Skal það að jafnaði gert eigi síðar en er barn nær sex ára aldri.Af þessu má ráða að öll sex ára kjörbörn og eldri eiga að hafa einhvern skilning á því að þau séu ættleidd. Í lögunum segir einnig að ekki megi ættleiða þann sem hafi náð 12 ára aldri án hans samþykkis. Undantekning frá þessu er ef andlegum högum hans sé þannig farið að „hann geti ekki gefið marktækt samþykki eða ef varhugavert þykir vegna hagsmuna hans að leita eftir því.“ Áður en barn sem er 12 ára eða eldra samþykkir ættleiðingu á að veita því leiðsögn um ættleiðingu og réttaráhrif hennar. Það gildir einnig um yngri börn, en í lögunum segir að þá skuli „leita eftir afstöðu þess til fyrirhugaðrar ættleiðingar ef slíkt þykir gerlegt miðað við aldur þess og þroska.“ Réttaráhrif ættleiðinga eru þau helst að þá öðlast kjörbarn sömu réttarstöðu gagnvart kjörforeldrum sínum sem væri það eigið barn þeirra. Um leið falla niður lagatengsl barnsins við kynforeldra sína. Samkvæmt lögunum eiga öll kjörbörn sem hafa náð 18 ára aldri rétt á að fá tiltækar upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu um hverjir séu kynforeldrar þess eða fyrri kjörforeldrar.
Ef ég væri ættleidd hvenær ættu foreldrar mínir að segja mér frá því?
Útgáfudagur
22.7.2003
Spyrjandi
Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, f. 1992
Tilvísun
JGÞ. „Ef ég væri ættleidd hvenær ættu foreldrar mínir að segja mér frá því?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3598.
JGÞ. (2003, 22. júlí). Ef ég væri ættleidd hvenær ættu foreldrar mínir að segja mér frá því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3598
JGÞ. „Ef ég væri ættleidd hvenær ættu foreldrar mínir að segja mér frá því?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3598>.