Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða suðu- er þetta í suðusúkkulaði?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fyrsti samsetningarliður orðsins suðusúkkulaði er myndaður af þriðju kennimynd sagnarinnar að sjóða (samanber sjóða – sauð – suðum – soðið). Á Tímarit.is má finna eftirfarandi tilvitnun úr Morgunblaðinu í júlí 2004:

Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins (tilskipun 2000/ 36) þarf vara að innihalda minnst 35% kakóþurrefna, þar með talið 18% kakósmjör og a.m.k. 14% fitusnauðra kakóþurrefna, til þess að kallast suðusúkkulaði.

Suðusúkkulaði var áður fyrr einkum notað til matargerðar, til dæmis í bakstur og að hita súkkulaðidrykk. Mörgum þykir það þó ágætt til átu.

Suðusúkkulaði var, frá því farið var að flytja það inn fljótlega eftir aldamótin 1900, einkum notað til matargerðar, til dæmis í bakstur og að hita súkkulaðidrykk (oftast kallað kakó þótt í væri súkkulaði), þar sem átsúkkulaði þótti síður henta. Nú er það framleitt hérlendis og mörgum þykir það ágætt til átu.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.5.2021

Spyrjandi

Bergrós Arna Sævarsdóttir, Margrét Geirsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða suðu- er þetta í suðusúkkulaði?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81356.

Guðrún Kvaran. (2021, 3. maí). Hvaða suðu- er þetta í suðusúkkulaði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81356

Guðrún Kvaran. „Hvaða suðu- er þetta í suðusúkkulaði?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81356>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða suðu- er þetta í suðusúkkulaði?
Fyrsti samsetningarliður orðsins suðusúkkulaði er myndaður af þriðju kennimynd sagnarinnar að sjóða (samanber sjóða – sauð – suðum – soðið). Á Tímarit.is má finna eftirfarandi tilvitnun úr Morgunblaðinu í júlí 2004:

Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins (tilskipun 2000/ 36) þarf vara að innihalda minnst 35% kakóþurrefna, þar með talið 18% kakósmjör og a.m.k. 14% fitusnauðra kakóþurrefna, til þess að kallast suðusúkkulaði.

Suðusúkkulaði var áður fyrr einkum notað til matargerðar, til dæmis í bakstur og að hita súkkulaðidrykk. Mörgum þykir það þó ágætt til átu.

Suðusúkkulaði var, frá því farið var að flytja það inn fljótlega eftir aldamótin 1900, einkum notað til matargerðar, til dæmis í bakstur og að hita súkkulaðidrykk (oftast kallað kakó þótt í væri súkkulaði), þar sem átsúkkulaði þótti síður henta. Nú er það framleitt hérlendis og mörgum þykir það ágætt til átu.

Heimild og mynd:

...