Til hvers er vísað með hugtakinu „landsteinar“? Sbr. út fyrir landsteinana. M.ö.o. Hvað eru/voru „landsteinar“?Orðið landsteinar merkir ‘steinar í fjöruborði’ og er notað enn. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í þriðja árgangi Rita þess Islendska lærdóms-lista felags frá síðari hluta 18. aldar:
þá sitr madr í báti, sem liggr fyrir atkeri rett inni vid landsteina.

Landsteinar eru steinar í fjöruborði.
sumir adrir sem hvørgi hafi farid útaf landsteinunum.Þarna er verið að tala um þá sem aldrei hafa farið af landi brott, hafa aldrei farið utan. Heimild og mynd:
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 6.1.2022).
- Mynd: EDS.