Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1352 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?

Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þes...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?

Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan er tungumálið sanskrít, hvaða þjóð talaði tungumálið og hvað er vitað um menningu þeirra?

Sanskrít er gamalt indverskt tungumál. Skrifaðar voru bækur á sanskrít meðal hindúa á Indlandi. Sanskrít var líka töluð meðal hindúa. Sanskrít er tvenns konar, eftir tímabilum, vedic sanskrít og klassíska sanskrít. Vedic var lík máli sem talað var á Norðvestur-Indlandi frá 18. öld fyrir Krist. Vedic sanskrít var t...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er vinsælasta íþrótt í heimi?

Fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi. Samkvæmt tölum frá FIFA (frá árinu 2000) leika rúmlega 240 milljónir manna um heim allan fótbolta. Það þýðir að einn af hverjum 25 iðka knattspyrnu reglulega. Í dómarastétt knattspyrnunnar eru um 5 milljónir manna. Knattspyrna er leikin í öllum heimshornum. Ef börn og aðr...

category-iconLæknisfræði

Hvað reykja margir á Íslandi?

Um langt skeið hafa verið framkvæmdar kannanir til þess að fylgjast með reykingum Íslendinga, og hafa þær verið þrjár til fjórar á ári. Fyrst var það Tóbaksvarnarráð sem stóð fyrir þessum könnunum, þá Lýðheilsustöð og nú Embætti landlæknis. Í könnununum er spurt hversu margir reykja daglega, hversu margir reykja s...

category-iconFélagsvísindi

Ef ég væri ættleidd hvenær ættu foreldrar mínir að segja mér frá því?

Samkvæmt V. kafla laga um ættleiðingar gegna kjörforeldrar upplýsingaskyldu gagnvart kjörbörnum. Þar segir að þeir skuli skýra kjörbarni frá því að það sé ættleitt jafnskjótt og það hefur þroska til. Þetta er útfært nánar og orðrétt segir í lögunum:Skal það að jafnaði gert eigi síðar en er barn nær sex ára aldri....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða spaða er verið að tala um þegar menn eiga að 'halda rétt á spöðunum'?

Orðasambandið að halda á spöðunum er í nútímamáli aðallega notað í merkingunni ‘keppast við eitthvað, halda kappsamlega áfram við eitthvert verk’. Ef litið er í seðlasafn Orðabókar Háskólans má sjá að eldri mynd orðasambandsins er að hafa eitthvað á spöðunum og á Orðabókin elst dæmi um það frá síðari hluta 18. ald...

category-iconLandafræði

Hvernig er nafnið á Valhúsahæð til komið?

Nafnið Valhúsahæð er talið dregið af því að fálkafangarar á fyrri öldum hafi geymt veiðifálka (vali) sem ætlaðir voru Danakonungi í húsi á hæðinni á Seltjarnarnesi meðan beðið var skips. Ekki er vitað hvenær það var byggt, en um miðja 18. öld var byggt fálkahús á Bessastöðum sem síðar var flutt til Reykjavíkur. Sí...

category-iconFélagsvísindi

Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?

Þegar ríkissjóður veitir þriðja aðila ábyrgð, til dæmis vegna lántöku, þá getur komið til þess að ríkissjóður verður að standa við ábyrgðina og til dæmis greiða upp lán sem annar en ríkið hefur tekið. Ríkið getur ekki skotið sér undan því, ekkert frekar en til dæmis maður sem gerist ábyrgðarmaður fyrir láni til vi...

category-iconHugvísindi

Hvers konar bústólpi getur bóndi verið?

Orðið bústólpi merkir ‘stoð og stytta búsins’ og er þá bæði átt við menn og skepnur. Orðið stólpi merkir ‘stoð, stöpull’, stólpinn er það sem heldur einhverju uppi. Bóndinn stýrir búinu, er stoðin sem allt hvílir á. Þannig er hann stólpi búsins. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans frá síðari hluta 18. aldar er það sa...

category-iconHugvísindi

Hvað er japl, jaml og fuður?

Orðin japl og jaml hafa nokkurn veginn sömu merkingu. Þau eru notuð um nöldur, tuð eða eitthvað í þá veru. Fuður merkir hins vegar ‘ráðleysisfum’. Ástæða þess að þau eru oft nefnd saman er að í þekktu kvæði um umrenninginn Jón hrak eftir Stephan G. Stephansson er þetta erindi:Þá kvað einn: ,,Vér úrráð höfum: Út ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?

Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fjórar heimildir. Tvær eru frá 18. öld, önnur úr öðru bindi postillu Jóns biskups Vídalín (1724) en hin úr bók með sjö predikunum (1722) en af þeim samdi Jón Vídalín sex. Í báðum tilvikunum er um fjármuni að ræ...

category-iconHugvísindi

Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu?

Bæði orðin viskustykki og viskastykki eru vel þekkt um land allt. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru þó engin dæmi um viskastykki, aðeins viskustykki. Halldór Laxness talar um hinn alltuppþurrkandi hollustusvip viskustykkisins í Fuglinum í fjörunni 1932 og í Gerska æfintýrinu virðist hann nota viskustykki sem ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða suðu- er þetta í suðusúkkulaði?

Fyrsti samsetningarliður orðsins suðusúkkulaði er myndaður af þriðju kennimynd sagnarinnar að sjóða (samanber sjóða – sauð – suðum – soðið). Á Tímarit.is má finna eftirfarandi tilvitnun úr Morgunblaðinu í júlí 2004: Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins (tilskipun 2000/ 36) þarf vara að innihalda minnst 3...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru landsteinar og hvert fara þeir sem halda út fyrir landsteinana?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Til hvers er vísað með hugtakinu „landsteinar“? Sbr. út fyrir landsteinana. M.ö.o. Hvað eru/voru „landsteinar“? Orðið landsteinar merkir ‘steinar í fjöruborði’ og er notað enn. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í þriðja árgangi Rita þess Islendska lærdóms-li...

Fleiri niðurstöður