Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 18 svör fundust
Af hverju eru uglur tákn um visku?
Uglan var eitt af kennitáknum viskugyðjunnar Aþenu í grískri goðafræði. Aþena átti að sögn að hafa hrifist af hátíðlegu og íbyggnu yfirbragði uglunnar og þess vegna gert hana að sínu kennitákni. Aþena var einnig stríðsgyðja, gyðja handiðnar og skynsemi. Hún var líka verndari grísku borgarinnar Aþenu. Öll grísk...
Hvað hafði Platon að segja um viskuna og þekkinguna?
Í samræðunni Menon er rædd kenning sem er nátengd hugmyndum um ódauðleika og endurfæðingu sálarinnar, en það er upprifjunarkenningin svonefnda. Þeir Sókrates og Menon hafa verið að ræða um dygðina en Menon spyr Sókrates hvernig þeir geti búist við að leit þeirra að skilgreiningu muni bera árangur. Ef þeir þekkja e...
Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu?
Bæði orðin viskustykki og viskastykki eru vel þekkt um land allt. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru þó engin dæmi um viskastykki, aðeins viskustykki. Halldór Laxness talar um hinn alltuppþurrkandi hollustusvip viskustykkisins í Fuglinum í fjörunni 1932 og í Gerska æfintýrinu virðist hann nota viskustykki sem ...
Hverjar eru dauðasyndirnar (erfðasyndirnar) sjö?
Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni og því síður nefndar dauðasyndir. Marteinn Lúther tel...
Hvaðan kemur nafnið Istanbúl og hvað þýðir það?
Istanbúl er stærsta borg Tyrklands og var áður höfuðborg landsins. Nú er Ankara höfuðborgin. Borgin hét fyrst Býsans en það er hugsanlega dregið af nafni Býsas sem var leiðtogi Grikkja frá Megöru og átti samkvæmt fornum sögnum að hafa stofnað borgina um 657 f. Kr. Frá árinu 330 e. Kr. til 1930 nefndist borgin ...
Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?
Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og...
Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?
Eitt sinn lögðu nokkrir náttúrufræðingar í rannsóknarleiðangur í Tíbet, en þeir hugðust kanna og skrásetja jarðmyndanir, flóru og fánu háfjallasvæðisins. Þeir ferðuðust um fótgangandi til þess að geta komist á milli fáfarinna svæða og rannsakað staði sem enn voru ósnortnir af mönnum. Dag einn lentu vísindamenn...
„Því meira sem ég læri því betur geri ég mér grein fyrir því hve lítið ég veit.“ Hvaða heimspekingur sagði eitthvað á þessa leið?
Ef til vill er heimspekingurinn sem um ræðir Sókrates en hann mun hafa sagt að hann vissi það eitt að hann vissi ekkert. Þess ber að geta í upphafi að sumir fræðimenn vilja fara varlega í sakirnar þegar rætt er um hinn sögulega Sókrates enda skildi Sókrates ekki eftir sig nein rit og við þekkjum hann best sem pers...
Eruð þið heimskir?
Þetta er kærkomin og mikilvæg spurning þó að henni sé ef til vill ekki auðsvarað á þann hátt að lesandinn trúi svarinu. Það fyrsta sem vekur athygli er að spyrjandi, sem er 12 ára, notar karlkyn. Hann spyr ekki "Eruð þið heimsk?" heldur "Eruð þið heimskir?" Sennilega hefur hann fundið á sér að konurnar sem vinna v...
Hvað er grettistak?
Þorleifur Einarsson svarar spurningunni stutt og laggott í Jarðfræði1 sinni: „Stór jökulborin björg nefnast grettistök.“ Sú viska opinberaðist mönnum samt ekki fyrr en um miðja 19. öld þegar ljóst varð að fyrrum höfðu jöklar þakið stór svæði sem síðan urðu jökulvana. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772) segir í 693...
Hvað er kínversk lífsspeki?
Ekki er fyllilega ljóst hvers kyns svar er hægt að gefa við þessari spurningu. Við hvað er til dæmis átt við með hugtakinu „lífsspeki“? Er það einhvers konar samþjöppuð viska sem unnt er að tjá í örfáum orðum? Er þá gert ráð fyrir því að til sé einhver ein kínversk lífsspeki, líkt og svarið „42“ sem gefið var við ...
Hverjar eru kenningar Eriks H. Eriksons í uppeldis- og sálfræði?
Erik H. Erikson fæddist árið 1902 og dó rúmlega níræður árið 1994. Hann setti fram kenningu um þroska fólks frá vöggu til grafar. Samkvæmt kenningu hans þarf fólk að takast á við ákveðin verkefni á hverju þroskaskeiði. Því betur sem það leysir verkefnin þeim mun betur gengur á næsta þroskaskeiði á eftir. Á hverju ...
Hver er skilgreining ykkar á hugtakinu „náttúruréttur“?
Náttúruréttur er sú hugsun að þau gæði sem hafa náttúrulegt aðdráttarafl fyrir alla menn eigi að vera siðferðilegur grundvöllur þeirra laga sem yfirvöld setja. Svokölluð „náttúrulög“ eru þau boð eða fyrirmæli sem skynsemi okkar telur að sýni þessum gæðum rétta virðingu. Mannlegar athafnir eru dæmdar siðferðilega ...
Hver er munurinn á engli og erkiengli?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...
Hvernig myndi nútíma einstaklingur finna sig í Fögruborg Platons?
Hér er spurningin skilin þeim skilningi að átt sé við líðan nútíma fólks í Fögruborg, hvernig því þætti að búa þar. Á hinn bóginn gæti orðasambandið „að finna sig“ í einhverju samhengi líka átt við það þroskaferli að átta sig á því hvaða mann maður hefur að geyma, hver gildi manns séu og þar fram eftir götunum. ...