Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Bæði orðin viskustykki og viskastykki eru vel þekkt um land allt. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru þó engin dæmi um viskastykki, aðeins viskustykki. Halldór Laxness talar um hinn alltuppþurrkandi hollustusvip viskustykkisins í Fuglinum í fjörunni 1932 og í Gerska æfintýrinu virðist hann nota viskustykki sem þýðingu á uppþvottatusku, samanber: ,,meðal þess sem hún lét eftir sig voru tólf tylftir af uppþvottatuskum (,,viskustykkjum“), og önnur búsgögn eftir því“. Í mínu máli er uppþvottatuska allt annað en viskustykki. Með tuskunni er þvegið en með viskustykkinu þurrkað.

Viskustykki náði ekki inn í orðabók Blöndals en í orðabók Árna Böðvarssonar er orðið merkt með ? og viskastykki haft í sviga fyrir aftan. Skýringarorðin eru ‘diskaþurrka, bollaþurrka’. Í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar vísar orðið viskastykki á viskustykki og skýringarorðin þar eru 'klútur til [að] þurrka diska, hnífapör o.þ.u.l. eftir uppþvott, diskaþurrka.' Að baki liggur danska orðið viskestykke, sett saman af viske ‘þurrka’ og stykke ‘stykki’.

Sögnin viska í merkingunni ‘þurrka út’ er þekkt í málinu frá 18. öld. Hún er fengin að láni úr dönsku og kemur meðal annars fram í orðunum viskaleður og viskuleður ‘strokleður’ auk þeirra tveggja sem þegar eru nefnd. Tvímyndirnar með -a- og -u- má rekja til áherslulítillar stöðu sérhljóðs í öðru atkvæði samsettu orðanna.

Hægt er að lesa meira um dönsk tökuorð í málstofugreininni Auðnæm er ill danska eftir sama höfund.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.3.2009

Spyrjandi

Sunna Þórsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51830.

Guðrún Kvaran. (2009, 30. mars). Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51830

Guðrún Kvaran. „Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51830>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu?
Bæði orðin viskustykki og viskastykki eru vel þekkt um land allt. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru þó engin dæmi um viskastykki, aðeins viskustykki. Halldór Laxness talar um hinn alltuppþurrkandi hollustusvip viskustykkisins í Fuglinum í fjörunni 1932 og í Gerska æfintýrinu virðist hann nota viskustykki sem þýðingu á uppþvottatusku, samanber: ,,meðal þess sem hún lét eftir sig voru tólf tylftir af uppþvottatuskum (,,viskustykkjum“), og önnur búsgögn eftir því“. Í mínu máli er uppþvottatuska allt annað en viskustykki. Með tuskunni er þvegið en með viskustykkinu þurrkað.

Viskustykki náði ekki inn í orðabók Blöndals en í orðabók Árna Böðvarssonar er orðið merkt með ? og viskastykki haft í sviga fyrir aftan. Skýringarorðin eru ‘diskaþurrka, bollaþurrka’. Í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar vísar orðið viskastykki á viskustykki og skýringarorðin þar eru 'klútur til [að] þurrka diska, hnífapör o.þ.u.l. eftir uppþvott, diskaþurrka.' Að baki liggur danska orðið viskestykke, sett saman af viske ‘þurrka’ og stykke ‘stykki’.

Sögnin viska í merkingunni ‘þurrka út’ er þekkt í málinu frá 18. öld. Hún er fengin að láni úr dönsku og kemur meðal annars fram í orðunum viskaleður og viskuleður ‘strokleður’ auk þeirra tveggja sem þegar eru nefnd. Tvímyndirnar með -a- og -u- má rekja til áherslulítillar stöðu sérhljóðs í öðru atkvæði samsettu orðanna.

Hægt er að lesa meira um dönsk tökuorð í málstofugreininni Auðnæm er ill danska eftir sama höfund.

Mynd:...