgina fjalla um viðbrögð þess sem verður fyrir áfalli og missi. Í rannsóknum síðari ára hefur sjónum verið meira beint að aðstæðum og áhrifaþáttum í lífi hvers og eins. Þessir þættir geta bæði verið verið verndandi og eyðileggjandi. Til að mynda leita menn svara við spurningum sem þessum...
Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli?
Grímsvötn eru fyrst nefnd í heimildum 1598, í bréfi á latínu sem Ólafur Einarsson heyrari í Skálholti, síðar prestur í Kirkjubæ í Hróarstungu, skrifaði um Grímsvatnagosið 1598. Ekki er vitað um neinn mann að nafni Grímur sem Grímsvötn væru kennd við, en í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru Grímsvötn nefnd í sögunni ...
Hvenær komust frummenn fyrst í kynni við eldgos og hvernig vitið þið það?
Fræg er sagan sem fornmannfræðingar hafa dregið upp af „frummanni“ þeim sem kallast Australopithecus afarensis og lifði fyrir 3,6 milljónum ára í Austur-Afríku, þar sem mannkynið á uppruna sinn. Meðal skýrustu mannvistarleifa sem fundist hafa frá þessu tímaskeiði í frumsögu mannkyns eru spor þriggja tvífætlinga se...
Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...
Hvernig geta mínir nánustu látið loka Facebook-síðunni minni þegar ég geispa golunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Komið þið sæl. Ég er á Facebook. Þegar ég geispa golunn, hvernig geta þá mínir nánustu lokað eða látið loka síðunni? (Ruslpóstvörn er áreiðanlega ágæt, en kallar eins og ég eru fljótir að gleyma). Nútímatækni leysir ýmis vandamál en getur einnig búið til önnur. ...
Hafa komið fram nýjar niðurstöður um eldun á mat í örbylgjuofnum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa komið fram aðrar niðurstöður varðandi eldun á mat í örbylgjuofnum frá því þessi grein var skrifuð árið 2000? Ef átt er við hvort eitthvað nýtt hafi komið fram getur svarið ekki verið annað en: „Já“ - einfaldlega vegna þess að margir vísindamenn hafa áhuga á no...
Er eðlilegt að húsaleiga sé hluti af neysluverðsvísitölu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er algengt að húsnæðisverð (reiknuð húsaleiga) sé hluti af vísitölu neysluverðs (VNV) sem mæld er í OECD-ríkjum og eru einhver rök fyrir því að hafa húsnæðisverð sem hluta VNV? Tölfræðideild Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Statistical Department) samræmir aðferðafræði við...
Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað?
Luca Aceto er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og við Gran Sasso-rannsóknastofnunina á Ítalíu. Rannsóknir hans eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, þar á meðal má telja athugunir á rökfræði tölvunarfræðinnar, merkingafræði forritunaraðgerða (e. structural operational semantics) og samtímavinns...
Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...
Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað?
Steinunn Helga Lárusdóttir er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er menntastjórnun. Hún hefur, ásamt tveimur samstarfsmönnum, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung. Þessar rannsóknir veita meðal annars innsýn í það hvernig skólastjórar í grunnskólum verja tíma sínu...