Til hvers er vísað með hugtakinu „landsteinar“? Sbr. út fyrir landsteinana. M.ö.o. Hvað eru/voru „landsteinar“?Orðið landsteinar merkir ‘steinar í fjöruborði’ og er notað enn. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í þriðja árgangi Rita þess Islendska lærdóms-lista felags frá síðari hluta 18. aldar:
þá sitr madr í báti, sem liggr fyrir atkeri rett inni vid landsteina.
sumir adrir sem hvørgi hafi farid útaf landsteinunum.Þarna er verið að tala um þá sem aldrei hafa farið af landi brott, hafa aldrei farið utan. Heimild og mynd:
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 6.1.2022).
- Mynd: EDS.